AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 109
}
FJÖLSKYLDUGARÐUR í
LAUGARDAL
ÞÓRÓLFUR JÓNSSON
LANDSLAGSARKITEKT
Hinn 24. ágúst 1991 tók Markús Örn
Antonsson, borgarstjóri, fyrstu skóflu-
stunguna að Fjölskyldugarði í Laugardal
og hófust þar með framkvæmdir við
garðinn. Undirbúningur vegna gerðar
garðsins var hafinn á árinu 1990, en ákvörðun um
Fjölskyldugarð var tekin með samþykkt á deiliskipulagi
Laugardals 1986.
Markmið með starfsemi í Fjölskyldugarði er að veita
fjölskyldufólki fjölbreytta þjónustu til leikja og
fræðsluöflunar og til að verja tómstundum sínum saman.
Þetta markmið fellur einnig ágætlega við starfsemi Hús-
dýragarðs og verður Fjölskyldugarður samtengdur Hús-
dýragarði. Sameiginleg stærð garðanna er um 10 ha.
Fjölskyldugarður á sér fyrirmyndir erlendis og þá fyrst og
fremst í Hunderfossen Familiepark í Noregi, skammt
norðan viðLillehammer. Fjölskyldugarðurá hins vegarað
vefa íslenskur garður. í umgjörð og efnisvali er vitnað í
þjóðlegan arf þjóðsagna, goðafræðiog víkingatíma. Tóm-
stundatilboðin eru aðlöguð íslenskum aðstæðum og
íslenskum veruleika. Við val á tómstundatilboðum í garðinn
eru höfð í huga þessi einkunnarorð: að sjá, að læra, að
dvelja, að framkvæma. Reynt er að útbúa hæfilega blöndu
þessara hugtaka þannig að fjölbreytni verði sem mest.
Urvinnsla þessara hugtaka gæti hljómað á eftirfarandi
hátt: Garður með tjöm og fallegum gróðri þar sem hægt er
að una sér dagpart með fjölskyldunni við leik, sem ekki er
tóm ærsl, heldur eykur á fæmi og þekkingu í leiðinni.
Fjölbreytni tómstundatilboða var einnig metin eftir
mismunandi áhugasviðum, aldri o.fl. Garði sem þessum er
nauðsynlegt að halda síungum. Hafa þarf í huga ný
tómstundatilboð og að skipta út eldri atriðum, sem hafa
gengið sér til húðar. Garðurinn þarf að taka stöðugum
breytingum og þróast áfram. A næstu árum erhægt að bæta
við atriðum, sem þegar hafn verið skipulögð, og aðrar
hugmyndir liggja ómótaðar í sarpinum til síðari nota.
Unnið er að útvegun búnaðar og þeim framkvæmdum,
sem vinna þarf, svo unnt verði að opna í sumarbyrjun. ■
Fjölskyldugarður í Laugardal
Hönnuðir eru:
Landslagsarkitekt:
Arkitekt:
Jarðvinna og lagnir:
Rafmagn:
Burðarþol:
Sérráðgjafi:
Þórólfur Jónsson
Arkþing
Verkfr.st. Stefáns Ólafssonar
Verkfr.st. Jóhanns Indriðasonar
Verkfr.st. Eyvindar og Braga
Steinþór Sigurðsson
Auk þess hafa Jóhann Pálsson og Tómas Guðjónsson unnið
með hönnunarhópnum.
STARFSMANNAHOS
- -
. -
GEYMSLUHÚS
NÚV LA'JGAROALSGAROUR
KA5TALI
IRASFLOT
TAFL
SANOLEI KSV€Dlí‘
iMINiGOLFsv
HLAU®AV
Kftí&UR )
sPEmii
ÁSTA'J
FJARSTÝRO.R
BÁTAR
'NNGANGUR
'GJORNINGA-
^BRUNNUR.
INOVEGISSÚLUR
MIÐGAAOS-
orWö’r,-
KLÁFUR
VÍKINGAl
TJÖRN
OINGHÐLL
//NAUST
ÞINGSTAOUR
iTUBN'
„ yiKINGAVELLIR
.ÍgE-tTISTOK'
v
'■ » 0
.fioéwcs-
.ORkö* \
haugub
í. 'V - BÍLAaRAUT'^ ^
\—tfMFER^AR F RjEÐSLA^
3ÍLAERAWT x
T0RFÆRU3ÍLAR
*0G TRÖLL o"
,V« J
SAGNABRUNNUR /
106
MÍMISBRUNNUR