Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 23

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 23
Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir 23 .. kvenna heldur en öfugt, þar sem þeir eru gjarnan í valdameiri stöðu og leggja minna af mörkum til heimilisverka og umönnunar barna (Anna G. Jónasdóttir; 2011; 2018). Anna lýsir ástinni sem bæði skapandi og valdeflandi; við gefum og þiggjum af kröftum hennar, en á sama tíma getur hún falið í sér nokkurs konar arðrán á krafti þeirra sem gefa meira af henni en þeir þiggja. Arðrán þarf ekki að þýða nauðung, misnotkun eða óhamingju heldur felur það í sér að annar aðilinn í sambandinu hagnast meira á því en hinn. Birtingarmynd þess er til dæmis sú stað- reynd að konur eru líklegri til að taka á sig aukna byrði sem krefst ástarkrafta er kemur að börnum og heimili, sem síðan getur haft í för með sér að konur nái síður frama á vinnumarkaði. Hinn sami ástar- kraftur gefur karlkyns mökum þeirra aftur á móti aukið svigrúm til að einbeita sér að störfum sínum utan heimilis (Anna G. Jónasdóttir, 2011; 2014; 2018). Þannig geta félagsleg tengsl sem byggja á ást verið einn grundvallarþáttur þess að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna í nútímasamfélögum (Anna G. Jónasdóttir, 2011; 2014), jafnvel þeim sem kenna sig við jafnrétti eins og Ísland. Það er því mikil- vægt að kraftar ástarinnar séu skoðaðir með gagnrýnum hætti þegar kemur að stöðu kynjanna og samspili ástarinnar og hlutverks, reynslu og stöðu fólks í (gagnkynja) parasamböndum, ekki aðeins hvað varðar umhyggju og ólaunaða vinnu heldur einnig hvernig félagsleg tengsl okkar sem kynverur hafa áhrif á stöðu og hlutverk kynjanna – bæði í opinbera lífinu og einkalífinu (Ferguson og Jónas- dóttir, 2014). Þegar sögulegt samhengi kynjaðra hlutverka er skoðað út frá sjónarhorni kenninga um ástar- kraftinn er lögð áhersla á að varpa ljósi á þá samfélagslegu formgerð og þau persónulegu sambönd sem hafa mótað hugmyndir um hlutverk kynjanna (Bryson, 2011). Kynjakerfið er þannig nátengt kapítalísku hagkerfi í samfélagi nútímans þar sem arðrán á sér stað í jafnt launuðum sem ólaunuðum störfum. Hér má hafa í huga að ástarvinnan í (gagnkynja) parasamböndum, sem byggir á umhyggju og erótískri ást, bæði viðheldur og endurskapar hið ójafna kynjakerfi í samspili við hagkerfið og gengur á ástarkrafta kvenna í ríkara mæli en karla (Anna G. Jónasdóttir, 2011; 2014). Í því ljósi er mikilvægt að skoða vel samspil fjölskyldulífs og vinnumarkaðar og hvernig vald og verkaskipting birtist í daglegu lífi fjölskyldufólks. Tilfinningavinna og hugræn byrði Hugtakið tilfinningavinna hefur í nokkurn tíma verið notað í rannsóknum á verkaskiptingu í fjöl- skyldum en það kemur úr smiðju félagsfræðingsins Hochschild (1983). Í rannsóknum sínum hefur hún skilið á milli þeirra starfa á launuðum vinnumarkaði sem krefjast þess að sýndar séu ákveðnar tilfinningar (e. emotional labor) og þeirrar tilfinningavinnu er tengist þeim störfum sem krefjast um- hyggju og innt eru af hendi í einkalífinu (e. emotional work), einkum af konum (Hochschild,1983; Erickson og Ritter, 2001). Erickson (2005) hefur til að mynda bent á það að hinn félagslega smíðaði veruleiki um hlutverk karla og kvenna spái frekar en líffræðilegt kyn fyrir um ábyrgð á tilfinninga- vinnu í fjölskyldum. Tilfinningavinna innan fjölskyldna felur í sér að viðkomandi hlúir að velferð annarra fjölskyldumeðlima, svo sem barna, maka, foreldra og annarra skyldmenna (Curran o.fl., 2015), oft með þeim tilkostnaði að fela eigin tilfinningar og upplifanir. Fræðafólk hefur dregið tilfinningavinnu fram sem einn flokk heimilisstarfa, auk almennra heim- ilisstarfa og umönnunar barna (Robertson o.fl., 2019). Á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á að bæta við fjórða flokknum til að fanga þau störf sem eru ósýnileg, líkt og tilfinningavinnan, en fela í sér skipulag, ákvarðanatöku og utanumhald daglegs lífs fjölskyldunnar. Þann flokk má kalla hugræna byrði (e. mental work), en sú byrði felur í sér skipulag og verkstjórn á heimilislífinu, þ.e. ábyrgð á að nauðsynleg verkefni séu framkvæmd og að aðrir fjölskyldumeðlimir muni eftir verk- efnum sínum í daglegu lífi (Robertson o.fl., 2019). Ekki er hægt að útvista hinni hugrænu byrði til einhvers sem ekki er hluti af fjölskyldunni og flest bendir til þess að þess að í gagnkynja para- samböndum beri mæður hitann og þungann af hinni hugrænu byrði og séu verkstjórar heimilanna (Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einarsdóttir, 2019; Ciciolla og Luthar, 2019; Curran o.fl., 2015;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.