Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 10

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 10
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“ 10 .. karl eða konu var að ræða. Spurningalistakönnuninni var ætlað að svara þriðju rannsóknarspurning- unni, þ.e. um hver eru viðhorf stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta og upplifun þeirra af honum. Einstaklingsviðtöl Þátttakendur í einstaklingsviðtölunum voru stjórnendur tíu stærstu fyrirtækja á Akureyri samkvæmt lista Creditinfo. Beiðni um þátttöku í rannsókninni var í tölvupósti til þessara tíu stjórnenda, fimm karlmenn og fimm konur. Allir samþykktu viðtal en einungis átta komust á þeim tíma sem um ræddi, fjórir karlmenn og fjórar konur. Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi (e. semi structured inter- views) sem innihélt 12 fyrirspurnarflokka með 3-7 atriðum sem leitað var eftir að kæmu fram í við- tölunum. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður varðandi breytingu á stjórnunarháttum á síðustu árum, viðhorf til kynjakvóta, mikilvægi kynjakvóta, raunverulegar hindranir fyrir konur að komast í stjórn fyrirtækja og mikilvægi tengslaneta fyrir val á stjórnum. Viðtölin voru tekin á bilinu 13. júní – 21 júní 2017 á skrifstofum viðmælenda utan eitt sem var símaviðtal. Viðtölin stóðu yfir í 40-53 mínútur hvert og voru þau tekin upp, afrituð og þemagreind. Þemagreiningin var framkvæmd hand- virkt, aðallega byggð á þemagreiningaraðferð til að greina upphafskoða (e. initial coding) á gagna- drifinn hátt (Creswell, 2014). Niðurstöðum einstaklingaviðtalanna var ætlað að fá dýpri merkingu á þriðju rannsóknarspurningunni um viðhorf og upplifun stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Niðurstöður Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja Tafla 1 sýnir hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á árunum 2011–2017. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri með færri en 50 starfsmenn hefur verið mjög svipað síðasta áratuginn eða í kringum 30%. Hlutfallið almennt á Íslandi fyrir þessa stærð fyrirtækja hefur einnig nánast staðið í stað en er þó um 4-prósentustigum lægra en á Akureyri á tímabilinu 2011–2017. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri með 50 starfmenn eða fleiri meira en tvöfaldað- ist á árunum 2011–2017; fór úr 14% árið 2011 í 36% árið 2017. Sömu þróun má sjá þegar horft er til fyrirtækja almennt á Íslandi en hlutfallið fór úr 22% árið 2011 og í 33% árið 2017. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri var 8 til 13 prósentustigum lægra á Akureyri en almennt á Íslandi á árunum 2011 til 2015 en árin 2016 og 2017 er hlutfall kvenna í stjórnum fyrir- tækja í þessari stærð orðið 3 prósentustigum hærra á Akureyri en almennt á Íslandi. Af þessum 17 fyrirtækjum á Akureyri sem lög um kynjakvóta ná til náðu sex ekki 40% hlutfallinu árið 2017, þar af voru tvö einungis með karlmenn í stjórn. Tafla 1. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi 2011-2017 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Fyrirtæki á Akureyri: Færri en 50 starfsmenn 29% 29% 30% 30% 30% 30% 30% 50 starfsmenn eða fleiri 14% 15% 17% 21% 24% 35% 36% Fyrirtæki á Íslandi: Færri en 50 starfsmenn 25% 25% 25% 25% 26% 26% 26% 50 starfsmenn eða fleiri 22% 23% 30% 33% 33% 32% 33%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.