AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 23
Um miðjan 6. áratuginn var hverfið á Rauðarárholti
fullbyggt og hófst þá leit að lóðum fyrir næsta byggingar-
flokk. Stefna félagsins var að byggja hús sín í lausri byggð,
en um þetta leyti var aukin áhersla lögð á byggingu stærri
fjölbýlishúsa í skipulagi bæjarins. Byggingarfélag verka-
manna varð að laga sig að þessari þróun, enda var ekki
margra kosta völ í lóðamálum. Einnig skipti máli, að
slíkar byggingar voru taldar hagkvæmari kostur en stakstæð
hús á tímum vaxandi byggingarkostnaðar. Var loks ákveðið
að reisa fjögur stór fjölbýlishús á jafnmörgum lóðum, sem
félaginu var úthlutað við Stigahlíð.
Fjölbýlishúsin við Stigahlíð eru fjórlyft vinkilhús með
tveimur stigagöngum í hvorri álmu. Almurnar skýla sam-
eiginlegri lóð gegn norðan- og austanátt, og snúa stofu-
gluggar ýmist í suður eða vestur. Undantekning frá þessu
eru fjórartveggja herbergjahomfbúðir sem snúa gluggum
í norður og austur. Aðeins er um þessar tvær íbúðagerðir
að ræða, og er grunnmynd stærri íbúðanna eins í öllum
stigahúsum. Auk stofu, eldhúss og baðherbergis eru tvö
svefnherbergi og fremri stofa (hol) með svölum. Unnt er
að hólfa fremri stofuna af og er þá komið þriðja svefn-
herbergið. í hverri fbúð er lítil, aflokuð forstofa með
klæðaskáp. I kjallara eru geymslur auk sameiginlegra
þvotta- og þurrkherbergja.
I lok árs 1962 var síðasta húsið af fjórum við Stigahlíð
fullbúið. í kjölfarþess reisti Byggingarfélag verkamanna
tvö fjölbýlishús við Bólstaðarhlíð 40-50, hvort með 32
íbúðum. Húsameistari ríkisins teiknaði húsin, og var
fyrirkomulag íbúðanna áþekkt og í Stigahlíðarhúsunum,
þótt útlit væri með öðru sniði.
1950-59.
FJÖLBÝLISHÚS BYGGINGARFÉLAGS
VERKAMANNA VIÐ STIGAHLÍÐ.
VIII - XI. flokkur, 128 íbúðir 1955-62.
Arkitekt: Húsameistari ríkisins (Hörður Bjarnason).
21