AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 27
SAMKEPPNI UM SKIPULAG OG FÉLAGSLEGAR EIGNARÍBÚÐIR í BORGAHVERFI Undanfarin ár hafa verið uppi hugmyndir um, að áhugavert væri að efna til hug- myndasamkeppni um félagslegar eignar- íbúðir (verkamannabústaði), þar sem höfuðáhersla væri lögð á vandaðar og góðar íbúðir, sem jafnframt væru hagkvæmar í framleiðslu. A fundi Húsnæðisnefndar Reykjavíkur 19. júní 1991 var samþykkt að efna til samkeppni um u.þ.b. 150 félagslegar eignaríbúðir á svæði, sem Reykjavíkurborg hafði gefið fyrirheit um í Borgahverfi. Erindi var sent borgarráði, þar sem óskað var eftir samþykki borgarráðs á slíkri samkeppni. Erindi Húsnæðisnefndar var samþykkt á fundi borgarráðs 25. júní sl. og veturinn 1991 -1992 efndi síðan Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur í samvinnu við Borgarskipulag Reykjavíkur og Arkitektafélag Islands til tveggja þrepa samkeppni um félagslegar eignaríbúðir í Borgarholti II, Borgahverfi. DÓMNEFND SKIPUÐU: Tilnefnd af Húsnæðisnefnd Reykjavíkur: Hafdís Hafliðadóttir, arkitekt FAI, Borgarskipulagi Reykjavíkur, formaður. Hilmar Guðlaugsson, múrari, formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Ríkarður Steinbergsson, verkfræðingur, framkvæmdastjóri Hús- næðisnefndar Reykjavíkur. Tilnefnd af Arkitektafélagi íslands: Pétur H. Ármanns- son, arkitekt FAÍ. Valdís Bjamadóttir, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar var Ágúst Jónsson, lögfræðingur, skrifstofustjóri borgarverkfræðings og trúnaðarmaður dómnefndar Guðlaugur Gauti Jónsson, arkitekt FAÍ. TEGUND OG TILHÖGUN SAMKEPPNINNAR Ákveðið var að hafa samkeppnina í tveimur þrepum. Fyrra þrepið var opin hugmyndasamkeppni þar sem fyrst og fremst var leitað eftir hugmyndum keppenda um skipulag svæðisins, gerð bygginga og tengsl þeirra við opin svæði. Við lok fyrra þreps var öllum keppendum sent álit dómnefndar, en nafnleynd var ekki rofin fyrr en lokið hafði verið við að dæma síðara þrep samkeppninnar. Dómnefnd valdi 5 tillögur til þátttöku í síðara þrepi samkeppninnar, og þar unnu þátttakendur þessara tillagna frekar úr hugmyndum sínum með aðaláherslu á gæði og gerð íbúða, svo og hagkvæmni. LÝSING VERKEFNISINS Viðfangsefni þessarar samkeppni var skipulag íbúða- byggðar og hönnun félagslegra eignaríbúða fyrir Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. „Meginmarkmið er að ná fram sem bestri heildarlausn viðfangsefnisins, þar sem höfuðáhersla verður lögð á gott ytra umhverfi, vandaðar íbúðir og samspil þessara tveggja þátta. Áhersla er jafnframt lögð á hagkvæmni í framleiðslu. Þar sem útbjóðendur eru háðir fjármögnun úr félagslega íbúðakerfinu, er óraunhæft að gera ráð fyrir einbýlishúsum á svæðinu sökum kostnaðar. Keppendur eru hvattir til að leita nýrra leiða í mótun þéttrar byggðar og þróun íbúða- gerða. Miklu skiptir, að útfærsla opinna svæða og hálf- opinberra(semi-public) rýmahvetjitiljákvæðrafélagslegra samskipta og betra mannlífs". FRAMKVÆMD SAMKEPPNINNAR OG DÓMUR Skilafrestur samkeppnistillagna hafði verið ákveðinn 26. febrúarl992, en að ósk keppenda var hann framlengdur til 11. mars. 38 tillögur bárust, þar af var ein tillagan dregin til baka áður en störf dómnefndar hófust. Allar innsendar tillögur uppfylltu skilyrði keppninnar. I mati sínu á einstökum tillögum lagði dómnefnd til grundvallar eftirfarandi sjónarmið, sem tilgreind voru í keppnislýsingu: 1. Heildarlausn frá sjónarmiði skipulags og byggingar- listar. 2. Hugkvæmni og nýsköpun í mótun þéttrar byggðar og þróun íbúðagerða. 3. Aðlögun byggðar að staðháttum, náttúru og umhverfi. 4. Fyrirkomulag útirýma, þ.m.t. tengsl leiksvæða við íbúðir, aðkoma, fyrirkomulag bflastæða og bflageymslna, göngutengsl, skjól og skugga- myndun. 5. Gæði íbúða með tilliti til aðkomu, fyrirkomulags, húsdýptar, birtu og útsýnis. 6. Hagkvæmni úrlausnar, m.a. með tilliti til kostnaðar og uppbyggingar. Margir tillöguhöfundar settu fram áhugaverðar hugmyndir, sem orðið gætu verðugt framlag til þróunar húsgerða og mótunar þéttrar byggðar hér á landi. Það olli dómnefnd þó vonbrigðum hversu fáar tillögur settu fram heildarlausn, sem uppfyllti væntingar um samspil nýsköpunar og hagkvæmnisjónarmiða. Alls voru þrettán tillögur teknar til nánari skoðunar. Af þeim valdi dómnefnd fimm tillögur til frekari útfærslu og aðrar þrjár sem athyglisverðar: Störfum dómnefndar við fyrra þrep samkeppninnar lauk 27. maí 1992 og sendi trúnaðarmaður öllum keppendum álit hennar. Höfundum þeirra 5 tillagna, sem valdar höfðu verið til áframhaldandi keppni, var send keppnislýsing síðara þreps. Við mat úrlausna á síðara þrepi lagði dómnefnd til grundvallar sömu sjónarmið og í dómi fyrra þreps, þó með aukinni áherslu á gæði íbúða og hagkvæmni úrlausna. Það var samhljóða niðurstaða dómnefndar, að tvær af fimm tillögum síðara þreps uppfy lltu á sannfærandi hátt markmið samkeppninnar um samspil nýsköpunar og hagkvæmni í heildarlausn. I hinum þremur tillögunum var að finna áhugaverðar lausnir á einstökum þáttum viðfangsefnisins, en að mati dómnefndar vantaði herslumun á að heildarlausn þeirra uppfyllti væntingar um niðurstöðu síðara þreps. Heildarverðlaununum að upphæð 5,5 millj. króna var skipt jafnt á milli allra þátttakenda í síðara þrepi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.