AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Síða 67

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Síða 67
Mynd 2. Brúttó þjóðarframleiðsla ó mann. bandalagsins og með fjárhagslegri þátttöku þess. í gegnum slíkaáhrifaþætti mun stjórn Evrópubandalagsins takastað hafa áhrif á stjómun mála sem annars eru á valdsviði einstakra ríkja eða jafnvel héraða innan ríkja. Jafnframt mun þeim að sjálfsögðu vera gert kleift að ráðast í framkvæmdir sem þeim væri annars um megn. Þetta á að sjálfsögðu að mestu leyti við um syðri og fátækari hluta Evrópu. BÚSETA OG ÍBÚAÞRÓUN Evrópubúar eru orðnir fullorðnir en þeir sem yngri eru eignast fá böm, mun fæmi að hlutfalli til en við Islendingar sem erum allra þjóða frjósamastir í okkar heimshluta. Það vekur ef til vill athygli sumra að jafnvel í hákatólskum löndum Evrópu fæðast færri börn að tiltölu en hér á landi. Ibúum Evrópubandalagsins mun ekki fjölga á næstu árum nema miklum fjölda innflytjenda verði hleypt inn í aðildarríki bandalagsins. Stöðu inála í þeim efnum hefur verið lýst þannig að fyrir sunnan bandalagið, í Afríku, standi 200 milljónir manna og horfi í norður en fyrir austan það standi aðrar 200 milljónir og horfi í vestur. I samning- unum um hið Evrópska efnahagssvæði er gert ráð fyrir því að fólk hafi frelsi til að fara hvert á land sem er innan svæðisins til þess að leita sér að vinnu. Reynslan hefur aftur á móti sýnt að ekki er mikið um að fólk geri þetta, hvorki milli landa eða milli héraða innan sama lands. Að þessu leyti eru Evrópubúar mjög íhaldssamir. Þeir eru frekar atvinnulausir á sínum stað en að þeir taki sig upp og leiti sér að vinnu á fjarlægum slóðum. íbúar Evrópubandalagsins eru 340 milljónir en það landsvæði sem þeir byggja er 2,36 milljónir ferkílómetra. Það þýðir að 145 íbúar eru um hvem ferkílómetra. íbúar bandalagsins búa þannig mjög þétt. Verði af því að Norðurlöndin fái inngöngu í bandalagið koma þangað inn ríki þar sem búseta er verulega dreifðari en á því svæði sem nú tilheyrir bandalaginu. Þetta er sýnt á mynd I. Ekkert svæði innan bandalagsins nema skosku hálöndin býr við dreifbýli í líkingu við það sem einkennir Norðurlöndin. Ibúaþróunin mun hafa mikil áhrif á allt skipulag opinberrar þjónustu í Evrópu á næstu árum. Opinber útgjöld vegna málefna sem tengjast börnum munu minnka en þau sem tengjast eldri borgurum aukast. A næstu árum mun mannafli standa í stað eða minnka í öllum löndum bandalagsins nema írlandi, en þar hefur stöðugur brottflutningur reyndar haft áhrif til minnkunar. Þetta hefur væntanlega jákvæð áhrif á hið mikla atvinnuleysi sem einkennt hefur allt bandalagið. HAGVÖXTUR Ein meginástæða fyrir innri markaðinum sem á að verða til um áramótin og á að ná til allra 19 aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins -ef af því verður, er að efla hagvöxt í Evrópu A mynd 2 sést hver er hin mismunandi þjóðarframleiðsla á mann í héruðum Evrópu. A þessu korti sést að syðsti hluti Evrópu er fátækastur og að það er um miðbikið þar sem tekjureru mestar. Það sem ef til vill eröðruvísi en margur hefði haldið að óreyndu er að það er á Norður-Italíu sem 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.