Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 26

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 26
Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum 26 .. leysi þeirra. Þátttakendum var frjálst að hætta þátttöku sinni í rannsókninni á hvaða tímapunkti sem er, sem einhver gerðu á forsendum sem eru okkur ókunnar. Í ljósi þess þrönga tímaramma sem rannsókninni var settur, þar sem okkur þótti mikilvægt að gagnaöflunin færi fram á meðan samkomutakmarkanir stæðu yfir, tókum við ákvörðun um að besti vettvangurinn til að auglýsa eftir þátttakendum væri í gegnum Facebook, í ljósi almennrar virkni á þeim miðli. Það er þó ljóst að það og sá knappi tímarammi sem við unnum með hefur haft áhrif á fjölda þátttakenda og einnig á einsleitni hópsins, sérstaklega hvað varðar menntun og kyn. Við höfðum bundið vonir við að kynjahlutfall yrði jafnara svo hægt yrði að vinna með sambærileg gögn frá konum og körlum. Fáir karlar tóku þátt og virkni þeirra í ritun opinna hugleiðinga var ekki jafn mikil og virkni kvennanna. Niðurstöður og umræða Sem fyrr segir verða niðurstöður rannsóknarinnar kynntar undir tveimur meginþemum. Fyrra þemað varpar ljósi á birtingarmyndir tilfinningavinnunnar sem mæðurnar lýstu endurtekið í hugleiðingum sínum. Seinna þemað endurspeglar þá miklu hugrænu byrði sem þær upplifðu, sem kristallaðist meðal annars í ábyrgð þeirra á að skipuleggja og verkstýra verkefnum heima fyrir. Því fylgdi mikið álag, enda þurftu þær að endurskipuleggja veruleika sinn og taka ákvarðanir sem þær höfðu ekki staðið frammi fyrir að taka áður. Tilfinningavinna Ljóst var af dagbókarfærslum mæðranna að faraldurinn hafði mikil áhrif á daglegt líf þeirra. Það voru ekki aðeins samkomutakmarkanir sem höfðu áhrif heldur fylgdi hinum breytta veruleika einn- ig mikil óvissa og álag. Undir venjulegum kringumstæðum hefur samræming fjölskyldu og atvinnu reynst foreldrum púsluspil (Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einarsdóttir, 2019) en sú samræming reyndist enn meiri áskorun þegar heimilin urðu allt í senn; vinnustaðir, skólar og æfinga- og tóm- stundasvæði, í viðbót við hefðbundnar rútínur heimilisins. Mæðurnar lýstu pirringi, þreytu, stressi og áhyggjum yfir ástandinu. Hið daglega líf þurfti skyndilega að skipuleggja upp á nýtt og þá hafði sú óvissa sem ástandinu fylgdi mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi, en mæðurnar lýstu því hvernig þær sinntu talsverðri tilfinningavinnu til að gera ástandið sem léttbærast fyrir aðra á heimilinu. Sem dæmi lýstu mæðurnar því gjarnan hvernig þær legðu áherslu á að sýnast rólegar yfir þessum breytta veruleika til þess að aðrir fjölskyldumeðlimir, þá sérstaklega börnin, yrðu ekki varir við að þær væru órólegar yfir ástandinu og óvissunni sem það hafði í för með sér. Eftirfarandi tilvitnun í móður tveggja barna, níu og tíu ára, sem sinnti starfi sérfræðings í 100% starfi heiman frá meðan maðurinn hennar fór til vinnu, er lýsandi fyrir skrif margra þeirra. Hún lýsti upplifun sinni svona: Ég nenni ekki þessu ástandi en reyni að vera jákvæð, sérstaklega við manninn og börnin, þau mega alls ekki átta sig á kvíðanum þá verða þau óþarflega hrædd. Ég held áfram í hugleiðslum og yoga til að vinna á þessu, þetta kemur allt. Eins og fleiri mæður í rannsókninni gerðu dró þessi móðir þarna fram mikilvægi þess að leyna eigin tilfinningum til þess að halda öðrum fjölskyldumeðlimum rólegum og stundaði yoga og hugleiðslu til að þess að reyna að halda ró sinni. Í stað þess að tala opinskátt um líðan sína fannst henni mikil- vægt að sýna hana ekki. Slík vinna er þannig ekki bara orkufrek og ósýnileg heldur er henni beinlínis haldið leyndri, en rannsóknir hafa sýnt að það getur komið niður á velferð mæðra (Ciciolla og Lut- har, 2019; Curran o.fl., 2015; Daminger, 2019). Hér á eftir fer annað dæmi um slíka tilfinningavinnu, að þessu sinni frá móður þriggja barna á aldrinum tíu til 17 ára sem var í 70% starfi sem hún sinnti mestmegnis heiman frá. Hún sagði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.