Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 74

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 74
MINNI GERA MEIRA eir lesendur sem álíta titil þessarar greinar þýðingu á hinu frœga slagorði „Less is more“ eru á villigötum varðandi inntak greinarinnar. Eg viðurkenni, að ég gerði það af stráksskap mínum að velja titil, sem hefur vissa skírskotun í slagorðið en vil um leið benda á.aðhérstendur orðið „ minni “ ekki sem miðstig lýsingarorðsins „lítill“ heldur sem nafnorðið minni í merkingunni skírskotun .minning. Islendingarœttunúaðveraorðnirsérmeðvitaðir um það hvernig nota má minni í arkitektúr og eru t.d. náttúruminni í verkum Guðjóns Samúelssonar nærtœkt dæmi. Þá er skemmst að minnast ummœla Hrafns Gunnlaugssonar um eigin kvikmynd „I skugga hrafnsins “ þar sem hugtakið kom fyrir í u.þ.b. annarri hverri setningu. 1 alþjóðlegum stefnum í byggingarlist var það um langan aldur allsráðandi að teikna í módernískum stíl, sem mátti ekki bera nein merki þjóðlegrar byggingarlistar. Hann var því eins um mestallan heim og þar afleiðandi að margra mati alþjóðlegur. Trúlega hefði byggingarstíll Marsbúa verið jafn-alþjóðlegur hér, efþeir væru til og ættu sér á annað borð einhverja byggingarhefð. Þótt telja verði modernismann afar mikilvægan hlekk í þróun byggingarlistar má segja, að hann hafi í höndum flestra orðið að stöðnuðu stilbrigði. I stað þess að skapa manneskjulegra umhveifi og vistlegar íbúðir leiddi hann oftast til ópersónulegs, kaldranalegs arkitektúrs. Modernisminn ruddi samt nýja braut í byggingarlist og lagði grunninn að þeirri fjölnýtistefnu í arkitektúr, sem segja má að ríki í dag. Þótt fjölnýtistefna þessi (pluralismi) geti verkað ruglingsleg og stefnulaus á marga, erhún trúlega okkar besta verkfœri til að skapa umhverfi og byggingar í okkar eigin tíðaranda. Þessi pluralismi er, eins og funksjónalisminn var í raun og veru í eðli sínu vinnuaðferð en ekki ófrávíkjanleg uppskrift að formum í arkitektúr. En hann gengur lengra en fyrri stefnur, sem verkuðu útilokandi, þ.e. gerðu vissform og úrlausnir nær ólöglegar. Modernisminn var þó þeim sem skildu hann til hlítar ekki sú formlega hreinstefna(purismi), sem flestir töldu, og getum við t.d. litið á tvö verk einna stærstufrumkvöðla hans eins og Totaltheater Gropíusarfrá !927og Ronchamp-kapellu 1953- 5 Le Corbusiers því til áréttingar. Pluralisminn (greinarhöfundur lýsir eftir betri þýðingu en fjölnýtistefnu) þarf aftur á móti ekki að kveða niður neitt slœman draug líkt og hagnýti- og nýtímastefnan þurftu, þ.e. síðklasst'sku stefnuna, heldur leggur hann grunninn að marktœkum (significatif), staðtengdum arkitektúr, en er um leið algild vinnuaðferð,þ.e.a.s. virk í öllum löndum. Christian Norberg-Schulz bendir á það í bók sinni um Táknmerkingar í vestrœnni hyggingarlist, að pluralisminn sé í raun rökrétt framhald og um leið orsakarökleiðsla (synthesa) á þróunarsögu vestrænnar byggingarlistar. Fjölnýtistefna er trúlega sú vinnuaðferð, allt í senn sveigjanleg og ýtarleg, sem geturtryggt okkur hvað mannlegast umhverft og byggingar á leið okkar inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Pluralisminn leggur nefnilega mikla áherslu á gildi menningarlegra sérkenna, tengsl við umhverfið, náttúrlegt og mannlegt, sem og á menningarlega þætti almennt (list, trúarlíf og þjóðlíf). Það hefur því fœrst í vöxt að arkitektar leitifyrir sér íþeim menningarlega arfi semfyrir er, þannig að um leið ogþeir teiknafyrir mann framtíðarinnar, gefiþeir honum kost á aðfinnafyrir sínum eigin menningarrótum. Hin aðskiljanlegustu minni skjóta upp kollinum hér og hvar og gefa oft skemmtilega útkomu, sem eykur gildi viðkomandi bygginga. Eg hefhér valið nokkurdœmimisaugljós, eins og verða vill. Sum tengslin eru eftii vill minn eigin hugarburður, en önnuraugljósari. Hvað sem því líður má benda á að oft verða slík tengsl til ómeðvitað hjá hönnuðum og listamönnum. Við vitum ekki alltaf hvaðan andagiftin kemur, og viljum gjarnan trúa því að Aþena hafi stokkiðfullsköpuð úr höfði okkar. En það þarfalls ekki að rýra gildi verksins þótt tengsl þess við menningararf séu augljós, síður en svo að mínu mati. Fyrsta dæmið sem ég tek er nokkuð almennt, en það er aukin notkun keramikflísa ífrönskum byggingum. Meðþessari utanhússklæðningu erað vissu leyti höfðað til eldri byggingarhefða.þ.e. múrsteinsveggja, en þessarflísar hafa oft svipuð mál og staðlaðir múrsteinar (5,5 x 22 cm séð á vegg). Henri Sauvage gerði til dœmis frægt hús við Rue Vavin- götu og myllan í Noisiel austan Parísar frá 1872 er einstœð bygging ísinni röð og á sínum tíma. Náttúrleg jarðefni staðarins gáfu Jules Saulinier hið fjölbreytilegasta efni í múrsteina byggingarinnar, sem hann notaði svo á meistaralegan hátt, til að gefa útveggjunum aukið lífinn á milli járnbindiverksins. Þegar Architecture Studio vinnuhópurinn þurfti að lífga uppá tiltölulega lokaðan vegg, datt þeim í hug að mynda götu- og neðanjarðarlesta(metro)kort Parísar á vegginn með keramikflísum. Inn á kortið merktu þeir svo gönguleiðir á næstu neðanjarðarstöð, og áœtlaðan göngutíma. Sama teiknistofa gerði einnig leik- og barnaskóla þann, sem við sjáum á næstu tveim myndum. Hógværari útfærsla götumegin, en mikil litagleði og vottur af postmodernisma í leikvallarhlið hússins. Hver kannast ekki við Ronchamp- kapelluna eftirLe Corbusier? Hérsýnistmérhinn ungi og atkvæðamikli arkitekt Christian de Portzamparc hafa notað hana í þaklausn sinni á Parc de la Villette. A áttunda áratugnum kom fram áberandi arkitekt að nafni Jean H. Savage, Rue de Vanves. 72 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.