Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 28

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 28
Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum 28 .. Álag er á heimilinu, kallinn hvessti sig hressilega á tuð milli barna í morgun og allt sprakk í loft, 2 börn grátandi og ég talaði við kallinn og reyndi að minna hann á að taka tillit til álags á börnin. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að mæla þann tíma sem fer í ósýnilega vinnu, líkt og tilfinn- ingavinnu og hugræna byrði, því hún sé iðulega innt af hendi samhliða öðrum störfum (Robertson o.fl., 2019). Rannsóknir benda til þess að meira tilkall sé gert til tíma kvenna en karla (Bryson, 2016; Bryson og Deery, 2010), oft af hálfu barna (Sullivan og Gershuny, 2018), og að þær séu líklegri til að gera marga hluti í einu (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Thamar Heijstra, 2013). Vísbendingar um þetta komu fram í skrifum mæðranna. Þannig lýstu nokkrar þeirra hvernig þær tækju minni tíma fyrir sig en eiginmenn þeirra og héldu mörgum boltum á lofti í einu. Hér er dæmi frá móður tveggja barna á aldrinum fimm og níu ára um hvernig ástandið afhjúpaði kynjaða verkaskiptingu heimilisins og kynjað eignarhald á tíma: Við vissum alveg að skiptingin okkar er frekar jöfn á venjulegum tímum en þegar við erum bæði heimavinnandi er klárt mál að hann tekur sér meira rými þegar hann þarf til að sinna „sínu“ og ég hleyp til og sprett upp úr vinnu mun meira en hann. Þarna afhjúpast verkaskipting sem segja má að ára kynjajafnréttis (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2012) hafi skyggt á, þar sem staðan er önnur þegar á reynir en hjónin höfðu gefið sér. Af skrifum kvennanna að dæma má segja að ástandið hafi afhjúpað hlutverk mæðranna í að halda heimilislífinu gangandi, róa fólkið sitt og halda friðinn þrátt fyrir að þær sjálfar upplifðu vissulega mikla óvissu og álag í vinnu. Tilfinningavinnan sem mæðurnar sem þátt tóku í rannsókninni lýstu var veruleg og bæði orku- og tímafrek. Þannig virðist faraldurinn hafa dregið fram og endurskapað með skýrum hætti söguleg hlutverk kynjanna þar sem konur, í krafti ástarinnar (Anna G. Jónasdóttir, 2011, 2018), taka í miklum mæli að sér að veita umhyggju í fjölskyldum. Niðurstöður Auðar Magndísar Auðardóttur og Önnudísar Rúdólfsdóttur (2020) ríma við þessar niðurstöður, en rannsókn þeirra varpaði áhuga- verðu ljósi á ríkjandi orðræðu um foreldrahlutverkið í Covid-19. Þar mátti meðal annars sjá hversu kynjuð orðræðan um foreldrahlutverkið er, meðal annars um umönnunar- og tilfinningavinnu af þessu tagi, og hvað foreldrar áttu í mikilli togstreitu um tímann (sjá einnig Annadís G. Rúdólfsdóttir og Auður Magndís Auðardóttir, 2020). Hugræn byrði Þegar rætt er um verkaskiptingu á heimilum er mikilvægt að gera greinarmun á hlutverki þess sem ber ábyrgð og þess sem hjálpar til. Sá sem ber ábyrgðina heldur utan um daglegt líf fjölskyldunnar, verkstjórn og skipulag, eða ber hina hugrænu byrði (Ciciolla og Luthar, 2019; Curran o.fl., 2015; Robertson o.fl., 2019). Í hugleiðingum mæðranna endurspeglaðist glögglega sú mikla hugræna byrði sem var hluti af daglegu lífi þeirra. Eftirfarandi tilvitnun í móður í fullu starfi, með tveggja ára barn á heimilinu, fangar þetta vel, en hún skrifaði: Mér finnst ég hafa breyst í verkstjóra hérna á heimilinu, er að reyna að hafa meiri yfirsýn yfir hvað þarf að gera og virkja manninn minn, þannig að það endi ekki bara allt í drasli, og ég vil ekki þurfa að sjá um allt ein. Þannig að ég er búin að halda fjölskyldufund og setja upp skýra verkaskiptingu. Hann sér um matseld, uppvask og þvottinn, og ég sé um tiltekt, frágang og þrif. Yfirleitt hefur ekki verið nein skýr verkaskipting hjá okkur, en núna varð það algjör nauðsyn. Þarna kemur skýrt fram hvernig móðirin fann sig knúna til að setja saman skipulag og taka frum- kvæði og ábyrgð á því að gerð sé nauðsynleg verkaskipting á heimilinu. Eftirfarandi tilvitnun í móð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.