Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 2

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 2
Frá ritstjórum 2 .. við 23 lögreglumenn með starfsreynslu í dreifbýli. Í samnefndri grein rannsaka Ómar Hjalti Sölvason, Markus Meckl og Þorlákur Jónsson væntingar Íslendinga og hug- myndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Rannsóknin sem greint er frá er hluti rannsóknarverkefnisins „Samfélög án aðgreiningar?“ og byggir á tvískiptri spurningalistakönnun með mikla svörun meðal innflytjenda. Rannsóknin er mjög athyglisverð, ekki síst í ljósi fjölgunar innflytjenda hérlendis undanfarin ár. Kristín Björnsdóttur og Ásta Jóhannsdóttir skoða áhrif hamfara á líf og aðstæður fatlaðs fólks og greina viðbragðsáætlanir almannavarna og leiðbeiningar í hamförum með tilliti til aðstæðna fatlaðs fólks í greininni „Fatlað fólk í hamförum“. Um er að ræða fyrstu íslensku fræðigreinina þar sem fjallað er um fatlað fólk og hamfarir. Loks birtist í tímaritinu grein eftir Má Wolfgang Mixa, Kristínu Loftsdóttur og Önnu Lísu Rúnarsdóttur sem ber titilinn „‚Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst‘: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda af íslenskum húsnæðismarkaði“. Við greininguna er teflt saman tölfræðiupplýsingum um umfang og ástand leigumarkaðarins, sem og reynslusögum leigjenda sem safnað var með viðtölum árið 2020. Greinin talar beint inn í erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Íslenska þjóðfélagið stendur styrkum fótum og framtíð þess er björt. Tímaritið hefur verið gefið út frá árinu 2010 og hafa að jafnaði 6,5 greinar birst í tímaritinu í hverjum árgangi. Fyrir dyrum stendur að uppfæra vefsíðu tímaritsins og færa tímaritið sjálft í nútímalegra horf. Þá stendur til að gera tímaritinu hærra undir höfði og auka sýnileika þess, svo sem með málþingum í tengslum við birtar greinar. Liður í þessu er að Félags- fræðidagurinn í upphafi árs 2022 verður tileinkaður Íslenska þjóðfélaginu. Ritstjórar hvetja lesendur til að fylgjast með uppfærðu tímariti og halda áfram að senda inn handrit. Ritstjórar Íslenska þjóðfélagsins, Guðmundur Oddsson og Margrét Valdimarsdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.