AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 13
EIRIKUR ÞORBJORNSSON formaöur TFI
*
TGÁFUMÁL
Tæknifræðingafélag Islands bindur mikla
vonir við samstarfið við VFI og Gest
Ólafsson arkitekt um útgáfu þessa blaðs.
Eins og flestum er kunnugt hafa VFI og
TFI staðið sameiginlega að útgáfu Verktækni um nokkurra
ára skeið og hefur það samstarf gengið með ágætum. Að
auki hafa félögin staðið að útgáfu annarra rita eins og
fréttabréfa þar sem fréttir úr starfi félaganna hafa komið
fram og tilkynningar frá stjóm eða kjarafélögunum verið
birtar. Milli TFÍ og VFÍ hefur verið rætt um nánara
samstarf í útgáfumálum og hugmyndir verið uppi um
sameiginlegt fréttabréf. Rétt að kanna alla möguleika á
samstarfi t útgáfumálum milli arkitekta, tæknifræðinga og
verkfræðinga og samnýta kraftana þar eins og annarsstaðar
í rekstri þessara félaga. Markhópur upplýsinganna er á
flestum sviðum sá hinn sami og hann þarf að fylgjast með
því hvað er að gerast hjá hinum.
ATVINNU- OG MENNTAMÁL
Atvinnuleysi meðal tæknifræðinga hefur verið í lágmarki
undanfarin ár en nú er að verða breyting á. Nú er svo komið
að 5-10 tæknifræðingar eru á atvinnuleysisskrá í hverjum
mánuði hjá félaginu. Fjöldi skráðra segir ekki alla söguna
því algengt er að tæknifræðingar vinni sem iðnaðarmenn
þar sem flestir þeirra hafa iðnnám sem grunnmenntun.
Þessir aðilar eru ekki skráðir atvinnulausir af augljósum
ástæðum þótt þeir hafi ekki vinnu sem hæfir þeirra
framhaldsmenntun. Félagið hefur ekki haft þessa aðila á
skrá yfir atvinnulausa en nokkuð algengt er að þeir leiti til
félagsinseftirvinnu. Semlið íendurskipulagningufélagsins
er unnið að breytingum á félagatalinu með það fyrir augum
að skrá alla útskrifaða tæknifræðinga á landinu. Þetta er
mikilvægt á tímum samdráttar í þjóðfélaginu því oft hefur
verið þörf á að halda hópinn en nú er nauðsyn.
Mikið hefur verið rætt og ritað um þörfina fyrir nýsköpun
en minna framkvæmt. Það væri áhugavert að láta gera
úttekt á því hverjir hafa verið frumkvöðlar í atvinnuskapandi
hugmyndum og staðið að nýsköpun á Islandi undanfarin
ár. Mig grunar að iðnaðarmenn og tæknifræðingar hafi
komið þar mikið við sögu. Sú grunnmenntun sem flestir
tæknifræðingar hafa sem iðnaðarmenn hefur verið gott
veganesti út í atvinnulífið eftir 3 til 5 ára nám á háskólastigi.
Okkur ber að styrkja iðnmenntun í landinu með öllum
tiltækum ráðum og skapa þannig grunninn að vel
menntuðum einstaklingum með alhliða verkþekkingu sem
nýtist þeim við að skapa sér og öðrum störf, þjóðinni allri
til heilla.
Það hefur verið einkennileg umræða um menntamál meðal
ráðamanna þjóðarinnar að undanförnu. Það á að draga úr
aðgangi að langskólanámi með fjöldatakmörkunum og
spara í skólakerfinu þegar mest þörfin er á að byggja upp
velmenntaða einstaklinga til að skapa hér viðunandi
lífskjör og finna nýjar leiðir í atvinnuskapandi tækifærum.
Þessari umræðu verður að snúa við og taka stefnuna á móti
svartsýnistali með uppbyggjandi umræðu um möguleika
okkar í landi allsnægtar. Menntakerfið þarf að styrkja og
þar með talið iðnnám, sem hefur orðið útundan í kerfinu,
en ekki minnkamenntastig þjóðarinnar með takmörkunum
til náms og niðurskurði.
A samdráttartímum er einnig mikilvægt að styrkja stoðir
undir endurmenntun og símenntun. TFI hefur lagt sitt af
mörkum í þessum málum með því að standa að stofnun og
starfsemi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands ásamt
VFÍ, BHM, Háskóla íslands og Tækniskóla íslands. Þar er
unnið mjög mikilvægt starf í að bjóða góða endurmenntun
á viðráðanlegu verði.
FEANI
Með tilkomu EES-samnings og sameiginlegs vinnu-
markaðar í Evrópu verður nauðsynlegt að skilgreining
menntunarstigs sé þannig úr garði gerð að samræmi sé
milli landa og menntun í einu landi sé viðurkennd í öðru.
Markmið FEANI, samtaka verk- og tæknifræðingafélaga
í Evrópu, er m.a. að vinna að aukinni samheldni stéttarinnar
og styrkja ímynd hennar. Samtökin standa að útgáfu s.k.
EUR-ING skírteinis til þeirra sem hafa verk- eða
tæknifræðingamenntun frá viðurkenndum skóla og a.m.k.
3 ár á háskólastigi og minnst 2ja ára starfsreynslu eftir
útskrift. Þessi skírteini verða mikilvæg þegar landamæri
eru að hverfa. Ég bind miklar vonir við samstarfið innan
FEANI og vona að samtökunum hlotnist styrkur til að
sameina stéttina til frekari dáða.
ENDURSKIPULAGNING Á STARFSEMI TFÍ
Stjóm TFÍ ákvað í lok síðasta árs að gera nokkrar breytingar
á rekstri með það að markmiði að félagið yrði að nýju
vettvangur allra tæknifræðinga í landinu. Það em alltof
margir tæknifræðingar sem standa utan félagsins og við
viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sameina þá
í TFI að nýju. I félaginu eru um 550 tæknifræðingar, í
landinu eru um 950 með þessa menntagráðu. En hverju
þarf að breyta og hvað heldur mönnum frá? Þessu er ekki
einfalt að svara án þess að byggja svörin á viðhorfskönnun
allra tæknifræðinga. Stjórnin hefur ákveðið að gera
breytingar sem hún telur að komi til móts við þarfimar og
þær athugasemdir sem okkur hafa borist í félagsstarfinu.
Við ætlum að spara í rekstri og halda árgjöldum í lágmarki,
taka upp fasta málfundi tvisvar í mánuði í hádeginu á
mánudögum, vinna að því að fá aðgang að sumarhúsum
fyrir félagsmenn og semja um ýmis hlunindi fyrir tækni-
fræðingaífélaginu.Þessarbreytingarkomatilframkvæmda
á næstu mánuðum og þegar hefur verið gripið til
sparnaðaraðgerða og einföldunar í rekstri skrifstofunnar.
Hversu mikið árgjöldin munu breytast kemur ekki í ljós
fyrr en fjárhagsáætlun næsta árs verður lögð fram á
11