AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 35
Líkan, síðara þrep.
3. - 5. SÆTI
Höfundar: Gísli Halldórsson, arkitekt, Halldór
Guönnundsson, arkitekt,OddurK. Finnbjarnarson,
arkitekt, Ragnar A. Birgisson, arkitekt, og Bjarni
Snœbjörnsson, arkitekt.
Samstarf: Steinunn Kristjónsdóttir, arkitekt,
Ásmundur H. Sturluson, arkitektanemi og Pétur
Jónsson, landslagsarkitekt.
MARKMIÐ
Byggðin hafi yfir sér heildaryfirbragð, tengist náttúru
svæðisins og auki vægi hennar sem mest.
Mikilvægt er að halda góðum tengslum við aðliggjandi
svæði, félagslega kjama, þjónustukjama og nágranna-
byggðir. Innbyrðis tengsl innan svæðis skulu miða að því
að íbúar hafi góða möguleika á tengslum við náttúru og
aðra íbúa í hverfinu.
Miðað er að því að veita öllum íbúðum góð skilyrði bæði
hvað varðar útsýni, birtu og gæði umhverfis.
Samkeppnissvæðið skiptist í tvo hluta um hið friðlýsta
svæði Gufunesássins sem teygir sig allt til sjávar.
Byggðin er samfelld á jaðri lóðar sem styrkir einingu
hennar ásamt því að skapa mikið opið útivistarsvæði sem
tengist Gufunesásnum. Þannig er náttúran Iátin teygja sig
inn í byggðina og útivistarsvæðið stækkað verulega. Allt
útivistarsvæðið er hannað með það í huga að það nýtist
öllum íbúum svæðisins.
J aðarbyggð efra svæðisins brýtur upp austanáttina jafnframt
því að umlykja úti vistarsvæðið og afmarka það frá götunni.
Látlaus byggð 2-3ja hæð kjarnahúsa og 2-3ja hæða
fjölbýlishúsa, sem brotin eru upp í smærri einingar með
glerhýsum, skapar spennandi fjölbreytilega samsetningu
fára og einfaldra eininga. Þetta ásamt staðsetningu hús-
anna eykur hagkvæmni við byggingu um leið og að vekja
tilfinninguna fyrir því að um sé að ræða fjölbýlishúsabyggð.
Gert er ráð fyrir að sem flestar íbúðir njóti útsýnis og séu
opnar til beggja átta. Sköpuð eru góð tengsl við náttúruna.
Grenndarvöll ur og lítið leiksvæði, möguleikar á ýmsskonar
útiveru, s.s. göngu, skokki og sameiginlegu grilli, grunn
tjöm sem fyrirhuguð er og nýtist sem skautasvell á vetuma.
Allt eykur þetta á kosti svæðisins og gæðir það lífi. Gert er
ráð fyrir að útivistarsvæði geti staðið sem sjálfstæður
verkáfangi.
Gangstígar liggja þannig, að tenging íbúða og íbúðasvæða
innbyrðis er góð, einnig er lögð áhersla á góð tengsl íbúa
við opin svæði, skólalóð og kjama.
Allar götur eru botnlangar og með því að lyfta götunni þar
sem göngustígurligguryfirhana ervægi gangandi umferð-
ar aukið, Með þessu móti tengist byggðin betur hinu opna
svæði og götumar verða auðveldari yfirferðar.
33