AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 67
Mynd 2. Brúttó þjóðarframleiðsla ó mann.
bandalagsins og með fjárhagslegri þátttöku þess. í gegnum
slíkaáhrifaþætti mun stjórn Evrópubandalagsins takastað
hafa áhrif á stjómun mála sem annars eru á valdsviði
einstakra ríkja eða jafnvel héraða innan ríkja. Jafnframt
mun þeim að sjálfsögðu vera gert kleift að ráðast í
framkvæmdir sem þeim væri annars um megn. Þetta á að
sjálfsögðu að mestu leyti við um syðri og fátækari hluta
Evrópu.
BÚSETA OG ÍBÚAÞRÓUN
Evrópubúar eru orðnir fullorðnir en þeir sem yngri eru
eignast fá böm, mun fæmi að hlutfalli til en við Islendingar
sem erum allra þjóða frjósamastir í okkar heimshluta. Það
vekur ef til vill athygli sumra að jafnvel í hákatólskum
löndum Evrópu fæðast færri börn að tiltölu en hér á landi.
Ibúum Evrópubandalagsins mun ekki fjölga á næstu árum
nema miklum fjölda innflytjenda verði hleypt inn í
aðildarríki bandalagsins. Stöðu inála í þeim efnum hefur
verið lýst þannig að fyrir sunnan bandalagið, í Afríku,
standi 200 milljónir manna og horfi í norður en fyrir austan
það standi aðrar 200 milljónir og horfi í vestur. I samning-
unum um hið Evrópska efnahagssvæði er gert ráð fyrir því
að fólk hafi frelsi til að fara hvert á land sem er innan
svæðisins til þess að leita sér að vinnu. Reynslan hefur
aftur á móti sýnt að ekki er mikið um að fólk geri þetta,
hvorki milli landa eða milli héraða innan sama lands. Að
þessu leyti eru Evrópubúar mjög íhaldssamir. Þeir eru
frekar atvinnulausir á sínum stað en að þeir taki sig upp og
leiti sér að vinnu á fjarlægum slóðum.
íbúar Evrópubandalagsins eru 340 milljónir en það
landsvæði sem þeir byggja er 2,36 milljónir ferkílómetra.
Það þýðir að 145 íbúar eru um hvem ferkílómetra. íbúar
bandalagsins búa þannig mjög þétt. Verði af því að
Norðurlöndin fái inngöngu í bandalagið koma þangað inn
ríki þar sem búseta er verulega dreifðari en á því svæði sem
nú tilheyrir bandalaginu. Þetta er sýnt á mynd I. Ekkert
svæði innan bandalagsins nema skosku hálöndin býr við
dreifbýli í líkingu við það sem einkennir Norðurlöndin.
Ibúaþróunin mun hafa mikil áhrif á allt skipulag opinberrar
þjónustu í Evrópu á næstu árum. Opinber útgjöld vegna
málefna sem tengjast börnum munu minnka en þau sem
tengjast eldri borgurum aukast.
A næstu árum mun mannafli standa í stað eða minnka í
öllum löndum bandalagsins nema írlandi, en þar hefur
stöðugur brottflutningur reyndar haft áhrif til minnkunar.
Þetta hefur væntanlega jákvæð áhrif á hið mikla
atvinnuleysi sem einkennt hefur allt bandalagið.
HAGVÖXTUR
Ein meginástæða fyrir innri markaðinum sem á að verða
til um áramótin og á að ná til allra 19 aðildarríkja Evrópska
efnahagssvæðisins -ef af því verður, er að efla hagvöxt í
Evrópu
A mynd 2 sést hver er hin mismunandi þjóðarframleiðsla
á mann í héruðum Evrópu. A þessu korti sést að syðsti hluti
Evrópu er fátækastur og að það er um miðbikið þar sem
tekjureru mestar. Það sem ef til vill eröðruvísi en margur
hefði haldið að óreyndu er að það er á Norður-Italíu sem
65