AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 87
Tollhúsið. Listaverk ó vegg eftir Gerði Helgadóttur.
til starfa, en þeireru mjög margir, fengju dálítið frjálsræði
til þess að vinna að sínum hugðarefnum og kæmu fram
með sínar tillögur líka. Ég tel að það hafi verið gott fyrir
báða. Það hefur að sjálfsögðu þurft að laga og breyta hjá
báðum. En við komumst alltaf að góðu samkomulagi og ég
held að starfsmaðurinn hafi líka verið ánægðari með sína
vinnu.”
Hver er uppspretta hugmynda að eigin
verkum?
„Uppspretta að hugmyndum getur verið á margan hátt.
Stundum verður hún til í samvinnu og þegar maður ræðir
við eigendur eða umboðsmenn byggingaframkvæmda. Þá
er byrjað á að athuga hvaða form maður á að velja, hvaða
form hentar. Síðan heldur þetta áfram, eftir því sem maður
fer að gera sér meiri grein fyrir í hvaða átt formið þróast.
Þetta fer eftir stærð og legu í landslagi og hvemig stað-
setningin er í umhverfinu. Það ræður ákaflega miklu.
Síðan kemur annað sem ég get tekið fram, með mitt eigið
hús. Það er sennilega fyrsta íbúðarhúsið, að minnsta kosti
hér í Reykjavík, sem er byggt á súlum. Hugmyndin
þróaðist út frá ákveðnu skipulagi, sem ákvað að húsið
skyldi vera upp á tvær hæðir. En samkvæmt ákvæðum
Fjárhagsráðs mátti ekki byggja nema eina hæð og ris og
ákveðinn fjölda rúmmetra. Ég varð á einh vem hátt að skera
úr neðri hæðinni, svo hægt væri að fullnægja kröfum
skipulagsins um tvær hæðir, en þó þannig að efri hæðin
héti rishæð hjá Fjárhagsráði. Þetta tókst með því að setja
efri hæðina að hluta til á súlur og fullnægja kröfum beggja.
Síðan hef ég búið í risinu samkvæmt skilgreiningu
Fjárhagsráðs og bygginganefndar, en á 2. hæð, samkvæmt
ákvæðum skipulagsnefndar. Vinnustofu hef ég svo á 1.
hæð.
Þannig er margt sem spi lar inn í þegar maður talar um form
og útlit húsa. Síðan gengur maður oft lengi með þetta í
maganum oghugsar. Þaðgóðaviðþessaágætisstarfsemi
arkitektúrinn er að maður getur eiginlega alltaf verið að
vinna, hvort sem maður situr í hægindastól heimaeða er að
aka milli heimilis og vinnu. Þannig að hugmyndimar geta
alveg eins þróast á slíkum akstri eins og við teikniborðið.”
Hvaða áhrif hefur breytttækni haftá hönnun-
ina?
„Tæknin hefur tekið miklum breytingum og hún er oftast
af hinu góða. En þó hefur hún ekki alltaf verið til bóta.
Erviðleikamir hafa m.a. verið vegna ógrynnis af nýjum
byggingarefnum sem komið hafa fram. Við höfum verið
of nýjungagjarnir. Menn hafa komið með ný og falleg efni
og nýja og fallega bæklinga til okkar og bent á, að þetta
væri mjög gott, og þetta hefur litið vel út. Við höfum
stundum hlaupið á okkur og tekið þetta sem gott og gilt.
En á seinni árum hef ég alltaf sagt við menn þegar
þeir hafa komið með svona nýjungar: „Ég treysti
þessu ekki. En komdu til mín eftir 5 ár, þegar
reynsla er komin á efnið, þá skal ég dæma um
hvort ég vil nota það.” Og mér hefur reynst þetta vel.
Því hefur teiknistofan yfirleitt ekki orðið fyrir
skakkaföllum vegna efnisvals.”
Þegar þú stendur frammi fyrir loknu verki
85