AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 26
J
1980-89.
VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK.
HVERFI Á ÁRTÚNSHOLTI.
137 íbúðir í 25 fjölbýlis - og raðhúsum 1983-85.
Arkitektar: Teiknistofan Armúla 6.
húsagerd A
I' M œjT iBfljHM LJ JJ IZSm2 r-|
1 i, r:
f_crJ*!lkJijn7o 0- - I - ^m2- 'Th Öeymsö ; _ ihjcn V/ 12.6m2 ) tZI tgjjn IHfflBil
|TIoqMí i
• 2. hœd
Eftir 1980 voru ýmsar þær forsendur teknar til endurmats,
sem ráðið höfðu miklu um tilhögun félagslegrar íbúða-
byggðar á áratugnum á undan. Horfið var frá þeim stórgerða
mælikvarða, semeinkenndi húsgerðirog mótun skipulags
í Breiðholti. Ofuráhersla á stöðlun og fjöldaframleiðslu
hafði leitt af sér umhverfi, sem að margra mati var einhæft
og fráhrindandi. Skýringa á félagslegum vandamálum var
m.a. leitað í of háu hlutfalli tekjulágra íbúa í sama hverfinu.
I hverfinu á Artúnsholti er byggðin brotin upp í litlar
einingar, sem skipað er niður umhverfis lauslega afmark-
aðar þyrpingar. Húsin eru einnar og tveggja hæða, öll með
háu risi en án kjallara. Um er að ræða sambland af fjöl-
býlis- og raðhúsum, þar sem allar íbúðir hafa sjálfstæðan
inngang, ýmist frá lóð eða af opnum svalagangi. í raðhúsum
og efri hæð fjölbýlishúsa eru íbúðimar á tveimur hæðum,
með stofu niðri og svefnherbergjum í risi.
Áneðrihæðfjölbýlishúsaerueinnarhæðaríbúðir. Bifreiða-
stæði eru að hluta til í neðanjarðarbílskýlum.
Að fenginni reynslu hefur félagslegum íbúðum verið dreift
á fleiri og smærri byggingarsvæði á síðustu árum. Auk
hverfisins á Ártúnsholti stóðu Verkamannabústaðir í
Reykjavík fyrir byggingu íbúða í Neðstaleiti, á Eiðsgranda
og í Folda - Hamra- og Húsahverfi íGrafarvogi. Vaxandi
áhersla er lögð á smærri einingar og sérbýli, t.d. í raðhúsum
og fjórbýlishúsum. I fjölbýli hafa svalagangshús með
opnum svalagangi verið algengust. Þó eru frá þessu
undantekningar, t.d. eru fjölbýlishús við Neðstaleiti og
Bláhamra byggð sem lyftuhús. I júní 1990 tók Hús-
næðisnefnd Reykjavíkur við þeim verkefnum, sem Verka-
mannabústaðir í Reykjavík höfðu sinnt. ■
24