Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 10
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“
10 ..
karl eða konu var að ræða. Spurningalistakönnuninni var ætlað að svara þriðju rannsóknarspurning-
unni, þ.e. um hver eru viðhorf stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta og upplifun þeirra
af honum.
Einstaklingsviðtöl
Þátttakendur í einstaklingsviðtölunum voru stjórnendur tíu stærstu fyrirtækja á Akureyri samkvæmt
lista Creditinfo. Beiðni um þátttöku í rannsókninni var í tölvupósti til þessara tíu stjórnenda, fimm
karlmenn og fimm konur. Allir samþykktu viðtal en einungis átta komust á þeim tíma sem um ræddi,
fjórir karlmenn og fjórar konur. Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi (e. semi structured inter-
views) sem innihélt 12 fyrirspurnarflokka með 3-7 atriðum sem leitað var eftir að kæmu fram í við-
tölunum. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður varðandi breytingu á stjórnunarháttum á síðustu
árum, viðhorf til kynjakvóta, mikilvægi kynjakvóta, raunverulegar hindranir fyrir konur að komast í
stjórn fyrirtækja og mikilvægi tengslaneta fyrir val á stjórnum. Viðtölin voru tekin á bilinu 13. júní
– 21 júní 2017 á skrifstofum viðmælenda utan eitt sem var símaviðtal. Viðtölin stóðu yfir í 40-53
mínútur hvert og voru þau tekin upp, afrituð og þemagreind. Þemagreiningin var framkvæmd hand-
virkt, aðallega byggð á þemagreiningaraðferð til að greina upphafskoða (e. initial coding) á gagna-
drifinn hátt (Creswell, 2014). Niðurstöðum einstaklingaviðtalanna var ætlað að fá dýpri merkingu
á þriðju rannsóknarspurningunni um viðhorf og upplifun stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til
kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja.
Niðurstöður
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja
Tafla 1 sýnir hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á árunum 2011–2017. Hlutfall kvenna í stjórnum
fyrirtækja á Akureyri með færri en 50 starfsmenn hefur verið mjög svipað síðasta áratuginn eða í
kringum 30%. Hlutfallið almennt á Íslandi fyrir þessa stærð fyrirtækja hefur einnig nánast staðið í
stað en er þó um 4-prósentustigum lægra en á Akureyri á tímabilinu 2011–2017.
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri með 50 starfmenn eða fleiri meira en tvöfaldað-
ist á árunum 2011–2017; fór úr 14% árið 2011 í 36% árið 2017. Sömu þróun má sjá þegar horft er til
fyrirtækja almennt á Íslandi en hlutfallið fór úr 22% árið 2011 og í 33% árið 2017. Hlutfall kvenna
í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri var 8 til 13 prósentustigum lægra á Akureyri en
almennt á Íslandi á árunum 2011 til 2015 en árin 2016 og 2017 er hlutfall kvenna í stjórnum fyrir-
tækja í þessari stærð orðið 3 prósentustigum hærra á Akureyri en almennt á Íslandi.
Af þessum 17 fyrirtækjum á Akureyri sem lög um kynjakvóta ná til náðu sex ekki 40% hlutfallinu
árið 2017, þar af voru tvö einungis með karlmenn í stjórn.
Tafla 1. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi 2011-2017
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fyrirtæki á Akureyri:
Færri en 50 starfsmenn 29% 29% 30% 30% 30% 30% 30%
50 starfsmenn eða fleiri 14% 15% 17% 21% 24% 35% 36%
Fyrirtæki á Íslandi:
Færri en 50 starfsmenn 25% 25% 25% 25% 26% 26% 26%
50 starfsmenn eða fleiri 22% 23% 30% 33% 33% 32% 33%