AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Side 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Side 19
VERKAMANNABUSTAÐIR I REYKJAVIK stutt yfirlit um þróun og sögu Verkamannabústaðir við Framnesveg, Reykjavík. Þróun félagslegs íbúðarhúsnæðis hér á landi frá sjónarmiði skipulags og byggingarlistar er áhugavert rannsóknarefni sem þarft væri að gera verðug skil. í því ágripskennda yfir- liti sem hér fer á eftir er einungis stiklað á stóru og er hætt við að margt vanti inn í hina sögulegu heildarmynd. Markmið þessarar umfjöllunar er að varpa ljósi á nokkur atriði í þróun félagslegra íbúða á þessari öld, þannig að lesendur blaðsins geti betur lagt mat á niðurstöður nýaf- staðinnar samkeppni um félagslegar íbúðir í Borgarholti. Vegnahinsskammaundirbúningstíma, sem greinarhöfundi var skammtaður, er sú leið valin að sýna eitt dæmi frá hverjum áratug á tímabilinu 1923-1990. Þau verk sem valin voru eiga það sammerkt að endurspegla á einhvem hátt þær hugmyndir um mótun félagslegs húsnæðis, sem ríkjandi voru. Ahersla er lögð á myndræna þáttinn í þessum samanburði. I texta er að finna ýmsar upplýsingar um hvert verk, en lesendum er látið eftir að bera saman og álykta. Eins og kunnugt er hófst þéttbýlismyndun hér á landi tiltölulega seint og er vart hægt að tala um bæjarmenningu fyrr en snemma á þessari öld. í kjölfar iðnvæðingar í sjávarútvegi fjölgaði íbúum í þéttbýli mjög ört á fyrstu áratugum þessarar aldar. Á árum fyrri heimsstyrjaldar var orðinn mikill húsnæðisskortur í Reykjavík, svo jaðraði við neyðarástand. Er skemmst að minnast Pólanna alræmdu, sem fátækranefnd bæjarins lét reisa sem bráða- birgðaskýli árið 1916 og búið var í fram yfir 1950. Ýmsir málsmetandi menn létu sig þessi mál varða og lýstu hugmyndum sínum til úrbóta í ræðu og riti. Guðmundur Hannesson læknir fjallaði nokkuð um húsnæðismál og skipulag í bók sinni „Um skipulag bæja“ frá 1916. Mælti hann eindregið gegn marglyftum sambýlishúsum sem lausn á húsnæðisvanda Reykvíkinga. Þess í stað benti hann á lausnir úr ensku fyrirmyndarbæjunum svonefndu, þar sem mest bar á litlum sambyggðum húsum með görðum. Árið 1921 ritaði Guðjón Samúelssson arkitekt grein í tímarit Verkfræðingafélagsins um húsnæðismál Reykvíkinga. Hann var eindreginn talsmaður lágrar en þéttrar, samfelldrar borgarbyggðar og höfðu hugmyndir hans víðtæk áhrif áþriðjaáratugnum. Með grein sinni birti hann tillögur að þrenns konar fyrirkomulagi verkamanna- bústaða í sambyggingum. Ein gerðin samanstóð af litlum, sambyggðum húsum með hæð, kjallara og risi. í annarri tillögu var íbúðin á tveimur jafnstórum hæðum og í hinni þriðju var gert ráð fyrir fjórum litlum íbúðum á einni hæð umhverfissameiginleganstigagang.Um 1921 beittiLands- bankinn sér fyrir smíði nokkurra sambyggðra verka- mannabústaða við Framnesveg í Reykjavík, eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, (sjá mynd hér að ofan). Ætlun bankans með þessari tilraun var að sýna í verki, að unnt væri að byggja góð og ódýr verkamannahús í Reykjavík. Hver íbúð var á þremur hæðum, geymslur og þvottahús í kjallara, stofa og „íbúðareldhús“ á hæð og svefnherbergi í risi. Hús þessi urðu vinsæl, en þóttu erfið til íbúðar. Könnun sem gerð var árið 1928 leiddi í ljós að þriðjungur allra íbúða í bænum voru kjallara- og súðaríbúðir, og voru margar þeirra taldarheilsuspillandi. Húsnæðisskortur var mikill og húsaleiga há. Algengt var að fólk hefðist við í húsnæði, sem vart hélt vatni og vindi. Slfk var staða mála í upphafi þriðja áratugarins, þegar fyrstu lög um verka- mannabústaði voru sett. 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.