Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 4

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 4
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“ 4 .. questions were: (1) What is the proportion of women on the boards of companies in Akureyri in the years 2011-2017? (2) Has the number of wo- men on the boards of companies in Akureyri increased or decreased more in the years 2011-2017 compared to in general in Iceland? (3) What are the attitudes of board members with regard to gender quotas on boards and their experiences? The results show that the proportion of women on corporate boards in Akureyri was 14% in 2011 and rose to 36% in 2017. The increase was greater for companies in Akureyri than for the whole country. Attitudes towards the gender quota were generally positive and some considered it a necessary action to equalize the gender ratio on corporate boards and change prevailing attitudes within society, but parti- cipants still experienced little change even though the gender quota was bound by the law. It is important to impose penalties on companies that do not meet the requirements of at least 40% of women or men on comp- any boards, because only this way can the human resources of society be utilized properly. Keywords: Gender equality – Gender equality Quotas – Women – Corporate boards Inngangur Frá árinu 2007 hefur Ísland verið efst á lista World Economic Forum yfir þjóðir heims hvað varðar jafnrétti kynjanna (World Economic Forum, 2020). Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með því hæsta sem gerist síðustu áratugi eða í kringum 78% (Hagstofan, 2020a) og mun hærra hlutfall kvenna en karla hefur háskólagráðu (Hagstofan, 2020b). Þrátt fyrir langa atvinnuþátttöku kvenna og hátt menntunarstig þeirra virðast konur samt ekki eiga eins greiða leið og karlar í æðstu stjórnunar- stöður fyrirtækja á Íslandi þó hlutfallið hafi hækkað aðeins hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfs- menn á síðustu árum (Hagstofan, 6. maí 2020). Það að konur eigi ekki eins greiða leið og karlar í æðstu stjórnunarstöður er ekki einsdæmi fyrir Ísland því þrátt fyrir framgang kvenna á vestrænum vinnumarkaði síðustu áratugi eru konur enn í minnihluta í stjórnunar- og hátekjustörfum, sérstaklega innan fjármálamarkaðarins og hjá stærri fyrirtækja-samsteypum (Bertrand, Black og Jensen, 2014). Hlutfall kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja hefur vissulega breyst á undanförnum árum og má það að öllum líkindum rekja til laga nr. 13/2010 um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög sem tóku gildi í mars 2010. Í þeim lögum er kveðið á um að hlutfall kvenna og karla í stjórnum þeirra félaga sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli skuli ekki vera undir 40%. Þessi lög tóku strax gildi hjá opinberum hlutafélögum en öðrum hlutafélögum var gefinn tími fram í september 2013 til að aðlagast breytingunni. Ísland var því á meðal fyrstu ríkja heims til að binda kynjakvóta í lög í því sjónarmiði að rétta af hlut kvenna og stuðla að kynjajafnrétti í stjórnum fyrirtækja (Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson, 2015). Mikilvægt er að skoða vel áhrifin af slíkri lagasetningu og hvernig til hafi tekist, ekki bara meðal fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu heldur líka hjá fyrirtækjum í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Nokkrar rannsóknir hafa skoðað áhrif þessara laga á kynjahlutfall í stjórnum íslenskra fyrirtækja og viðhorf stjórnenda til þeirra (sjá t.d. Auður Arna Arnardóttir og Þröstur O. Sigurjónsson, 2015; Guð- björg L. Rafnsdóttir, Laufey Axelsdóttir, Sunna Diðriksdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, 2015) en í langflestum tilvikum beinast þessar rannsóknir að fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu eða landinu í heild sinni og er þá vægi sveitarfélaga á landsbyggðinni mjög lítið. Það hefur hins vegar vantað að greina stöðuna í einstökum byggðarlögum á landsbyggðinni og er þessari rannsókn ætlað að bæta að nokkru úr þeirri vöntun með því að beina sjónum hennar að fyrirtækjum á Akureyri, einum af stærstu þéttbýliskjörnunum utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er frekar lítið samfélag miðað við höfuðborgarsvæðið og því spurning hvort áhrif lagasetningarinnar til að auka hlutfall kvenna í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.