Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 13

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 13
Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Helgadóttir 13 .. ég er í stjórn og ég er að vinna með stjórnum þar sem ég er framkvæmdastjóri þar sem eru jöfn kynjahlutföll og í framkvæmdastjórn hjá okkur eru jöfn kynja- hlutföll, og ég er ekki að vinna með neinni konu sem þarf sérstaka löggjöf til að vera valin til þeirra starfa sem hún sinnir. Einn karlkyns viðmælandi taldi að lögin um kynjakvóta hefðu verið nauðsynleg en taldi þó að það væri ekkert sem segði að blönduð stjórn væri betri en einsleit. Að hans mati á kynjakvótinn rétt á sér í einhvern tíma en í framtíðinni ætti að ráða fólk inn eftir hæfni frekar en kyni. Hann sagði: þetta gerir það kannski erfiðara stundum að manna stjórnir. Eins og ég segi, sér- staklega svona úti á landi þar sem þú ert bara með minna af fólki sem hefur réttu þekkinguna sko og eftir því sem þú týnir fleiri þætti, kynferði og eitthvað, þá er það alltaf að minnka mengið. Annar kvenkyns viðmælandi sagði að fyrst þegar hún heyrði af því að Noregur væri að innleiða kynjakvóta í stjórnir hefði hún talið að sú aðgerð væri lítillækkun fyrir konur en sá svo þegar leið á að þörf var á því að setja lög um kynjakvóta í stjórnum. Hún sagði: ég held að það þurfi stundum svolítið svona massívar aðgerðir til þess að ein- hvern veginn bara breyta venjunum og eftir það, eftir kannski, þetta er ekki komið núna, eftir kannski fimm ár í viðbót verður þetta algjörlega sjálfsagt. Þá dettur engum í hug að skipa stjórn sem er bara einsleit. Almennt séð töldu allir karlkyns viðmælendur engar hindranir í vegi kvenna í dag á leið þeirra til stjórnunarstarfa og kynjakvótinn væri því óþarfur. Þær sem hefðu áhuga á að komast eitthvað gætu það ef þær vildu. Einn karl benti á að viðskiptalífið hefði verið mjög karllægt hér áður fyrr en það væri ekki staðan í dag. Annar benti á að konur þyrftu að vera opnari og framfærnari og viljugri til að taka að sér fleiri verkefni. Kvenkyns viðmælendur voru þó ekki sammála körlunum og töldu að það væri erfitt fyrir margar konur að komast í stjórnir fyrirtækja þrátt fyrir góða menntun og hæfileika. Ein kona benti á að þær fáu konur sem komast í stjórnir fyrirtækja væru oftar en ekki konur sem væru mjög kaldar í framkomu, öruggar með sig, áhættusæknar og vel tengdar. Önnur taldi að það þyrfti líka að breyta hugarfari kvenna og að álag heima fyrir, fjölskylduábyrgð og eigin samviska væru helstu hindranir þeirra gagnvart því að taka að sér aukna ábyrgð og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Allir kvenkyns viðmælendur nema einn töldu mikilvægt að hafa fleiri en eina konu í stjórn fyrir- tækja þar sem það að vera eina konan í stjórn gæti verið erfitt. Kona sem er ein spyrji síður erfiðra spurninga þar sem konan sé þá stimpluð sem „þessi með vesenið og þessi sem sé alltaf með eitthvert tuð.“ Ein konan sagði að hennar upplifun væri að ein kona áorkaði ofboðslega litlu. Hún sagði jafn- framt: „við gerum ekkert nema að við séum fleiri. Og þá erum við svona aðeins að ræða saman fyrir fundinn, ákveða og svona ráðfæra okkur við hverja aðra og leita stuðnings.“ Þær voru flestar sam- mála því að konur nálguðust málin öðruvísi, þær tækju hlutina meira alvarlega og hefðu þörf fyrir að ræða málin og fá allar upplýsingar áður en þær til dæmis taka ákvarðanir. Karlkyns viðmælendur voru ekki á sama máli og töldu að það skipti ekki máli hvort það væri ein kona eða fleiri í stjórn. Einn sagði: „öflugur einstaklingur af hvoru kyni sem er hafi alltaf sitt að segja í stjórninni hvernig sem samsetning stjórnarinnar sé.“ Annar sagði: „margar konur eru bara eldbeittar og ekkert að gefa sig, sama hver er fyrir framan þær. En spurningin er, af hverju eru þær ekki fleiri í þessum hóp?“ Upplifun stjórnarmanna á kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja Í töflu 6 má sjá að í langflestum tilvikum, eða í 67% þeirra, töldu svarendur spurningalistakönnunarinnar að lagasetningin um kynjakvóta hefði ekki breytt neinu eða höfðu ekki skoðun á því. Þó má sjá að að- eins 8,5% svarenda töldu áhrifin af kynjakvótanum hafa verið slæm, allt karlar. Einnig má sjá að fjórar af sex konum töldu að áhrifin af kynjakvótanum hefðu verið mjög góð en enginn karl svaraði því til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.