AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 102
A U G L Ý S
N G
ALGLUGGAR
O G
PLASTGLUGGAR
Veggir o g rennihurðir. Grennri prófílar, rúnnaðir
kantar. Allt að 10 mm gler.
R A U F O S S
Glugginn er spegill samtímans og áhorfandinn varpar
til baka þeirri túlkun sem hann upplifir. Sumum
hverjum þykir ekki síðra að horfa inn um glugga
heldur en út og þykjast oft sjá margt forvitnilegt á
kvöldgöngu um bæinn. En slíkt þykir víst frekar
ósiðlegt en þó viðurkennt í einstaka tilfellum. Sá sem
við þekkjum sjálfsagt best af þannig jólasveinum er
líklega sjálfur Gluggagægir og hermir sagan að hann
sjái best inn um glugga þá sem merktir eru Raufoss.
En á íslenskum gluggum mæðir jú annað og fleira en
gláp og eru þeir að öllum jafnaði undir miklu álagi.
Ekki síst vegna legu landsins en það ku vera staðsett
í einu mesta vindrassgati jarðarinnar. Það mæðir því
mikið á gluggum okkar þegar vetraróveðrin geysa
eða í blessuðu sumarslagviðrinu.
Það er þó annað byggt ból sem getur státað af svipuðu
veðurfari ef ekki verra en því sem við búum við, en
það er Vesturströnd Noregs. En þar eru einmitt
Raufoss gluggakerfin hönnuð og framleidd og er það
engin tilviljun, því gluggar þar verða að standast þær
kröfur sem veðurguðimir og húseigendur gera.
Fleiri tegundir Raufoss kerfa eru nú komnar á
markaðinn, fáanlegar bæði úr áli og plasti, með
rofinni kuldabrú og tvöföldum þéttingum. Ennfremur
ýmsar útfærslur á álprófflum fyrir nýbyggingar og til
við-halds gamalla bygginga. Gluggana er hægt að fá
með eða án glers og eru gerðar áætlanir og tilboð sem
innihalda heildarkostnað á efni og vinnu. Einnig er
séð um fullt viðhald á eldri byggingarhlutum úr áli.
Það má geta þess, að í vetur gekk Raufoss Aluminum
inní Norsk Hydro, sem þýðir að nú er boðið uppá
stóraukið úrval prófíla. Rétt er að vekja athygli á því
að við útvegum allar gerðir af gleri fyrir mismunandi
verkefni.
Gluggi er ekki bara gluggi, heldur einnig oft veggur
eða þak.
Hönnunarfrágangur Raufoss er allur hinn fágaðasti
og em glerveggir t.d. eins og verslunarframhliðar
mjög áferðarfallegar og em framleiddar bæði sem
útveggir og einnig sem inniskilrúm innan stærri rýma
eins og í Kringlunni.
Hönnun og frágangur Raufoss hafa hentað
Islendingum vel í gegnum árin og geta ótal byggingar
hér á landi státað af Raufoss gluggakerfum.
Það er ekki auðvelt að vera gluggi á
íslandi i
HÚSEIGENDAÞJÓNUSTAN S.SIGURÐSSON HF. Sími 91-670 780 Fax 91-670 782