AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 60
UM HUSSTJORNARKERFL
þróun þeirra og notkun
ÞRÖSTUR HELGASON
VERKFRÆÐINGUR
Myndin sýnir samtengingu og samskipti ó milli kerfa í hússtjórnarkerfi.
Þróun stjómkerfa í byggingum undanfarin ár
hefur orðið í þá veru að tölvustýringar eru
orðnar nær allsráðandi og er nú svo komið að
tölvustýringar em að verða ódýrasti kosturinn
til stýringa á loftræstikerfum, þó lítil séu.
Önnur kerfi, svo sem aðgangskortakerfi, brunavið-
vörunarkerfi og öryggiskerfi, fást ekki lengur án þess að í
þeim sé lítil stjómtölva.
Tölvuvæðing stýringa í byggingum hefur gert það
mögulegt að tengja sérkerfi bygginga saman á einni
gagnalínu eða í gegnum símalínu og safna þannig
upplýsingum og þjónustu við þessi kerfi á einn stað í eitt
kerfi, hússtjómarkerfi. Hússtjómarkerfi hafa verið sett
upp í nokkrum af nýjustu byggingum hérlendis, svo sem
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Perlunni, Ráðhúsi Reykjavíkur
og Kringlunni
Sá hluti hússtjómarkerfis sem snýr að notanda, sem í
flestum tilfellum er húsvörður, er öflug PC-tölva með
grafískum litaskjá og prentara. Með myndrænni fram-
setningu á tölvuskjá hefur notandi kerfisins möguleika á
að kalla fram skjámyndir af hinum ýmsu kerfum hússins.
Með því að velja sífellt sérhæfðari myndir á skjá getur
notandi skoðað stöðu á nær öllum einingum kerfisins, svo
sem gildi á hitaskynjara, rakaskynjara eða stöðu hurða-
læsinga o.s.frv.
Með hússtjómarkerfi getur notandi fy lgst með orkunotkun,
rakastigi, hitastigi og öðrum áhugaverðum gildum á
afmörkuðu svæði innan hússins eða fengið meðaltalstölur
yfir ákveðin svæði. Öll þessi gildi getur notandi síðan sett
fram í línuriti sem skráir feril viðkomandi skynjara, eða
skrifað út í töflur sem sýna hitastig og fleira skráð yfir
ákveðinn tíma.
Notandi kerfisins hefur möguleika á að breyta óskgildum
kerfisins. T.d. getur hann breytt óskgildum fyrir hita- eða
rakastig á mismunandi stöðum í byggingu, skilgreint
tímasetningu ljósakveikinga, skilgreint aðgangsheimildir