Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 7

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 7
Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Helgadóttir 7 .. tækja á Standards & Poor´s 500 listanum. Rannsóknir þeirra sýna að konur eru sjaldnar fjarverandi á fundum en karlar og koma betur undirbúnar til fundar en þeir. Betri mæting leiðir almennt til meiri upplýsingaöflunar, meiri virkni á fundum og rýni á daglegan rekstur, sem aftur leiðir til betri stjórnar- hátta. Þetta hafði jákvæð áhrif á mætingu og vinnu þeirra karla sem fyrir voru í stjórn fyrirtækjanna. Þá benda þeir Adams og Ferreira einnig á að nýrra stjórnarfólk mæti oftar en það stjórnarfólk sem setið hefur lengur í stjórn, sem í flestum tilfellum voru karlar, en velta þó upp þeirri spurningu hvort almennt aukin rýni stjórnar hafi þessi jákvæðu áhrif frekar en kynjasamsetning stjórna. Þá spyrja þeir einnig hvort arðsamari fyrirtæki séu líklegri til að sækjast eftir því að fá konur til sín í stjórn eða hvort það séu konurnar sjálfar sem sækist eftir því að komast í stjórn hjá arðsamara fyrirtæki. Jafn- framt hafa rannsóknir sýnt að konur hafa minna tengslanet en karlar og það hamlar þeim að komast til áhrifastarfa og í stjórnir fyrirtækja (Durbin, 2011; Linehan og Scullion, 2008; Ragins, Towsnend og Mattis, 1998). Niðurstöður rannsóknar Linehan og Scullion (2008) benda til þess að karlar, sem ríkjandi hópur, viðhaldi yfirburðum sínum með því að útiloka konur frá óformlegum samskiptum við tengslanet. Þau álykta svo að ef konur hefðu greiðari aðgengi að góðum tengslanetum kæmust þær auðveldar í hærri stöður og stjórnir fyrirtækja. Kynjakvóti og stjórnun fyrirtækja Meginmarkmið kynjakvótalaganna er að stuðla að jafnari hlutföllum kvenna og karla í áhrifastöðum með auknu gagnsæi og greiðara aðgengi að upplýsingum, auk þess sem talið er að aukið kynjajafn- rétti stuðli að minni einsleitni stjórna (Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson, 2015). Kjarninn í löggjöfinni voru rökin fyrir mikilvægi kvenna fyrir velferð samfélagsins og arðsemi fyrir- tækja (Axelsdóttir og Einarsdóttir, 2017). Íslensku lögin um kynjakvóta gengu þó lengra en þau norsku að því leyti að þau ná bæði til hlutafélaga og einkahlutafélaga, auk lífeyrissjóða sem var bætt við í september 2011 (Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum nr. 122/2011), á meðan norsku lögin ná aðeins til fyrirtækja í eigu ríkisins og skráðra félaga (Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson, 2015). Engin raunveruleg viðurlög eru þó tilgreind í íslensku lögunum um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja náist ekki lágmarkshlutfall. Þó er fyrirtækjum skylt að sundurliða upplýsingar um hlut- föll kynja í stjórnum í tilkynningum til hlutafélagaskrár og fást ekki skráðar nýjar stjórnir nema þær samræmist lögunum (Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson, 2015; Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir, 2012). Storvik og Teigen (2010) benda á að ef ekki hefðu verið nein viðurlög hefði ekki tekist svona vel til við að innleiða lögin um kynjakvóta í stjórn fyrirtækja í Noregi. Niðurstöður rannsóknar Þorgerðar Einarsdóttur o.fl. (2019) meðal stjórnenda 250 stærstu fyrirtækja á Íslandi leiða í ljós að konur eru hlynntari kynjakvóta en karlar. Þær telja undirliggjandi ástæðuna tengjast því hvort viðkomandi telji að ástæðu þess hve fáar konur komist í stjórnir fyrirtækja megi rekja til persónubundinna þátta eða hvort það sé innbyggt í kerfið. Niður- stöðurnar sýna jafnframt að konur eru frekar á því að það vanti fleiri konur inn í stjórnir fyrirtækja og trúa því síður að það séu persónubundnir þættir sem hindri þær í að komast þangað inn. Hins vegar telja karlar, sérstaklega yngri karlar, í meira mæli en konur að ástæðan liggi hjá konunum sjálfum en ekki umhverfinu. Rannsóknin sýnir að fáir stjórnendur telja þó að kynjakvóti skaði arðsemi fyrir- tækja eða að hæfni kvenna sé dregin í efa en Þorgerður og félagar telja að rekja megi andstöðu karla að einhverju leyti til viðhorfs þeirra um að stjórnvöld ættu ekki að setja reglur um hverjir eru full- trúar eigenda í stjórnum fyrirtækja. Svo virðist sem lög um kynjakvóta hafi skilað einhverjum árangri hér á landi. Árið 2019 voru konur 34,7% stjórnarmanna í fyrirtækjum á Íslandi með 50 starfsmenn eða fleiri og hafði hlutfall þeirra hækkað um 1,1 prósentustig frá árinu 2018. Til samanburðar var hlutfallið 12,7% árið 2007 og 9,5% árið 1999 (Hagstofa Íslands, 6. maí 2020). Hins vegar hefur hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi með innan við 50 starfsmenn haldist svipað mjög lengi og verið á bilinu 23-25% (Hagstofa Íslands, 6. maí 2020).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.