Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 25

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 25
Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir 25 .. sem varið er til ákveðinna verka á heimilum og opnum dagbókarhugleiðingum (Kan, 2008; Kitterød og Lyngstad, 2005). Tímaskráningarnar (t.d. Bonke og McIntosh, 2005) höfðu meðal annars það hlutverk að vera kveikja fyrir hugleiðingar hvers dags, en þessi grein byggir eingöngu á opnu hug- leiðingunum. Fyrri vika dagbókarskráninganna hófst þann 26. mars 2020, sem var í vikunni fyrir páska. Þátttakendur hófu skráningar aftur að loknu páskaleyfi, en seinni vika rannsóknarinnar fór fram 7.–14. apríl. Samkvæmt Bolger og félögum (2003) eru dagbókarrannsóknir tilvaldar til þess að fanga daglega reynslu og upplifun þátttakenda. Þar sem þær byggja á skráningu frá degi til dags má gera ráð fyrir að reynsla og upplifun þátttakenda sé þeim í fersku minni og líkurnar á því að það reyni á minni fólks eru í lágmarki. Því má gera ráð fyrir að gögnin verði ríkulegri og að mikilvægt samhengi atburða og reynslu í daglegu lífi fólks glatist síður í rannsókn af þessu tagi, þar sem gögnum er safnað í raun- tíma. Það á ekki síst við um rannsóknir á tímum óvenjulegra eða fordæmalausra atburða líkt og nú. Notast var við sjálfvalið úrtak þátttakenda sem svöruðu kalli okkar um þátttöku í rannsókninni. Auglýst var eftir þátttakendum á samfélagsmiðlinum Facebook, en auglýsingu um rannsóknina var deilt víða af aðilum í tengslaneti beggja höfunda og sömuleiðis í stærstu Facebook-hópum lands- ins, svo sem Brask og brall, Góða systir, Feðratips og Beauty Tips. Þetta var gert í ljósi þess að Facebook er vinsælasti samfélagsmiðill landsins, enda eru nær allir Íslendingar reglulegir notendur miðilsins (Facebook Nation, 2018), og því um hentugan vettvang að ræða til að auglýsa eftir þátttak- endum. Skilyrði fyrir þátttöku var að eiga börn á leik- og/eða grunnskólaaldri. Í allt tóku 47 foreldrar þátt í rannsókninni, sjö karlar og 40 konur. Þessi grein byggir á greiningu á opnum hugleiðingum frá þeim 37 mæðrum sem voru í gagnkynja parasamböndum. Einstæðum mæðrum er sleppt í þessari greiningu, þar sem áhersla er lögð á upplifun mæðra sem deila umönnun og heimilisverkum með maka. Um það bil helmingur mæðranna bjó á höfuðborgarsvæðinu (n = 18) en búseta hinna var dreifð víðsvegar um landið. Fjöldi barna á heimilum þessara kvenna var mismunandi eða frá einu barni til sex barna, en meirihluti þeirra (n =21) átti tvö börn. Menntunarstig þátttakenda var tiltölu- lega hátt, en meirihluti mæðranna var með háskólapróf; 14 með bakkalárgráðu og 18 með meistara- gráðu. Meðan á rannsókninni stóð voru 29 mæðranna í launaðri vinnu, fjórar voru í fæðingarorlofi, ein var í sjálfstæðum rekstri, ein var í námi, ein var bæði í námi og í vinnu og ein var öryrki. Í flestum tilfellum voru bæði mæðurnar og makar þeirra fyrirvinnur heimilisins og unnu þau allflest heiman frá á því tímabili sem rannsóknin stóð yfir. Mæðurnar voru í mismunandi starfshlutfalli, eða frá 70 til 100%, meðan á rannsókninni stóð. Einhverjar höfðu lækkað starfshlutfall sitt vegna faraldursins. Í öllum tilfellum fóru börnin eitthvað í skóla en með talsverðum takmörkunum þó. Eftir að hafa veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni voru þátttakendur beðnir um að svara spurningum varðandi helstu bakgrunnsupplýsingar. Þann 26. mars var þátttakendum svo sendur fyrsti hlekkurinn á dagbókarskráningu og í framhaldinu fengu þau daglega sendan hlekk á dagbókarskráningu viðkomandi dags. Þau voru hvött til að skrifa um daglega upplifun sína og þau áhrif sem Covid-19 hafði á líf þeirra, verkaskiptingu á heimilinu, ábyrgð og líðan meðan á þátttöku í rannsókninni stóð. Rannsóknin fór fram í gegnum Microsoft Forms. Þau gögn sem hér liggja til grundvallar eru ríkuleg, en dagbækurnar sem þessi greining byggir á telja alls um 28.000 orð. Við greiningu á skráðu hugleiðingum fylgdum við vinnulagi Braun og Clarke (2013), sem byggir á sex skrefum þemagreiningar. Við flokkuðum dagbókartextann eftir þátttakendum og dagsetningum og svo var hann lesinn nokkrum sinnum yfir og minnispunktar skráðir meðan á lestrinum stóð. Síðan ræddum við innihaldið hvor við aðra. Við kóðun gagnanna var notast við opna kóðun. Síðan voru kóðar flokkaðir og unnið áfram með þau þemu sem endurtekið komu fram í dagbókarskrifunum. Þannig voru þróuð nokkur meginþemu og tvö þeirra eru til umfjöllunar í þessari grein; tilfinninga- vinna og hugræn byrði. Rannsóknin er ekki leyfisskyld en siðareglur Háskóla Íslands (2019) voru hafðar til hliðsjónar við framkvæmdina. Þátttakendum var heitið nafnleynd og að ekki yrði unnið með persónugreinan- legar upplýsingar. Við gáfum þátttakendum tilviljanakennd númer strax í upphafi til að tryggja nafn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.