Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 8

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 8
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“ 8 .. Mynd 1. Hlutfall kvenkyns stjórnarmanna eftir stærð fyrirtækja 2009-2019. Heimild: Hagstofa Íslands, 6. maí 2020 Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst varðandi lagasetningu um kynjakvóta. Í samantekt Laufeyjar Axelsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur (2017) á fjölmiðlaumræðu og umræðum þingsins í kjölfar kvótalaganna má sjá að mikið var rætt um hæfni kvenna og hvort hún yrði dregin í efa ef þær kæmu inn í stjórnir á kynjakvóta. Jafnframt var rætt um hvort til væru nægilega margar færar konur og hvort kynjakvóti væri óvirðing við konur sem þegar höfðu komist inn í stjórnir án kynjakvóta. Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson (2015) benda á að þegar verið sé að skapa rými fyrir konur til að fylla í kynjakvótann kunni að tapast reynslumikið stjórnarfólk. Því sé verið að missa út þekkingu og reynslu á móti. Þau benda jafnframt á að hægt sé, og jafnvel betra, að skapa fjölbreytni með fleiri aðgerðum, eins og til dæmis valnefndum eða hluthafakosningum, heldur en einvörð- ungu lagasetningu þar sem kveðið er á um lágmarkskynjahlutfall. Samkvæmt Teigen (2015) koma gagnrýnisraddir á kynjakvóta stjórna helst frá framkvæmdastjórnum, forstjórum og eigendum fyrir- tækjanna sem og fulltrúum stéttarfélaga en stjórnmálamenn og bæjarfulltrúar sem eru vel tengdir jafnréttisumræðunni eru þeir sem tala mest með kynjakvótanum. Teigen (2015) bendir einnig á að helstu hitamálunum varðandi kynjakvótann hafi verið skipt niður í þrenns konar rökleiðslur; réttlæti, arðsemi og lýðræði. Réttlætisrökfærslan snýr að því að það sé réttlætanlegra að endurúthluta auð- lindum og lög um kynjakvóta séu nauðsynleg til að ná fram jafnrétti kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Mótrökin eru þau að það sé ekki réttlætanlegt að stýra samsetningu kynjanna í stjórnum fyrirtækja með reglugerð; kyn ætti ekki að hafa úrslitaáhrif á það hver er valinn í stjórn fyrirtækja heldur er það eigendanna sjálfra að ákveða hvaða einstaklingar stýra fyrirtækjum þeirra. Arðsemisröksemdar- færslan snýr að því að skynsamlegast sé að nýta hæfileika beggja kynja sem leiðir þá til aukinnar arðsemi. Mótrökin eru þau að ekki séu til nægilega margar hæfar konur með viðeigandi reynslu til að skipa stjórnir fyrirtækja og því taki konur sæti af hæfari körlum. Einnig hafa mótrökin verið þau að ef fyrirtæki séu skikkuð til að skipa konur í stjórnarstörf fyrirtækja séu erlendir fjárfestar síður áhugasamir um að fjárfesta í fyrirtækinu og því geti fyrirtækið tapað samkeppnisforskoti sínu. Lýð- ræðisrökfærslan snýr að mikilvægi þess fyrir lýðræðið að konur og karlar komi að ákvarðanatöku varðandi rekstur fyrirtækja, sérstaklega hvað varðar ákvarðanatöku í stórum og áhrifaríkum fyrir- tækjum þar sem ríkisvaldið eða opinberar stofnanir eru gjarnan stór hluthafi. Helstu mótrökin eru að það sé lýðræðislegur réttur eigenda að velja sér sína eigin stjórnarmeðlimi án íhlutunar stjórnvalda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.