Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 15

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 15
Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Helgadóttir 15 .. Það var bara á síðasta ári sem ég sat stjórnarfund þar sem er verið að tala um aðra stjórn sem þyrfti að manna og tillögurnar voru allar um karla. Ég sagði, hérna, er engin kona sem þið mynduð treysta í þetta? Og ég fékk svarið nei það er bara engin. Þá taldi ég upp átta konur sem mér datt í hug þá, og þá sá ég alveg, þeir skömmuðust sín. Umræður Lög um kynjakvóta sem eiga að tryggja hvoru kyni a.m.k. 40% hlutdeild í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli tóku gildi árið 2010 hjá opinberum hlutafélögum og 2013 hjá öðrum hlutafélögum. Þessi rannsókn leitast við að svara rannsóknarspurningunum: (1) Hvert er hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri á árunum 2011–2017? (2) Hefur konum í stjórn fyrirtækja á Akureyri fjölgað eða fækkað meira á árunum 2011–2017 miðað við almennt á Ís- landi? (3) Hver eru viðhorf stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta og upplifun þeirra af honum? Niðurstöðurnar sýndu að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn var 29% á árunum 2011 og 2012 en hækkaði þá í 30% og hélst þannig til 2017. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri var 14% árið 2011 en hækkaði jafnt og þétt fram til ársins 2017 og mældist þá 36%. Hjá fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri hefur konum í stjórnum fjölgað mun meira á Akureyri en almennt á landsvísu á árunum 2011–2017 en hins vegar stendur hlutfallið nær í stað bæði á Akureyri og landsvísu hvað varðar fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn á þessum árum. Aðeins 11 af 17 fyrirtækjum í þessari rannsókn náðu 40% hlutfallinu sem kynjakvótalögin kveða á um. Stoppið á landsvísu virðist vera í kringum 33% hlutdeild en hlutfall kvenna í stjórnum fyrir- tækja með 50 starfsmenn eða fleiri var það á árunum 2014–2017. Af einhverjum ástæðum virðast konur ekki eiga eins greiða leið í stjórnir fyrirtækja hér á landi þrátt fyrir að kynjakvótinn hafi verið bundinn í lög frá árinu 2010 hjá opinberum hlutafélögum og frá 2013 hjá öðrum hlutfélögum. Ein- hverjar ósýnilegar hindranir (glerþak) virðast enn hamla því að konur nái markinu um 40% hlut- deild í stjórnum fyrirtækja hér á landi þó vissulega megi sjá að hlutfallið hækkaði eftir að lögin tóku gildi. Ein rökin með lögunum voru að með þeim væri verið að ryðja úr vegi þessum ósýnilegu hindrunum sem draga úr tækifærum kvenna til að komast í stjórnun fyrirtækja en betur má ef duga skal. Hugsanlega má skýra þessar ósýnilegu hindranir að hluta til með ójöfnum hlutverkum innan heimilisins, þar sem konur bera öllu jöfnu enn meiri ábyrgð á börnum og heimili en karlar, og með því að konur eru ekki eins sýnilegar og karlar og því sé síður leitað til þeirra. Rannsóknir benda einn- ig til þess að konur hafi ekki eins sterkt tengslanet og karlar (Durbin, 2011; Linehan og Scullion, 2008; Ragins o.fl., 1998) og að það hafi hamlandi áhrif þannig að ef þær hefðu sterkara tengslanet kæmust þær auðveldar inn í stjórnir fyrirtækja. Það má líka velta því fyrir sér hvort eitthvað sé til í því hjá Linehan og Scullion (2008) að karlar viðhaldi yfirburðum sínum með því hamla aðgengi kvenna að tengslanetum og stjórnum fyrirtækja. Konur í þessari rannsókn voru á því að mikilvægt væri að hafa gott tengslanet til að komast inn í stjórnir fyrirtækja og það hefðu konur í minna mæli en karlar. Þær nefndu líka að karlar tilnefndu yfirleitt bara aðra karla við val á nýju stjórnarfólki og þeir báru því við að það kæmi bara ekki nein kona upp í hugann með þá þekkingu og hæfni sem til þyrfti. Það sýnir mikilvægi þess að gera konur mun sýnilegri en þær eru og mikilvægt er að breyta ríkjandi viðhorfum. Að binda kynjahlutfall í lög var stórt skref í baráttunni við að jafna hlut karla og kvenna á vinnu- markaði og nýta þannig allan mannauðinn en ekki aðeins hluta af honum. Almennt séð tóku svar- endur spurningalistakönnunarinnar ekki afstöðu með eða á móti kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en tæp 43% merktu við hlutlaus. Af þeim sem þó tóku afstöðu til kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja voru flestir jákvæðir gagnvart honun en þriðjungur var með neikvætt eða mjög neikvætt viðhorf til hans. Allar konur í viðtalsrannsókninni sem og langflestir karlar voru þó sammála því að mikilvægt væri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.