AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Qupperneq 86

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Qupperneq 86
Bakhlið áhorfendastúkunnar við Laugardalsvöllinn. Listaverk eftir Gest Þorgrímsson og Sigrúnu Guðjónsdóttur. Hvaða áhrif hafði stríðið á byggingarlist og tækni? „Stríðið hafði mikil áhrif á byggingatæknina. Fyrir stríð hafði steypa verið hrærð í höndum á trébrettum. Nokkrir stærstu meistaramir vom að vísu komnir með vélar, sem hægt var að hræra í steypu á staðnum og hífa hana upp. Fram til 1935 hafði steypan mest verið hífð upp með handkrafti. Þetta gekk hægt en þó vel. Það var algengt að byrjað var að byggja hús í apríl og lokið við þau rétt fyrir jól til þess að fólk gæti flutt inn. Þannig að hraðinn í byggingarmáta hefur ekki aukist síðan þá, þrátt fyrir alla vélvæðinguna. Þessi stórtæku tæki sem við notum núna komu mikið með hemum. Eftir þetta lögðust timburhúsin af að verulegu leyti, og það var farið að steypa allt. Þau komu svo ekki aftur fyrr en löngu seinna þegar einingaverksmiðjur fara að rísa og þá voru þau byggð í verksmiðjum, sem einingahús. Þetta var þróun sem átti sér stað í stríðinu og upp úr því á Norður- löndunum. Það byrjaði hér með því að það var flutt inn dálítið af slíkum húsum frá Svíþjóð og Noregi. Upp úr því er farið að byggja einingahús hér heima og hafa þau síðan risið víða um landið.” Hvernig var samvinna hönnu&a, tækni- manna og handverksmanna á þessum árum? „Það var allt miklu einfaldara vegna þess að yfirsmiðimir kunnu vel til verka. Þeir komu oft til arkitektanna og vildu vera með í ráðum. Arkitektamir teiknuðu að sjálfsögðu húsin og réðu því mesta í útliti en þegar inn í húsin kom 84 vildu meistararnir fá að vera með. Samvinnan var persónulegri við meistarana en hún er núna. Þeir voru þá oft og tíðum umboðsmenn eigandans. Núna hefur maður meiri viðskipti við sjálfan eigandann. Þá var gert tiltölulega lítið af sérteikningum, þó óskuðu meistaramireftir því, að hafa meiri hönd í bagga en nú er. Enda var það svo að þeir smíðuðu oft allar innréttingar á eigin verkstæði. Innrétt- ingamar gátu þá tekið nokkurt mið af því hvaða vélakost og verkfæri hver meistari hafði. En það þótti sjálfsagt að meistarinn smíðaði innréttingamar. Það var ekki fyrr en upp úr stríði, að eigendurhúsahöfðu meira um samvinnuna við arkitektinn að segja. Þó var að sjálfsögðu einstaka maður sem hafði sínar meiningar og vildi hafa arkitektinn fyrir sjálfan sig og ræða við hann.” Þannig að vinnulagið hefur breyst? „Ég er búinn að reka sjálfstæða teiknistofu núna í 52 ár og vinnulagið hefur að sjálfsögðu breyst mjög mikið. Upphaflega var ég við teikniborðið eins og allir arkitektar gera. Vann þar frá morgni til kvölds. Þegar það var dálítið umleikis að gera, þá vann ég við að teikna upp á daginn, en á kvöldin hafði ég sérstaka ánægju af því að vinna við að skitsera upp hugmyndir sem ég ætlaði að vinna með daginn eftir. Síðan var ég við skriftir eitthvað líka. Þetta hefur allt saman þróast í þá átt, að maður situr meira við skriftir og stjómun, gerir kannski svolítið af skitsum og tillögum og leggur það til arkitektanna og samstarfs- mannanna. Síðan er það að þróast meira í það að maður situr á fundum, skrifar greinargerðir og rabbar við samstarfsmenn sína um málið. En ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að ungir og góðir arkitektar, sem hafa komið hér j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.