Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 38

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 38
Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli 38 .. Samfara sameiningu lögregluumdæma hefur lögreglumönnum fækkað (Mynd 2). Fækkunina má rekja til aðhaldsaðgerða í kjölfar efnahagshrunsins og ónógra fjárheimilda. Að mati ríkislögreglu- stjóra var æskilegur fjöldi starfandi lögreglumanna 890 árið 2017. Það ár voru hins vegar einungis 648 starfandi lögreglumenn, en voru 712 árið 2007 (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2019). Karlar voru í miklum meirihluta (84,4%) meðal lögreglumanna árið 2016 (Ríkislögreglustjóri, 2016). Fækkun lögreglumanna 2007–2017 nam 9% meðan landsmönnum fjölgaði um 10% (úr 307.672 í 338.349) (Hagstofa Íslands, 2020a). Þá jókst hlutfall erlendra ríkisborgara frá 2007 til 2019 úr 6% í 12,4% (Hagstofa Íslands, e.d.), en lögreglan hefur ekki jafn greiðan aðgang að sam- félögum innflytjenda og að innfæddum. Auk mögulegra tungumálaörðuleika treysta þjóðernislegir minnihlutahópar alla jafna lögreglunni síður en innfæddir, sem getur torveldað samskipti og störf lögreglu (Van Craen og Skogan, 2015). Hlutfallsleg fækkun lögreglumanna 2007–2016 var meiri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (14,5%) en hjá hinum umdæmunum (7,1%) (Ríkislögreglu- stjóri, 2007–2016). Þá nær fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna frá 2007 til 2018 (úr 485.000 í 2.343.773) (Ferðamálastofa, 2020) og fjöldi starfandi lögreglumanna á hverja 1.000 landsmenn og ferðamenn fór úr 0,9 í 0,2 (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2019). 45 Samfara sameiningu lögregluumdæma hefur lögreglumönnum fækkað (Mynd 2). Fækkunina má rekja til aðhaldsaðgerða í kjölfar efnahagshrunsins og ónógra fjárheimilda. Að mati ríkislögreglustjór var æskilegur fjöldi starfandi lögreglumanna 890 árið 2017. Það ár voru hins vegar einungis 648 starfandi lögreglumenn, en voru 7 2 árið 2007 (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2019). Karlar ru í miklum meirihluta (84,4%) meðal lögreglumanna árið 2016 (Ríkislögreglustjóri, 2016). Fækkun lögreglumanna 2007–2017 nam 9% meðan landsmönnum fjölgaði um 10% (úr 307.672 í 338.349) (Hagstofa Íslands, 2020a). Þá jókst hlutfall erlendra ríkisborgara frá 2007 til 2019 úr 6% í 12,4% (Hagstofa Íslands, e.d.), en lögreglan hefur ekki jafn greiðan aðgang að samfélögum innflytjenda og að innfæddum. Auk mögulegra tungumálaörðuleika treysta þjóðernislegir minnihlutahópar alla jafna lögreglunni síður en innfæddir, sem getur torveldað samskipti og störf lögreglu (Van Craen og Skogan, 2015). Hlutfallsleg fækkun lögreglumanna 2007–2016 var meiri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (14,5%) en hjá hinum umdæmunum (7,1%) (Ríkislögreglustjó i, 20 7– 2016). Þá nær fimmfaldaðist fjöldi erlendr erðamanna frá 2007 til 2018 (úr 485.000 í 2.343.773) (Ferðamálastofa, 2020) og fjöldi starfandi lögreglumanna á hverja 1.000 landsmenn og ferðamenn fór úr 0,9 í 0,2 (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2019). Mynd 3: Fjöldi lögreglumanna á hverja 100.000 íbúa árin 2009 og 2018 í löndum Evrópu (heimild: Eurostat, 2020b). Ísland er ekki eina landið þar sem lögreglumönnum hefur fækkað samfara sameiningu umdæma, aukinni miðstýringu og niðurskurði. Á mynd 3 má sjá fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu í löndum Evrópu árin 2009 og 2018. Ísland er með hvað fæsta lögreglumenn í allri Evrópu miðað við höfðatölu (185 á hverja 100.000 íbúa). Það vekur hins vegar sérstaka athygli að fækkun lögreglumanna hérlendis (29,1%) var sú mesta á tímabilinu í Evrópu (Eurostat, 2020b). Frá 2009 til 2019 varð jafnframt næstmest fjölgun gistinátta ferðamanna (194%) á Íslandi meðal allra landa Evrópu (Eurostat, 2020a). Samkvæmt Greiningardeild ríkislögreglustjóra (2019) hafa fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna komið niður á almennri löggæslu, forvörnum og frumkvæðisvinnu og aukið álag á lögreglumenn. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að mannekla kemur niður á viðbrögðum og viðbragðstíma lögreglu sem og öryggi Mynd 3: Fjöldi lögreglumanna á hverja 100.000 íbúa árin 2009 og 2018 í löndum Evrópu (heimild: Eurostat, 2020b). Ísland er ekki eina landið þar sem lögreglumönnum hefur fækkað samfara sameiningu umdæma, aukinni miðstýringu og niðurskurði. Á mynd 3 má sjá fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu í löndum Evrópu árin 2009 og 2018. Ísland er með hvað fæsta lögreglumenn í allri Evrópu miðað við höfðatölu (185 á hverja 100.000 íbúa). Það vekur hins vegar sérstaka athygli að fækkun lögreglu- manna hérlendis (29,1%) var sú mesta á tímabilinu í Evrópu (Eurostat, 2020b). Frá 2009 til 2019 varð jafnframt næstmest fjölgun gistinátta ferðamanna (194%) á Íslandi meðal allra landa Evrópu (Eurostat, 2020a). Samkvæmt Greiningardeild ríkislögreglustjóra (2019) hafa fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna komið niður á almennri löggæslu, forvörnum og frumkvæðisvinnu og aukið álag á lögreglumenn. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að mannekla kemur niður á viðbrögðum og viðbragðstíma lögreglu sem og öryggi lögreglumanna og almennings. Því er ekki að undra að mannekla er ein helsta uppspretta álags og streitu fyrir lögreglumenn (Duxbury og Higgins, 2012; Ricciardelli, 2018). Þá sýna rannsóknir fram á neikvæða fylgni milli fjölda lög- reglumanna og afbrotatíðni (Lim o.fl., 2010; Lindström, 2015). Fækkun lögreglumanna þýðir að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.