AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 50
Líkan.
TILLAGA TIL FREKARI SKOÐUNAR
Höfundar: Gísli Halldórsson, arkitekt, Halldór
Guömundsson, arkitekt, Ragnar A. Birgisson,
arkitekt, og Bjarni Snœbjörnsson, arkitekt.
Samstarf: Ásmundur H. Sturluson, arkitektanemi.
Tillagan er að ýmsu leyti mjög góð, m.a. nýting útivistar-
svæða og fyrirkomulag bflastæða og húsa á eystri hluta
svæðisins, en hún tekur ekki nægilegt tillit til landhalla á
vestari hlutanum. í tillögunni er ákveðinn ferskleiki og
hún ber vott um viðleitni höfundar til nýsköpunar í
skipulagi. Húsagerð er flókin og planlausnir íbúða óraun-
hæfar.
Tillagan er ein af þrettán, sem dómnefnd taldi koma sér-
staklega til álita í 2. þrep samkeppninnar.
MARKMIÐ
Að fella íbúðarbyggð inn í landslag og umhverfi, þannig
að samspil byggðar og náttúru sé sem eðlilegast.
Að halda því landslagi sem fyrir er eins og kostur er,
mynda samtengd opin svæði sem nýtast til útivistar og
leikja.
Að skapa fjölbreytta og líflega íbúðabyggð en þó með
vissa hagkvæmni í huga.
Að tengja svæðið markvisst við nærliggjandi þjónustu- og
útivistarsvæði, gerð er tillaga um beina sjóntengingu við
skúlptúrgarð.
Hverfin sem verða til sitt hvorum megin klapparrimans
mynda samstíga heild óreglulegra klasa sem undirstrika
og gæla við náttúru svæðisins. Margbrey tileiki náttúrunnar
er kveikjan að hinu líflega yfirbragði byggðarinnar bæði
hvað varðar skipulag svæðisins og útfærslu hugmynda um
hönnun bygginga og gatna. Mikil fjölbreytni er í ásýnd
hverfisins sem skapast af vissri óreglu í innbyrðis
staðsetningu húsa og endurspeglar hún náttúru svæðisins.
Þetta gefur íbúðum mikil gæði varðandi umhverfi og
útsýni.
Klapparriminn tengist opnum svæðum sem myndast á
milli íbúðarklasa, þannig flæðir náttúran inn í hverfin sem
að sama skapi tengjast hinu friðlýsta svæði á afar mildan
hátt. Náttúra og byggð vefjast saman og verður mikið
útivistarsvæði með góðum innbyrðis tengslum, útsýni yfir
borgina og sundin og sjónrænum tengslum við skúlptúrgarð
vestan nágrannabyggðar.
Hin opnu svæði eru hönnuð sem opnir garðar með aðstöðu
til leikja fyrir böm og útiveru fyrir fullorðna, sameignlega
gri 1 laðstöðu, möguleika á skokki, skíðagöngu og sólböðum.
Reiknað er með vissri samnýtingu á milli svæða.
Göngustígar tengja hverfin saman innbyrðis og tengja þau
vel við ytri umhverfi, s.s.skóIa,verslanirogútivistarsvæði.
Umferð ökutækja innan svæðisins fer fram um vistgötur
sem vefjast um byggðina, enn með margbreytileika
náttúrunnar að Ieiðarljósi. Götur þessar em allar lokaðar
fyrir gegnumakstri og reynt er að gera umferðarsvæðið
þannig úr garði að vægi gangandi vegfarenda og bama að
leik verði sem mest, - akbraut og gönguleiðir liggja í sama
plani, aðeins lágir pollar mynda mörkin á milli, - eðlilegt
framhald göngustíga er markað í akbraut.
Aðkoma að öllum húsum er úr norðri/norðaustri sem gerir
það að verkum, að öll hús fá góða suður-/suðvesturgarða.
48