Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 11
Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Helgadóttir
11 ..
Viðhorf stjórnarmanna til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja
Tafla 2 sýnir viðhorf til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Almennt séð tóku svarendur spurninga-
listakönnunarinnar ekki afstöðu með eða á móti kynjakvótanum en tæp 43% þeirra merktu við „hlut-
laus“. Af þeim sem þó tóku afstöðu voru flestir jákvæðir gagnvart kynjakvótanum en þriðjungur
svarenda var með neikvætt eða mjög neikvætt viðhorf til hans. Engin kona merkti við að hafa nei-
kvætt eða mjög neikvætt viðhorf til kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja.
Tafla 2. Hvert er viðhorf þitt til kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja?
Mjög neikvætt
% (n)
Neikvætt
% (n)
Hlutlaust, breytir engu
% (n)
Jákvætt
% (n)
Mjög jákvætt
% (n)
Allir 4,3% (2) 14,9% (7) 42,6% (20) 27,7% (13) 10,6% (5)
Konur - - 16,7% (1) 16,7% (1) 66,7% (4)
Karlar 4,9% (2) 17,1% (7) 46,3% (19) 29,3% (13) 2,4% (1)
Tafla 3 sýnir niðurstöður fyrir spurninguna: Hefur kynbundin samsetning stjórnar einhver áhrif á
störf stjórnarinnar? Hlutfallslega flestir svarendur spurningalista-könnunarinnar töldu að kynbundin
samsetning stjórna hefði engin áhrif á störf stjórnarinnar eða tæp 45%, auk þess sem fjórðungur
hafði ekki skoðun á því. Fjórar af sex konum töldu að kynbundin samsetning stjórnar hefði jákvæð
áhrif á störf stjórnarinnar en aðeins fjórðungur karla. Hins vegar voru hlutfallslega flestir karlar
(49%) á því að kynbundin samsetning stjórnar hefði engin áhrif á störf hennar en aðeins ein kona
var á þeirri skoðun.
Tafla 3. Hefur kynbundinn samsetning stjórnar einhver áhrif á störf stjórnarinnar?
Já, jákvæð áhrif
% (n)
Já, neikvæð áhrif
% (n)
Nei, engin áhrif
% (n)
Hef ekki skoðun á því
% (n)
Allir 29,8% (14) 2,1% (1) 44,7% (21) 23,4% (11)
Konur 66,6% (4) - 16,7% (1) 16,7% (1)
Karlar 24,4% (10) 2,4% (1) 48,8% (20) 24,4% (10)
Tafla 4 sýnir niðurstöður fyrir það að hvaða marki svarendur í spurningakönnuninni voru mjög eða
frekar sammála sex fullyrðingum varðandi mikilvægi þess að hafa sem jafnast hlutfall karla og
kvenna í stjórnum fyrirtækja. Bæði konur og karlar voru mjög eða frekar sammála því að það að hafa
sem jafnast hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja sé mikilvægt af því að konur séu jafnhæfar
körlum til að gegna stjórnunarstöðum. Einnig voru allar konur sammála því að það hvetji konur til
að sækjast eftir starfsframa og um 65% karla voru einnig sammála þeirri fullyrðingu. Hins vegar
töldu aðeins 30% karla að það hefði áhrif á rekstur fyrirtækja og tæpt 41% að þannig nýttist auður
samfélagsins best á meðan allar konur töldu að þannig nýttist auður samfélagsins best og allar nema
ein töldu að það hefði áhrif á rekstur fyrirtækja.