Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Síða 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Síða 32
datt flugan úr henni og vonandi hefur hún náð að hrygna einhvers staðar í ánni í haust. Klukkan var að verða eitt og við vorum hættir veiðum á Núpasvæði. Það var síðan standandi brandari, það sem eftir var þessa veiðitúrs, að í hvert skipti sem ég fékk fisk, þá var það kallaður urriði. Það var næsta morgun, eða þann 27. júlí 1986, sem Islandia gaf mér hina fallegustu veiði sem ég hef nokkurn tíma fengið. Við áttum 6. svæðið, eða efra Hólmavað, eins og það heitir, og er það að mínum dómi eitt skemmtilegasta flugusvæðið í ánni. Það er auðvelt að veiða þarna og svæðið nánast allt einn tökustaður. Jón G. Baldvinsson og Halldór Þórðarson fóru upp á Oseyri, en við Jimmy Sjöland ætluðum að veiða á Suðureyri. Suðureyrin er gamall og þekktur veiði- staður, afar skemmtilegur, en var nánast ónýtur fyrstu árin sem við veiddum í Laxá, eða frá 1979 þar til fyrir 2-3 árum, vegna sands sem rekið hefur niður ána og var bú- inn að fylla upp legustaði laxins. Kristján bóndi á Hólmavaði hefur nú lagt í fram- kvæmdir og lagfært staðinn og er hann óðum að komast í sitt fyrra horf og virki- lega gaman að veiða þennan stað. Það var í annarri yfírferðinni hjá mér, að lax tók rétt fyrir neðan skiltið, ekki langt frá árbakkanum, og fann ég strax að um vænan lax var að ræða. Ég sá hann koma upp í yfírborðið og grípa fluguna. Það er einmitt á þessum augnablikum sem taug- arnar verða að vera í lagi, það má ekki taka of fljótt á honum, því að þá nær hann ekki að snúa sér og festa almennilega í kjaft- vikinu. Þetta tókst mér að þessu sinni. Laxinn rauk út í miðjan streng og stökk, og sá ég þá strax að þetta var rétt hjá mér, þetta var vænn lax. Nú kom hver rokan á fætur annarri, niður ána, út í streng, stökk, upp ána, og það var ekki laust við að maður kiknaði í hnjáliðunum í öllum látunum, og hjartað ólmaðist sem í akkorði væri. Jimmy var nú kominn mér til aðstoðar og hafði háfinn meðferðis, en hans tími var ekki kominn ennþá, laxinn var ekkert að gefa sig. Þessi væna hrygna átti mikinn kraft eftir, hún strikaði í vatnsskorpunni, hálf upp úr, ég réði ekkert við hana. Það má nánast segja að hún hafl þreytt sig sjálf með látunum, og var ég himinlifandi þegar í næstu sportvöruverslun HAFDU VAÐIÐ FYRIR NEDANÞIG Léttar og öruggar nælonvöðlur. Einkaumboð I. Guðmundsson & co hf. Símar: 24020/11999. 30 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.