AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 86
Bakhlið áhorfendastúkunnar við Laugardalsvöllinn. Listaverk eftir Gest Þorgrímsson og Sigrúnu Guðjónsdóttur.
Hvaða áhrif hafði stríðið á byggingarlist
og tækni?
„Stríðið hafði mikil áhrif á byggingatæknina. Fyrir stríð
hafði steypa verið hrærð í höndum á trébrettum. Nokkrir
stærstu meistaramir vom að vísu komnir með vélar, sem
hægt var að hræra í steypu á staðnum og hífa hana upp.
Fram til 1935 hafði steypan mest verið hífð upp með
handkrafti. Þetta gekk hægt en þó vel. Það var algengt
að byrjað var að byggja hús í apríl og lokið við þau
rétt fyrir jól til þess að fólk gæti flutt inn. Þannig að
hraðinn í byggingarmáta hefur ekki aukist síðan þá, þrátt
fyrir alla vélvæðinguna. Þessi stórtæku tæki sem við
notum núna komu mikið með hemum.
Eftir þetta lögðust timburhúsin af að verulegu leyti, og það
var farið að steypa allt. Þau komu svo ekki aftur fyrr en
löngu seinna þegar einingaverksmiðjur fara að rísa og þá
voru þau byggð í verksmiðjum, sem einingahús. Þetta var
þróun sem átti sér stað í stríðinu og upp úr því á Norður-
löndunum. Það byrjaði hér með því að það var flutt inn
dálítið af slíkum húsum frá Svíþjóð og Noregi. Upp úr því
er farið að byggja einingahús hér heima og hafa þau síðan
risið víða um landið.”
Hvernig var samvinna hönnu&a, tækni-
manna og handverksmanna á þessum
árum?
„Það var allt miklu einfaldara vegna þess að yfirsmiðimir
kunnu vel til verka. Þeir komu oft til arkitektanna og vildu
vera með í ráðum. Arkitektamir teiknuðu að sjálfsögðu
húsin og réðu því mesta í útliti en þegar inn í húsin kom
84
vildu meistararnir fá að vera með. Samvinnan var
persónulegri við meistarana en hún er núna. Þeir voru þá
oft og tíðum umboðsmenn eigandans. Núna hefur maður
meiri viðskipti við sjálfan eigandann. Þá var gert tiltölulega
lítið af sérteikningum, þó óskuðu meistaramireftir því, að
hafa meiri hönd í bagga en nú er. Enda var það svo að þeir
smíðuðu oft allar innréttingar á eigin verkstæði. Innrétt-
ingamar gátu þá tekið nokkurt mið af því hvaða vélakost
og verkfæri hver meistari hafði. En það þótti sjálfsagt að
meistarinn smíðaði innréttingamar. Það var ekki fyrr en
upp úr stríði, að eigendurhúsahöfðu meira um samvinnuna
við arkitektinn að segja. Þó var að sjálfsögðu einstaka
maður sem hafði sínar meiningar og vildi hafa arkitektinn
fyrir sjálfan sig og ræða við hann.”
Þannig að vinnulagið hefur breyst?
„Ég er búinn að reka sjálfstæða teiknistofu núna í 52 ár og
vinnulagið hefur að sjálfsögðu breyst mjög mikið.
Upphaflega var ég við teikniborðið eins og allir arkitektar
gera. Vann þar frá morgni til kvölds. Þegar það var dálítið
umleikis að gera, þá vann ég við að teikna upp á daginn,
en á kvöldin hafði ég sérstaka ánægju af því að vinna við
að skitsera upp hugmyndir sem ég ætlaði að vinna með
daginn eftir. Síðan var ég við skriftir eitthvað líka. Þetta
hefur allt saman þróast í þá átt, að maður situr meira við
skriftir og stjómun, gerir kannski svolítið af skitsum og
tillögum og leggur það til arkitektanna og samstarfs-
mannanna. Síðan er það að þróast meira í það að maður
situr á fundum, skrifar greinargerðir og rabbar við
samstarfsmenn sína um málið. En ég hef alltaf lagt mikið
upp úr því að ungir og góðir arkitektar, sem hafa komið hér
j