AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 68
Kilde : Eurostat - REGIO database * Madeirn V’n ^ Ci&tnai r. y I ^ |q Cundeloupe Réunio Guyane BNP/capita ændring ( 7% 7 - 11% 11 - 15% 15 - 19% ) 19% Ingen data □ □ □ ■ □ Mynd 3. Breyting á hagvexti, 1986 - 89. er að finna stærsta samfellda velmegunarsvæði Evrópu endaþótt þýsku landsvæðin með jafnháa þjóðarframleiðslu á mann séu fjölmennari. Mismunurinn milli Norður- og Suður-Ítalíu er því mjög mikill og ekki meiri í öðru aðildarríki Mynd 3 sýnir svo hagvöxt undanfarinna ára (86-89) eftir héruðum. Hann hefur verið mestur á Spáni og Suður- Englandi af stórum samfelldum héruðum. Samtals hefur þróunin orðið þannig að bilið milli fátæku héraðanna og þeirra ríkustu hefur farið vaxandi. Þó greinir menn á um þetta og fer eftir því hvaða mælikvarðar eru notaðir eins og í svo mörgu öðru. Það er nefnilega svo að enda þótt Evrópubandalagið sjálft hafi enga stefnu um búsetu innan bandalagsins, eins og sést meðal annars af áherslunni á frelsi manna til að leita sér að atvinnu hvar sem er innan bandalagsins, hefur það þá stefnu að allir eigi að hafa jafna möguleika til að lifa mannsæmandi lífi og það þýðir að lífskjör verða að vera nokkum veginn jöfn. Byggðastefna Evrópubandalagsins er verkfæri þess í þessu augnamiði og hún hefur það markmið að slétta út ójöfnur á leikvelli samkeppninnar. Til þess er varið stjamfræðilegum fjárfúlgum af hálfu bandalagsins. Nú þegar EFTA-ríkin bætast í hópinn og mynda Evrópska efnahagssvæðið á að bæta enn við í fjármagnsútvegun fyrir fátækari ríkin til þess að bæta stöðu þeirra. Ekki er víst að þetta takist og raunar er hægt að benda á Ítalíu sem dæmi um að ekki sé líklegt að það takist. Allt frá stríðslokum hefur gífurlegum fjárfúlgum verið ausið í Suður-Ítalíu í þeim tilgangi að efla hagvöxt þar og jafna lífsskilyrði í landinu. Þetta hefur mestmegnis verið í formi fjárfestingarstyrkja. Niðurstaðan eftir öll þessi ár er að bilið milli Nortður- og Suður-Ítalíu eykst fremur en hitt. Að mati sumra eiga EFTA-nkin nú að bætast í hóp þeirra sem taka þátt í að veita fé sem nýtist mjög illa og fer að einhverju leyti í hendur mafíunnar. SAMGÖNGUR Ein meginaðferð til þess að hafa áhrif á hagþróun innan bandalagsins eru samgöngubætur. Á mynd 4 má sjá hvaða framkvæmdir eru framundan í að bæta net hraðlestanna en úrbætur í höfnum, vegum og fjarskiptum munu ennfremur verða stórstígar. Að vísu er það álit margra að of mikil áhersla muni á næstu árum verða lögð á samgöngur austur- vestur innan álfunnar, til þess að nýta möguleika sem til hafaorðiðviðopnunAustur-Evrópu.Þámánefnaviðamikil samgönguverkefni sem framundan eru til að tengja banda- lagið við svæðin norðan og austan þess. Danir eru að byggja brú og jarðgöng til að Stórabelti verði ekki lengur farartálmi milli Sjálands og Fjóns. Þá standa fyrir dyrum framkvæmdir til að brúa Eyrarsund og Fememsund milli Lálands og Þýskalands. Enn stærri í sniðum er Eystra- saltstengingin, sem að vísu gengur undir mismunandi nöfnum. Talað er um tengingu milli Hamborgar og St. Pétursborgar eða jafnvel alla leið til Helsinki, hraðbraut og jámbraut sem tengdi Eystrasaltslöndin og Rússland við Vestur-Evrópu. Víst er að slíkar framkvæmdir munu breyta Evrópukortinu varanlega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.