AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 72

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 72
VAL A RAÐGJOFUM Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur nýlega gefið út leiðbeiningar um val á ráðgjöfum. Þessar leiðbeiningar voru gefnar út af FIDIC, Alþjóðasamtökum ráðgjafarverkfræðinga en hafa nú verið þýddar á íslensku til þess að verkkaupar og ráðgjafar geti á auðveldan hátt kynnt sér alþjóðlegar venjur sem tíðkast í þessum efnum. Lagt er til að í beinu áframhaldi af þessari þýðingu komi hlutaðeigandi sér saman um hnitmiðaðar leiðbeiningar sem þjóni íslenskum aðstæðum best. Þessu riti hefur nú verið dreift til helstu verkkaupa hér á landi og hægt er að fá það endur- gjaldslaust hjá Félagi ráðgjafarverkfræðinga. I inngangi ritsins segir eftirfarandi: INNGANGUR Val á ráðgjafa er ein þýðingarmesta ákvörðun, sem verk- kaupar þurfa að taka. Að njóta ráðgjafar færustu og reynd- ustu sérfræðinga, sem völ er á hverju sinni, er oftast forsenda þess, að vel takist til með tiltekið verk. Ríki gott og gagnkvæmt traust milli verkkaupa og verk- fræðiráðgjafa hans næst bestur árangur við úrlausn verkefna. Astæðan er sú, að ráðgjafarverkfræðingur þarf sífellt að taka ákvarðanir með hagsmuni viðskiptavinar síns að leiðarljósi. Þess vegna er heillavænlegast að notuð sé aðferð við val á ráðgjafa, sem leiðir til þesss að gagn- kvæmt íraust ríki milli þessara aðila. Tvö meginatriði þarf að hafa í huga, þegar ákveðið er hvaða aðferð á að beita við val á ráðgjafa: Þar sem sjaldnast er unnt að skilgreina nákvæmlega h vemig vinna á verkið fagmannlega, getur reynst örðugt, og jafnvel útilokað, að byggja sanngjamt val á tilboðum. Það er að segja, snúist samkeppnin um verð má búast við, að ráðgjafamir innifeli mjög mismunandi þjónustu í tilboðum sínum. Þó hægt sé að skrifa verklýsingu á framkvæmd verka, er mjög erfitt að lýsa því hvemig verkfræðiráðgjafi á að vinna. Þessi vandi stafar af því að ekki er unnt að mæla eða magnbinda þætti eins og umfang rannsókna, athuganir á ólíkum valkostum eða gæði hönnunar svo eitthvað sé nefnt. Hver þáttur er ekki aðeins háður tækni og aðferðum við lausn verkefnis, heldur einnig sérfræðiþekkingu, reynslu, mati, sköpunarhæfni og hugmyndaflugi þeirra verkfræðinga og annars tækniliðs, sem vinna við verkið. Árangursrík þjónusta verkfræðiráðgjafa grundvallast á að vel hæft fólk hafi nægan tíma til verksins. Þess vegna á ekki að nota aðferð við val sem þrýstir greiðslum fyrir þjónustu svo langt niður, að ráðgjafi geti ekki falið hæfu fólki að leysa verk á eðlilegum tíma. Lág þóknun leiðir til lakari lausnar og gæða í þjónustu, vegna þess að notaður er minni tími til verksins eða óreyndur starfskraftur. Það er því síður en svo trygging fyrir lægri heildarkostnaði verks, að verja minna fé til verkfræðiráðgjafar. Ofullnægjandi verkfræðivinna leiðir oft til aukins byggingar- og rekstrar- kostnaðar, sem nemur miklu meim en það sem sparast í þóknun til ráðgjafa. 70 VÆGI ÞÓKNUNAR í VALI Á RÁÐGJAFA Að líkindum munu fáir verkkaupar velja sér ráðgjafa eingöngu út frá upphæð þóknunar, þar sem augljóst er að fullnægjandi og góð þjónusta er háð hæfni, getu og reynslu. Sumsstaðarerbannað aðveljaverkfræðiráðgjafaeinungis ágrundveiliþóknunar, þarsem augljósteraðfullnægjandi og góð þjónusta er háð hæfni, getu og reynslu. Sá vandi, sem verkkaupi stendur frammi fyrir, felst í að meta hvort vegur þyngra, þóknun eða gæði, og hve mikið tapast af gæðum tæknivinnu og gagnkvæmu trausti með því að kaupa ódýra þjónustu. Þó að notaðar séu aðferðir sem góð reynslahefurfengistaf við val á ráðgjafa, og sem byggjast á hæfni, reynslu og áreiðanleika ráðgjafans, þá er oft þrýst á að verkfræðiráðgjafar keppi um verð. I sumum löndum er stjórnunarlegur þrýstingur á verkkaupa að taka alltaf lægsta boði. Skýringin er sú að útboð er oft besta leiðin við kaup á búnaði og vörum, þar sem hægt er að skilgreina kröfurnar nákvæmiega. En þessari aðferð hefur einnig verið beitt við kaup á verkfræðiþjónustu, án tillits til þess hve erfitt er að lýsa fyrirfram flestum ráðgjafarstörfum. Verkkaupi er stundum undir félagslegum og jafnvel lagalegum þrýstingi að velja ráðgjafa með útboði til að takmarka misferli. En því miður er það svo að flestar leiðir við val má misnota á einn eða annan hátt. Besta leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að kalla ti 1 dómnefnd á breiðum grundvelli um valið, jafnvel með aðstoð óháðra ráðgjafarverkfræðinga, og að nota þær aðferðir sem ky nntar eru í þessum leiðbeiningum. Ymsar aðferðir hafa verið viðhafðar við val af þessu tagi, er taka mið af þóknun snemma á valferlinum. En þegar þóknun er orðin ákvarðandi þáttur í vali er hins vegar hætt við að hún fari að ráða mati á öðrum þáttum, sem sumir hverjir hafa mun meiri áhrif á heildarkostnað en sem nemur spamaði í faglegri ráðgjöf. HÆFNISVAL Sú aðferð, sem sameinar öll sjónarmið, er hæfnisval. Það er að segja, verkkaupinn velur sér verkfræðiráðgjafa m.t.t. tæknilegrar getu, stjómunarhæfni, aðfanga (mannafla og tækja), faglegs sjálfstæðis, sanngjarnrar þóknunar, áreiðanleika og gæðaeftirlits. Mælt er með eftirfarandi leið við val á ráðgjafa: skilgreina eins nákvæmilega og unnt er hvers konar þjónustu er óskað eftir tilnefna þau fyrirtæki, sem koma helst til greina velja það fyrirtæki úr, sem virðist henta best ræða umfang verksins við stjómendur þess fyrirtækis, sem valið var, og semja um skilmála og þóknun. Með því að styðjast við Hvítu bókina „FIDIC's Client/ Consultant Model Services Agreement - The White Book“ -er hagsmunum verkkaupa og ráðgjafarverkfræðinga best gætt þegar gengið er frá samningum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.