Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 16

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 16
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“ 16 .. að hafa sem jafnast hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja því þannig nýttist mannauður sam- félagsins best. Það er því spurning hvort það viðhorf sé meira í orði en í verki. Einnig kom fram hjá flestum viðmælendum að konur væru jafnhæfar körlum til að gegna stjórnunarstöðum en það voru hins vegar skiptar skoðanir meðal þeirra um það hvort það að binda kynjakvóta í lög hefði verið lausnin. Það kom fram hjá karlkyns viðmælendum að það að binda kynjahlutfall í lög hefði verið vafasöm aðgerð þar sem þeir töldu að hæfni til stjórnarsetu væri mikilvægari breyta en kyn. Slíkt við- horf samræmist lagnakenningunni sem gerir ráð fyrir að það muni nást jafnvægi í hlutföllum kynja í stjórnum og stjórnendastöðum með aukinni menntun og atvinnuþátttöku kvenna á vinnumarkaði, það taki bara bara tíma (Allen og Castleman, 2001; Rodriguez, 2011). Kvenkyns viðmælandi var alveg hörð á því að kynjakvótinn væri mjög mikilvægur og þyrfti að vera til staðar til að breyta við- horfum í samfélaginu enda væri þessi veröld sem við búum í skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla. Hvort það að binda kynjahlutfall í lög hafi verið rétta leiðin til að hækka hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja eða ekki, eða hvort betra hefði verið að fara aðrar leiðir, eins og með valnefndum eða hluthafakosningum eins og Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson (2015) benda á, má alltaf rökræða. Það er í það minnsta hægt að setja spurningarmerki við hvort það taki einfald- lega ekki allt of langan tíma að láta atvinnulífið sjálft ná kynjajafnvægi í stjórnum félaga sinna og því hafi verið mikilvægt að grípa til einhverra aðgerða. Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi hefur til að mynda verið mjög mikil í fjöldamörg ár og með því hæsta sem gerist meðal OECD-landanna en einnig hefur hlutfall kvenna með háskólapróf verið mun hærra en hlutfall karla með háskólapróf í fjöldamörg ár. Þessar staðreyndir hafa þó skilað fáum konum í æðstu stjórnendastöður hingað til. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir (2012) eru sammála því að það séu skiptar skoðanir um hvort kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja sé rétta leiðin til að jafna kynjahlutfallið og segja þær að konur séu jákvæðari gagnvart kynjakvóta en karlar, sem samræmist niðurstöðum þessarar rannsóknar. Ekki var hægt að greina gögnin í þessari rannsókn eftir aldri vegna fárra þátttakenda en Guðbjörg Linda og Margrét telja að þeir sem eru eldri séu á móti frekar á móti en þeir yngri og að almenningur sé jákvæðari gagnvart kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en stjórnendur sjálfir. Kanter (1977) og Dahlerup (1988) benda á að það þurfi fleiri en eina konu í stjórn til að rödd kvenna og viðhorf nái til eyrna annarra stjórnarmeðlima og til að þær nái fram breytingum. Í sama streng taka Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir (2012) sem telja að það þurfi að lágmarki tvær konur til að þær geti haft jákvæð áhrif á nýsköpun í stjórn fyrirtækja. Því er kynja- kvótinn mikilvægt skref í þá átt að virkja konur, og færni þeirra og getu, betur í stjórnum fyrirtækja. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að viðmælendur töldu almennt mikið til í því, ef frá eru taldir nokkrir karlkyns viðmælendur, að rödd kvenna inni í stjórnum væri mun sterkari ef þær væru fleiri en ein. Það að hafa fleiri en eina konu hefði mikið að segja varðandi stuðning inni á fundum hvað varðar málefni og mismunandi skoðanir. Þetta viðhorf er þó á skjön við hugmyndir Childs og Krook (2009) sem segja að það skipti ekki máli hvaðan stuðningurinn við konur og þeirra málefni komi, hann geti komið hvort sem er frá konu eða karli og kalla þau þá aðila krítíska gerendur. Rannsóknir eru heldur ekki á einu máli um það hvort að aukið hlutfall kvenna í stjórnum fyrir- tækja skipti máli eða ekki og hvort það hafi áhrif á frammistöðu fyrirtækjanna. Í þessari rannsókn töldu fimm af sex konum að aukið hlutfall kvenna í stjórnum hefði áhrif á rekstur fyrirtækisins og helmingur kvenna var sammála því að það stuðli að betri fjárhagslegri afkomu fyrirtækisins. Karl- kyns viðmælendur voru þó ekki alveg á sömu skoðun og vildu þeir meina að það væri ekki sá þáttur sem væri til þess fallinn að færa rök fyrir því að mikilvægt væri að hafa sem jafnast kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja. Laufey Axelsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir (2017) telja ávinning af því að hafa fleiri konur í stjórnum fyrirtækja þar sem þær stofni síður til skulda og lendi síður í vanskilum. Niðurstöður rannsóknar Creditinfo (2009) sýna að afkoma fyrirtækja með blandaða stjórn er betri en afkoma fyrirtækja þar sem eingöngu karlar skipa stjórn. Í sama streng taka McKinsey og Company (2010) og Evrópuþingið (e. European parliament) (2011) sem telja að þegar konur og karlar eru við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.