AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 52
Líkan.
TILLAGA TIL FREKARI SKOÐUNAR
Höfundar: Aöalsteinn Snorrason, arkitekt, Egill
Már Guömundsson, arkitekt, Pétur Bolli
Jóhannesson, arkitekt, og Þórarinn Þórarinsson,
arkitekt.
Ráögjöf: Verkfrœðistofa Stefáns og Björns h.f.
Skipulagshugmyndin er skýr og aðlögun að landi góð.
Hugmynd um heimareiti er athyglisverð. Tengsl byggðar
við útirými eru góð. Góðar planlausnir íbúða, en íbúðir
óhagkvæmar. Aðlaðandi tillaga, en úrvinnslu ábótavant.
Tillagan er ein af þrettán, sem dómnefnd taldi koma
sérstaklega til álita í 2. þrep samkeppninnar.
MARKMIÐ
Markmið þessarar tillögu er að mynda heildstætt hverfi
félagslegra íbúða, sem stuðlar að velferð íbúanna, góðum
mannlegum samskiptum og fögm umhverfi. Að mynda
umhverfi sem veitir bömum svigrúm til að una við leiki og
störf undir yfirsýn aðstandenda nærri heimilum sínum, á
öruggum leiksvæðum. Nýta landgæði svæðisins með tilliti
til fjölbreytilegs landslags, sólar og útsýnis. Tengja
byggðina saman um græna svæðið á Gufunesás og virkja
það sem hluta af hverfinu. Nota trjágróður sem snaran þátt
í skjól- og rýmismyndun. Gönguleiðir til skóla, útivistar-
og leiksvæða verði greiðar og öruggar og umferðarkerfi
einfalt og aðgengilegt.
Sameina skal í íbúðum gæði, fjölbreytni og hagkvæmni í
byggingu. Gera íbúðimar þannig úr garði að fjölskyldum
gefist kostur á að vinna saman innan heimilis, að íbúar séu
þátttakendur í samfélagi nágranna og að sem flestar íbúðir
geti notið útsýnis. Reyna að haga skipulagi hverfisins
þannig að áfangaskipting sé auðveld, að samsetning íbúa
sé sveigjanleg og geti þannig mætt breytilegum þörfum
fyrir mismunandi íbúðargerðir á hverjum tíma.
50