AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 14
aðalfundi félagsins sem verður 26. mars. Ég vill nota þetta tækifæri og hvetja félagsmenn til að taka virkan þátt í félagsstarfinu og bjóða fram sína þjónustu í trúnaðarstöður innan félagsins. SAMSTARF VFÍ OG TFÍ Ég hef áður látið það álit mitt í ljós að ég sé sammála því að skoða eigi kosti og galla þess að sameina Tækni- fræðingafélag Islands og Verkfræðingafélag Islands. Ég tel reyndar að vinna eigi að sameiningu félaganna en geri mér grein fyrir þeim vandamálum sem þarf að yfirstíga áður en slíkt yrði að veruleika. Okkur ber að sýna þann félagslega þroska sem þarf til að framkvæma þetta og sleppa öllum gömlum kreddum eða úrtölum sem eiga að heyra sögunni til. Það er mitt mat að með sameiningu yrði til mjög öflugur málsvari tæknimenntaðraeinstaklinga um leið og kraftar félagsmanna nýttust allri stéttinni til góða. Samruni félaga sem og fyrirtækja er það sem koma skal því einingamar verða að vera af þeirri stærðargráðu að þau standist þá samkeppni sem nútímaþjóðfélag krefst. Samskonar umræða er í gangi á Norðurlöndunum og jafnvel víðar. Eitt af vandamálum við sameiningu félaganna sem við er að glíma er að finna sameiginlegt nafn stéttar- innar. Erlendis er orðið „ingeniör” eða „engineer” notað sem grunnur fyrir báðar stéttirnar og er Island eina landið í Evrópu og jafnvel víðar sem notar tvennskonar nöfn, tæknifræðingur - verkfræðingur. Þetta þarf að skoða vandlega en á ekki að verða hindrun í sameiningarviðræð- unum. Félögunum ber að standa saman í þeirri baráttu sem framundan er í atvinnuuppbyggingu þessarar þjóðar og sýna þor og áræðni í að takast á við nýjar stefnur. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Ef unnið verður að endurbættu iðnnámi og fjármagni varið til nýsköpunar og rannsókna mun ísland ná sér upp úr þeirri lægð sem einkennt hefur þjóðlífið undanfarin tvö ár. Ég vil sjá sterkan tækniháskóla sem gæti myndast við samruna T ækniskóla Islands og V erkfræðideildar Háskóla Islands. Með stofnun slíks skóla skapast enn frekari möguleikar á auknum rannsóknum í samvinnu við þær rannsóknarstofur sem fyrir eru í landinu. Atvinnulífið hefði möguleika á að koma í náið samstarf við tækni- háskólann og þannig hafa áhrif á starfsemi hans. Stórefling iðnnáms verður að eiga sér stað og það strax. Við getum ekki verið þekkt fy ri r að láta iðnnám sitja á hakanum þegar þörfin fyrir öfluga verkmenntun hefur aldrei verið meiri. V erkmenntun er og verður undirstaða framfara og nýsköp- unar sem við þurfum mjög mikið á að halda. Það þarf að byggja upp sérhæfða íslenska framleiðslu þar sem lögð verður áhersla á gæði og hreinleika. Við eigum að sérhæfa okkur í fullunnum hágæða sjávarafurðum þar sem verðið skiptir ekki höfuðmáli vegna þeirrar sérstöðu sem byggð verður upp í tengslum við framleiðsluna. Slíkt mun taka tíma og við megum ekki einblína á stundargróða með skammtímasjónarmiðum sem skilar sáralitlu til þjóðarbúsins. A öllum sviðum er þörf fyrir vel menntað fólk og verður hlutverk arkitekta, verk- og tæknifræðinga mikilvægt í uppbyggingu þjóðarbúsins eftir samdráttarskeið liðinna ára. ■ LISTAR í HÓLF OG GÓLF Súöarvogi 9-104 Reykjavík, símar 679133 og 985-32532 V ið hjá Listasmíði sf. bjóðum þér lista af öllum stærðum og gerðum. - Ef listinn í gamla hús- inu er skemmdur eða þarf að endurnýja, en halda sama svip, sérsmíðum við fyrir þig. Eigum á lager mikið úrval lista. Einnig bjóðum við flaggstangir úr tré, glugga og hurðasmíði. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.