Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 22

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 22
Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum 22 .. markana. Rannsóknin byggir á persónulegum, opnum dagbókarfærslum tæplega fjörutíu mæðra yfir tveggja vikna tímabil í mars og apríl vorið 2020. Gögnin sem þessi grein byggir á er hluti af stærri rannsókn (sjá Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir, 2020) þar sem markmiðið var að öðlast skilning á áhrifum Covid-19 á daglegt líf barnafjölskyldna á Íslandi, með sérstakri áherslu á að varpa ljósi á verkaskiptingu kynjanna og upplifun mæðra af samræmingu launaðrar og ólaunaðrar vinnu í fyrstu bylgju kórónaveirufaraldursins. Í samfélagi jafnréttis? Íslendingar þykja almennt standa sig vel í jafnréttismálum, en í rúman áratug hefur Ísland trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði (World Economic Forum, 2020). Þessi ár- angur hefur vakið athygli og segja má að hann hafi verið dreginn fram sem hluti af sjálfsmynd Ís- lands í samfélagi þjóðanna (Þorgerður J. Einarsdóttir, 2020). Enn fremur hefur staða Íslands verið leiðarstef í vörumörkun (e. branding) í utanríkisþjónustu landsins (Kristín Sandra Karlsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir, 2020). Menntunarstig íslenskra kvenna hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu áratugum og atvinnuþáttaka þeirra er meðal þess sem mest gerist á meðal OECD-landa. Það sama á við um atvinnuþátttöku karla (OECD, 2020; Þóroddur Bjarnason og Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2017), þannig að ljóst er að í alþjóð- legum samanburði vinna íslenskir foreldrar mjög mikið. Hér, líkt og annars staðar, er þó algengara að konur fremur en karlar vinni hlutastörf og í kjölfar barneigna eru konur líklegri til að lækka starfshlutfall í launaðri vinnu (Ingólfur V. Gíslason og Sunna Símonardóttir, 2018). Þrátt fyrir að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafi verið sett árið 2013 eru konur enn í minnihluta þeirra sem gegna valdastöðum í samfélaginu, bæði hjá hinu opinbera og í einkafyrirtækjum (Ólöf Júlíusdóttir o.fl., 2018). Launamunur kynjanna hefur verið viðvarandi hér á landi og árið 2017 var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,3% (Hagstofa Íslands, 2020). Þá benda rannsóknir til þess að konur hér á landi beri enn meiri ábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi, og þó þátttaka feðra í umönnun barna hafi vissulega aukist virðast heimilisstörfin að einhverju leyti sitja eftir, ekki síst skipulag og utan- umhald fjölskyldulífsins (Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einarsdóttir, 2019; Ásdís A. Arnalds o.fl., 2013; Ingólfur V. Gíslason og Sunna Símonardóttir, 2018; Þóra Kristín Þórsdóttir, 2012). Ákveðnar vísbendingar eru því um sprungur í fyrrnefndri glansmynd Íslands sem jafnréttispara- dísar. Raunar hefur verið bent á að ekki megi líta fram hjá því að mælingar á jafnrétti, líkt og sú sem framkvæmd er af Alþjóðaefnahagsráðinu, hafa sínar takmarkanir og mæla til dæmis ekki stöðuna á heimilum, kynbundið ofbeldi eða samfélagsleg viðhorf og gildi (Þorgerður J. Einarsdóttir, 2020). Það er í það minnsta nokkuð ljóst að þessi mikli árangur á oft og tíðum þröngum jafnréttismæli- kvörðum ber þessi ekki merki að hér hafi kynjaðir samfélagsstrúktúrar verið brotnir niður. Jafnvel má færa rök fyrir því að þessi árangur gæti valdið stöðnun, þar sem ímyndarsköpun Íslands sem jafn- réttisríkis hefur ýtt undir það sem Gyða Margrét Pétursdóttir (2012) kallar áru kynjajafnréttis. Henni má lýsa sem félagslegu ferli eða fyrirbæri „þar sem konur og karlar sannfæra sjálf sig um að jafnrétti ríki þrátt fyrir að raunin sé önnur“ (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2012, bls. 6). Ára kynjafnréttis ýtir þannig undir hugmyndir okkar um að á Íslandi ríki kynjajafnrétti þrátt fyrir að svo sé ekki, bæði á vinnumarkaði og á heimilunum. Sjálfmynd þjóðar er svo að einhverju leyti byggð á þessari tálsýn. Hvernig má það vera að jafnvel svokallað „fyrirmyndarríki“ í jafnréttismálum, þar sem formlegt og lagalegt jafnrétti hefur verið tryggt, eigi enn svo langt í land með að ná kynjajafnrétti? Til að hjálpa okkur að skilja samfélagslega undirskipan kvenna í nútímasamfélögum eins og á Norðurlönd- unum hefur Anna G. Jónasdóttir (2011) þróað kenningu um ástarkraftinn þar sem hún leitast eftir að skýra hvernig ást viðheldur og endurskapar sífellt ójafna stöðu fólks í gagnkynja parasamböndum. Hún telur að þar sé meðal annars að verki ójöfnuður sem skapast vegna ójafnvægis í því hvernig ástarkraftar (e. love power) deilast á milli fólks í ástarsamböndum. Þar hagnast karlar meira á ástum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.