Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 9
Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Helgadóttir
9 ..
Gögn og aðferðir
Í þessari rannsókn var notast við blandað rannsóknarsnið (e. mixed research methods); fyrirliggjandi
gögn, spurningalistakönnun og einstaklingsviðtöl, til þess að svara eftirfarandi rannsóknarspurn-
ingum: (1) Hvert er hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri á árunum 2011–2017? (2)
Hefur konum í stjórn fyrirtækja á Akureyri fjölgað eða fækkað meira á árunum 2011–2017 miðað
við almennt á Íslandi? (3) Hver eru viðhorf stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta og
upplifun þeirra af honum?
Ákveðið var að notast við blandað rannsóknarsnið, sem er aðferðafræðileg nálgun við rannsóknir
sem felur í sér að safna, greina og samþætta með því að nota bæði megindleg og eigindleg gögn.
Megindleg gögn byggja á upplýsingum sem hægt er að mæla og skrá og hægt er að safna á þægi-
legan hátt með spurningalista eða með því að nota tölulegar upplýsingar. Eigindleg gögn byggja á
upplýsingum sem safnað er með viðtölum, rýnihópum eða athugunum. Ávinningurinn af því að nota
bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknir og gögn er sá að með því má öðlast betri og dýpri skiln-
ing á því sem verið er að skoða og vega upp á móti þeim veikleika sem felst í því að nota einungis
aðra aðferðina (Johnson og Onwuegbuzie, 2004).
Fyrirliggjandi gögn
Upplýsingar fengust hjá fyrirtækinu Creditinfo um öll skráð fyrirtæki á Akureyri árin 2011–2017.
Heildarlistinn innihélt upplýsingar um 718 fyrirtæki, nöfn þeirra, hlutfall kvenna í stjórnum, ISAT-
númer (Íslensk atvinnugreinaflokkun) og skýringu þeirra og upplýsingar um fjölda starfsmanna hjá
sumum þeirra. Af þessum 718 fyrirtækjum voru aðeins 155 (22%) með skráðar upplýsingar um
starfsmannafjölda, þar af 17 fyrirtæki með 50 starfsmenn skráða eða fleiri. Þessum gögnum var
ætlað að svara fyrstu tveimur rannsóknarspurningunum, um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á
Akureyri og hvort þeim hefði fjölgað eða fækkað meira miðað við almennt á Íslandi. Niðurstöðurnar
eru settar fram sem hlutfallstölur og fjöldi í töflu.
Spurningalistakönnun
Spurningalistinn sem notaður var í rannsókninni samanstendur að mestu af stöðluðum spurningum
sem notaðar hafa verið áður í rannsóknum á kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Einkum var horft
til rannsóknar Auðar Örnu Arnardóttur og Þrastar Olafs Sigurjónssonar (2015) um val á stjórnar-
mönnum á tímum kynjakvóta og rannsóknar Guðbjargar L. Rafnsdóttur, Laufeyjar Axelsdóttur,
Sunnu Diðriksdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur (2015) um konur og karla í forystu atvinnulífs á
Íslandi. Spurningalistinn, sem var saminn með markmið rannsóknarinnar að leiðarljósi, var forpróf-
aður á fimm einstaklingum sem allir eru stjórnendur í íslensku atvinnulífi. Í þessari grein er fjallað
um niðurstöður spurninga um hvort og þá hvað hindri konur í að komast í stjórnir fyrirtækja, mikil-
vægi þess að hafa konur í stjórnum og viðhorf til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þátttakendur í
spurningalista¬könnuninni voru framkvæmda¬stjórar og stjórnarfólk 56 fyrirtækja á Akureyri. Þessi
56 fyrirtæki voru valin af lista hjá Creditinfo. Creditinfo gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki
á Íslandi og var notast við þann lista fyrir árið 2016. Alls voru 36 fyrirtæki á Akureyri á þeim lista
árið 2016, og til viðbótar þeim voru valin til þátttöku í rannsókninni 20 stærstu fyrirtæki á Akureyri
sem ekki voru á listanum. Spurningalistakönnunin var framkvæmd þannig að sendur var tölvupóstur
til framkvæmdastjóra þessara 56 fyrirtækja með opinni krækju inn á könnunina og beiðni um að
svara henni ásamt því að áframsenda hana á allt stjórnarfólk fyrirtækisins með beiðni um þátttöku í
rannsókninni. Könnunin var opin svarendum frá 28. apríl 2017 – 29. maí 2017. Eftir tvær ítrekanir
fengust svör frá 47 framkvæmdastjórum eða stjórnarmönnum; 41 karli og 6 konum. Þátttakendum
var frjálst að sleppa að svara spurningum og því er fjöldi svara mismunandi eftir spurningum. Niður-
stöður greininga eru settar fram sem lýsandi tölfræði, hlutfallstölur og fjöldi. Vegna þess hversu fáar
konur svöruðu spurningalistanum var ekki reiknaður marktækur munur á svörum eftir því hvort um