AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 68
Kilde : Eurostat - REGIO database
*
Madeirn
V’n
^ Ci&tnai
r. y
I ^ |q
Cundeloupe Réunio
Guyane
BNP/capita
ændring
( 7%
7 - 11%
11 - 15%
15 - 19%
) 19%
Ingen data
□
□
□
■
□
Mynd 3. Breyting á hagvexti, 1986 - 89.
er að finna stærsta samfellda velmegunarsvæði Evrópu
endaþótt þýsku landsvæðin með jafnháa þjóðarframleiðslu
á mann séu fjölmennari. Mismunurinn milli Norður- og
Suður-Ítalíu er því mjög mikill og ekki meiri í öðru
aðildarríki
Mynd 3 sýnir svo hagvöxt undanfarinna ára (86-89) eftir
héruðum. Hann hefur verið mestur á Spáni og Suður-
Englandi af stórum samfelldum héruðum. Samtals hefur
þróunin orðið þannig að bilið milli fátæku héraðanna og
þeirra ríkustu hefur farið vaxandi. Þó greinir menn á um
þetta og fer eftir því hvaða mælikvarðar eru notaðir eins og
í svo mörgu öðru.
Það er nefnilega svo að enda þótt Evrópubandalagið sjálft
hafi enga stefnu um búsetu innan bandalagsins, eins og
sést meðal annars af áherslunni á frelsi manna til að leita
sér að atvinnu hvar sem er innan bandalagsins, hefur það
þá stefnu að allir eigi að hafa jafna möguleika til að lifa
mannsæmandi lífi og það þýðir að lífskjör verða að vera
nokkum veginn jöfn. Byggðastefna Evrópubandalagsins
er verkfæri þess í þessu augnamiði og hún hefur það
markmið að slétta út ójöfnur á leikvelli samkeppninnar.
Til þess er varið stjamfræðilegum fjárfúlgum af hálfu
bandalagsins. Nú þegar EFTA-ríkin bætast í hópinn og
mynda Evrópska efnahagssvæðið á að bæta enn við í
fjármagnsútvegun fyrir fátækari ríkin til þess að bæta
stöðu þeirra.
Ekki er víst að þetta takist og raunar er hægt að benda á
Ítalíu sem dæmi um að ekki sé líklegt að það takist. Allt frá
stríðslokum hefur gífurlegum fjárfúlgum verið ausið í
Suður-Ítalíu í þeim tilgangi að efla hagvöxt þar og jafna
lífsskilyrði í landinu. Þetta hefur mestmegnis verið í formi
fjárfestingarstyrkja. Niðurstaðan eftir öll þessi ár er að
bilið milli Nortður- og Suður-Ítalíu eykst fremur en hitt.
Að mati sumra eiga EFTA-nkin nú að bætast í hóp þeirra
sem taka þátt í að veita fé sem nýtist mjög illa og fer að
einhverju leyti í hendur mafíunnar.
SAMGÖNGUR
Ein meginaðferð til þess að hafa áhrif á hagþróun innan
bandalagsins eru samgöngubætur. Á mynd 4 má sjá hvaða
framkvæmdir eru framundan í að bæta net hraðlestanna en
úrbætur í höfnum, vegum og fjarskiptum munu ennfremur
verða stórstígar. Að vísu er það álit margra að of mikil
áhersla muni á næstu árum verða lögð á samgöngur austur-
vestur innan álfunnar, til þess að nýta möguleika sem til
hafaorðiðviðopnunAustur-Evrópu.Þámánefnaviðamikil
samgönguverkefni sem framundan eru til að tengja banda-
lagið við svæðin norðan og austan þess. Danir eru að
byggja brú og jarðgöng til að Stórabelti verði ekki lengur
farartálmi milli Sjálands og Fjóns. Þá standa fyrir dyrum
framkvæmdir til að brúa Eyrarsund og Fememsund milli
Lálands og Þýskalands. Enn stærri í sniðum er Eystra-
saltstengingin, sem að vísu gengur undir mismunandi
nöfnum. Talað er um tengingu milli Hamborgar og St.
Pétursborgar eða jafnvel alla leið til Helsinki, hraðbraut og
jámbraut sem tengdi Eystrasaltslöndin og Rússland við
Vestur-Evrópu. Víst er að slíkar framkvæmdir munu breyta
Evrópukortinu varanlega.