Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 29

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 29
Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir 29 .. ur tveggja og sjö ára gamalla barna er á sömu nótum; „Yfirleitt er það ég sem þarf að sjá til þess að hlutirnir ganga.“ Móðir þriggja barna á aldrinum sex til 13 ára lýsti ástandinu svona á sínu heimili: Ég varð þreytt í dag og ávítaði eiginmanninn. Ég sé um verkstjórn, verkaskipt- ingu og tek mesta ábyrgð á námi og æfingum barnanna. Mér finnst við vera hættulega nálægt kynjaþróun eins og hún var fyrir miðja síðustu öld. Þá er það á minni ábyrgð að minna á að svo eigi ekki að vera og enn bætist þá í ábyrgðar- pakkann. Eins og sjá má af skrifum hennar bættist verkstjórnin, og ábyrgðin á því að verkaskiptingin gengi eftir, við annað álag og ábyrgð sem hún lýsti að væri á hennar herðum. Þannig má segja að það verk- efni að gæta þess að mæta nútíma hugmyndum um æskilega stöðu í jafnréttismálum bætist við önnur verkefni. Svo virðist sem það ástand sem skapaðist í kjölfar samkomutakmarkana hafi dregið fram í dagsljósið kynjaða verkaskiptingu á mörgum heimilum. Líklega hefur ástandið ekki breytt verka- skiptingunni heldur frekar varpað ljósi á ólíka stöðu og hlutverk mæðra og feðra þegar takturinn í heimilislífinu breyttist og fleiri verkefni færðust inn á heimilið. Af orðum mæðranna má greina vonbrigði með stöðu mála. Þá upplifun má tengja við hina sterku áru kynjajafnréttis (Gyða Mar- grét Pétursdóttir, 2012) og sjálfsmynd þjóðarinnar þegar kemur að frammistöðu í jafnréttismálum (Þorgerður J. Einarsdóttir, 2020), þegar vonbrigðin eru sett í samhengi við væntingar um og trú á að staðan sé jafnari en hún svo er þegar á reynir. Fræðafólk hefur bent á að hugræn byrði geti haft áhrif á lífsgæði og velferð mæðra sem bera hitann og þungann af henni (Ciciolla og Luthar, 2019; Daminger, 2019). Sumar virðast þó líta þann- ig á að skýrari verkaskipting geti verið grundvöllur aukinnar velferðar, líkt og þessi tveggja barna móðir lýsir hér: „Allir eru með ákveðin verkefni á heimilinu ef heimilislífið á að ganga upp án þess að ég missi vitið.“ Það getur þannig verið snúið að ætla sér ekki að verkstýra og dreifa verkefnum vegna álagsins sem því fylgir en á sama tíma að upplifa að verkstjórnin skýri hlutverk og létti álagið. Enda voru dæmi um að mæðurnar upplifðu orkuleysi og depurð yfir ástandinu, sérstaklega ef hlut- irnir voru ekki í réttum skorðum á heimilinu, eins og sjá má af þessum skrifum: „Depurð helltist yfir mig út af þessu skrítna ástandi. Hafði litla einbeitingu í vinnuverkefnum. Pirraði mig á ástandi heimilisins en hafði ekki orku í að gera neitt í því.“ Í hugrænni byrði er einnig fólgin ákvarðanataka. Á nútímaheimilum eru ótal margar ákvarðanir sem þarf að taka, bæði smáar og stórar. Þegar aðstæður fólks breytast jafn snögglega og gerðist í kjölfar samkomutakmarkana í fyrstu bylgju Covid-19 þurfti að taka æði margar ákvarðanir um hvernig bregðast ætti við breyttum aðstæðum. Hér lýsir móðir fjögurra barna á leik- og grunnskóla- aldri upplifun sinni hvað þetta varðar; „Svo eru þetta svo klikkaðir tímar að dilemmað við að maður sé að taka réttar ákvarðanir t.d. í tengslum við skóla barnanna er talsvert mikið, auk áreitisins sem af þessu stafar.“ Skyndilega stóðu foreldrar frammi fyrir því þurfa að taka ákvarðanir um atriði sem ekki hefur þurft að hugsa mikið um áður, til dæmis hvort senda eigi börn í skóla eða halda þeim heima, hvort eigi að leyfa börnum að umgangast vini og hvernig skuli taka ábyrgð gagnvart fjöl- skyldumeðlimum í áhættuhópum. Þetta voru allt dæmi um ákvarðanir sem hvíldu á þátttakendum. Hér á eftir fer annað dæmi sem endurspeglar þennan veruleika enn betur, þar sem óvissa og flóknar ákvarðanir leituðu á hugann og tóku mikla orku: Þrátt fyrir mikla líkamlega hvíld undanfarið hefur hugurinn verið á hringsóli við áhyggjur og erfiðar ákvarðanir (ættu börnin að fara í skóla eða ekki? Má ég hitta hjartveika pabba minn ef ég held 2 metrum á milli? Þarf að sótthreinsa alla matvöru sem kemur heim? Má einhvern tímann ferðast aftur? Hvað ef Ísland fær ömurlegt rigningarsumar og algjört ferðabann verður og allir þurfa að hanga heima í stofu í marga mánuði í viðbót? Og svo frv. og frv.).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.