AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 56
i
Líkan.
TILLAGA TIL FREKARI SKOÐUNAR
Höfundur: Guömundur Gunnlaugsson, arkitekt.
Landslagshönnun: Pétur Jónsson, landslags-
arkitekt.
Hugmynd um uppbyggingu húsa er einföld og rökrétt og
planlausnir í aðalatriðum viðunandi, án þess að vera
gallalausar. Tengsl stigahúsa við bílastæði og leiksvæði
eru víða slæm, einkum á vestari hluta svæðisins. Hugmynd
um innigarð missir að sumu leyti marks vegna ósamræmis
í staðsetningu innganga. I heild er skipulagið ekki sann-
færandi.
Tillagan er ein af þrettán, sem dómnefnd taldi koma
sérstaklega til álita í 2. þrep samkeppninnar.
MARKMIÐ
í tillögu þeirri sem hér er fram sett eru húsin látin mynda
þyrpingar til skjóls, tvær saman á sléttunni sem hæst
stendur, og í hlíðinni til vesturs mynduð stutt húsgata sem
endar í þyrpingu húsa um torg/garð. Hver þyrping
samanstendur af nokkrum húsum sem eru tengd saman í
veðuráttimar norður, austur, suður, en opnast til suðurs og
vesturs. Húsin eru ýmist 3 eða 2 hæðir lækkandi í sólaráttir
og leggjast saman um bílfría garða ca. 40 metra í þvermál,
skjólgóða til útivistar fyrir böm sem fullorðna, og er mikil
áhersla lögð á öruggt leiksvæði fyrir yngstu bömin sem
næst heimilinu, en að hinir vemduðu garðar tengist út til
annarra spennandi leik - og þroskamöguleika fyrir eldri
börnin. Hér er hin opna slétta í átt að skólanum, með
grenndarleiksvæði og boltavelli, samofið inn íklapparbeltið
með óþrjótandi ævintýramöguleikum í sumar - sem
vetrarleikjum.
54
Grunnmynd.