AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 85

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 85
ÞAÐ ER ERFITT AÐ GEFA ARKITEKTUM HEILRÆÐI viötal viö Gísla Halldórsson arkitekt Gísli Halldórsson er einn af elstu starfandi arkitektum hér á landi. Hann er fæddur á Kjalamesi, en fluttist eins árs gamall ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur og hefur búið þar og starfað síðan. Gísli stundaði nám í arkitektúr við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn, þaðan sem hann lauk prófi árið 1947. Þá þegar hafðihannrekið teiknistofu í Reykjavík í félagi við aðra um árabil. En vegna stríðsins varð hann að gera hlé á námi. Gísli er enn í fullu starfi sem einn af eigendum Teiknistofunnar Ármúla 6 í Reykjavík. Á þeim liðlega 50 árum, semhann hefur rekið teiknistofu, hafa miklar breytingar átt sér stað í íslensku þjóðfélagi. Geysilegar tækniframfarir hafa orðið og ekki síst innan byggingar- iðnaðarins. Gísli hefur fylgst af áhuga með þróuninni og lagt sinn skerf til byggingamála allt frá því að hann hóf nám í trésmíði fyrir rúmum 60 árum. „Ég byrjaði að læra trésmíði 1930 og lauk sveinsprófi eftir fjögurra ára nám. Árið 1935 sigldi ég til Kaupmannahafnar til að halda áfram námi í byggingarlist. Ég byrjaði á svokölluðum byggingameistaraskóla sem var fjögurra ára nám en það var hliðstætt tæknifræðinámi í dag. Það var litið á það nám sem ágætis forskóla fyrir „akademíið” eða listaháskólann. Á þessum tíma fóru flestir íslenskir námsmenn til náms í Kaupmannahöfn en þó voru þeir famir að dreifast víða um Evrópu. Þarna voru mjög margir Islendingar við nám á millistríðsárunum, en það voru einungis fimm við nám í arkitektúr. Einnig höfðu örfáir lokið námi í faginu og voru farnir heim. Það voru vissir erfiðleikar fyrir mig að ljúka námi. Þannig var, að ég var að mestu leyti í Kaupmannahöfn frá 1935 til 1940, að undanskildu einu sumri. Ég var búinn með skólann vorið 1940 og ætlaði heim í sumarfrí. Þá var stríðið skollið á. Ég ætlaði heim með Gullfossi 10. apríl, en daginn áður hertóku Þjóðverjar Danmörku, þannig að ég komst hvergi. Ég var eiginlega á götunni fram í september, en þá var Esjan send að heiman til að sækja íslendinga. Ég hafði sent allan farangur heim um vorið, þannig að það var ekki um annað að gera fyrir mig en að halda áætlun og fara heim. Ég var þá ekki búinn að ljúka prófi og lauk því ekki fyrr en 1947, eða rétt eftir að stríðinu lauk. I millitíðinni eða árið 1940 hafði ég sett upp teiknistofu hér ásamt Sigvalda Thordarsyni. Það var líkt á komið með honum og mér, að hann hafði flosnað upp frá námi vegna stríðsins og gat heldur ekki lokið prófi fyrr en eftir stríð. Á þessum árum var nýstofnað Húsameistarafélag íslands, en síðar var nafninu breytt, um 1950 í Arkitektafélag Islands. Þá munu hafa verið starfandi um 10 arkitektar í landinu. Þegar við komum heim var ekki um auðugan garð að gresja. Við ætluðum að sjálfsögðu að fá vinnu hjá einhverjum arkitekt, en það hafði enginn neitt að gera, ekki einu sinni húsameistari ríkisins, enda höfðu ekki verið byggðar nema 25 íbúðir árið 1940. Kreppan var í algleymingi og stríðslætin ekki byrjuð hérheima. Svo það var ekki annað að gera fyrir okkur en að setja upp teiknistofu. Þó að lítið væri að gera, var betra að reyna að gera eitthvað þar en að gera ekki neitt. Síðan fór þetta vaxandi, þannig að við fengum fljótlega eitt eða tvö hús til að teikna og vorum ánægðir með það til að byrja með. Upp úr árinu 1941 fór vinna að aukast og varð yfirgnæfandi fyrir alla sem stunduðu húsateikningar öll stríðsárin.” Hvernig öflubuð þib verkefna? „Til að byrja með gekk maður helst til kunningjanna og reyndi að sannfæra þá um, að það væru góðir tímar fram undan til þess að fara að byggja. Það var þá mjög nýtt að hús væru teiknuð af arkitektum. Byggingameistararnir margir hverjir höfðu teiknað talsvert af húsum, en það var farið að minnka. Gömlu byggingameistaramir stóðu sig mjög vel. Húsin voru lítil og einföld, þannig að byggingamátinn var góður hjá þeim að mörgu leyti. Einkum átti þetta þó við um timburhúsin. En eftir að þessi nýja tækni, steinsteypan, var búin að ryðja sér til rúms á tíu árum, voru það aðallega arkitektar og tæknifræðingar sem teiknuðu megnið af húsunum. Þetta var á árunum 1941- 1948, þá var mikið byggt meðal annars Norðurmýrin og Hlíðarnar. I byrjun voru þetta aðallega íbúðarhús en síðan var talsvert um iðnaðarhúsnæði. Það þurfti að teikna frystihús vítt og breitt um landið, því þá var frystitæknin að ryðja sér til rúms. Einnig var mikið byggt af skólum og félagsheimilum. Eftir 1947 fór að draga úr framkvæmdum í Reykjavík og á landsbyggðinni og á árunum 1948-49 verður mikil stöðnun. Þá hafði verið sett á sérstakt Fjárhagsráð, til að takmarka allar framkvæmdir.” 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.