Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 38
Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli
38 ..
Samfara sameiningu lögregluumdæma hefur lögreglumönnum fækkað (Mynd 2). Fækkunina má
rekja til aðhaldsaðgerða í kjölfar efnahagshrunsins og ónógra fjárheimilda. Að mati ríkislögreglu-
stjóra var æskilegur fjöldi starfandi lögreglumanna 890 árið 2017. Það ár voru hins vegar einungis
648 starfandi lögreglumenn, en voru 712 árið 2007 (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2019).
Karlar voru í miklum meirihluta (84,4%) meðal lögreglumanna árið 2016 (Ríkislögreglustjóri,
2016). Fækkun lögreglumanna 2007–2017 nam 9% meðan landsmönnum fjölgaði um 10% (úr
307.672 í 338.349) (Hagstofa Íslands, 2020a). Þá jókst hlutfall erlendra ríkisborgara frá 2007 til
2019 úr 6% í 12,4% (Hagstofa Íslands, e.d.), en lögreglan hefur ekki jafn greiðan aðgang að sam-
félögum innflytjenda og að innfæddum. Auk mögulegra tungumálaörðuleika treysta þjóðernislegir
minnihlutahópar alla jafna lögreglunni síður en innfæddir, sem getur torveldað samskipti og störf
lögreglu (Van Craen og Skogan, 2015). Hlutfallsleg fækkun lögreglumanna 2007–2016 var meiri
hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (14,5%) en hjá hinum umdæmunum (7,1%) (Ríkislögreglu-
stjóri, 2007–2016). Þá nær fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna frá 2007 til 2018 (úr 485.000 í
2.343.773) (Ferðamálastofa, 2020) og fjöldi starfandi lögreglumanna á hverja 1.000 landsmenn og
ferðamenn fór úr 0,9 í 0,2 (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2019).
45
Samfara sameiningu lögregluumdæma hefur lögreglumönnum fækkað (Mynd 2). Fækkunina
má rekja til aðhaldsaðgerða í kjölfar efnahagshrunsins og ónógra fjárheimilda. Að mati
ríkislögreglustjór var æskilegur fjöldi starfandi lögreglumanna 890 árið 2017. Það ár voru hins
vegar einungis 648 starfandi lögreglumenn, en voru 7 2 árið 2007 (Greiningardeild
ríkislögreglustjóra, 2019). Karlar ru í miklum meirihluta (84,4%) meðal lögreglumanna árið
2016 (Ríkislögreglustjóri, 2016). Fækkun lögreglumanna 2007–2017 nam 9% meðan
landsmönnum fjölgaði um 10% (úr 307.672 í 338.349) (Hagstofa Íslands, 2020a). Þá jókst
hlutfall erlendra ríkisborgara frá 2007 til 2019 úr 6% í 12,4% (Hagstofa Íslands, e.d.), en
lögreglan hefur ekki jafn greiðan aðgang að samfélögum innflytjenda og að innfæddum. Auk
mögulegra tungumálaörðuleika treysta þjóðernislegir minnihlutahópar alla jafna lögreglunni
síður en innfæddir, sem getur torveldað samskipti og störf lögreglu (Van Craen og Skogan,
2015). Hlutfallsleg fækkun lögreglumanna 2007–2016 var meiri hjá Lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu (14,5%) en hjá hinum umdæmunum (7,1%) (Ríkislögreglustjó i, 20 7–
2016). Þá nær fimmfaldaðist fjöldi erlendr erðamanna frá 2007 til 2018 (úr 485.000 í
2.343.773) (Ferðamálastofa, 2020) og fjöldi starfandi lögreglumanna á hverja 1.000 landsmenn
og ferðamenn fór úr 0,9 í 0,2 (Greiningardeild ríkislögreglustjóra, 2019).
Mynd 3: Fjöldi lögreglumanna á hverja 100.000 íbúa árin 2009 og 2018 í löndum Evrópu (heimild: Eurostat,
2020b).
Ísland er ekki eina landið þar sem lögreglumönnum hefur fækkað samfara sameiningu
umdæma, aukinni miðstýringu og niðurskurði. Á mynd 3 má sjá fjölda lögreglumanna miðað
við höfðatölu í löndum Evrópu árin 2009 og 2018. Ísland er með hvað fæsta lögreglumenn í
allri Evrópu miðað við höfðatölu (185 á hverja 100.000 íbúa). Það vekur hins vegar sérstaka
athygli að fækkun lögreglumanna hérlendis (29,1%) var sú mesta á tímabilinu í Evrópu
(Eurostat, 2020b). Frá 2009 til 2019 varð jafnframt næstmest fjölgun gistinátta ferðamanna
(194%) á Íslandi meðal allra landa Evrópu (Eurostat, 2020a).
Samkvæmt Greiningardeild ríkislögreglustjóra (2019) hafa fólksfjölgun, fjölgun
ferðamanna og fækkun lögreglumanna komið niður á almennri löggæslu, forvörnum og
frumkvæðisvinnu og aukið álag á lögreglumenn. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir
sem sýna að mannekla kemur niður á viðbrögðum og viðbragðstíma lögreglu sem og öryggi
Mynd 3: Fjöldi lögreglumanna á hverja 100.000 íbúa árin 2009 og 2018 í löndum Evrópu
(heimild: Eurostat, 2020b).
Ísland er ekki eina landið þar sem lögreglumönnum hefur fækkað samfara sameiningu umdæma,
aukinni miðstýringu og niðurskurði. Á mynd 3 má sjá fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu í
löndum Evrópu árin 2009 og 2018. Ísland er með hvað fæsta lögreglumenn í allri Evrópu miðað við
höfðatölu (185 á hverja 100.000 íbúa). Það vekur hins vegar sérstaka athygli að fækkun lögreglu-
manna hérlendis (29,1%) var sú mesta á tímabilinu í Evrópu (Eurostat, 2020b). Frá 2009 til 2019
varð jafnframt næstmest fjölgun gistinátta ferðamanna (194%) á Íslandi meðal allra landa Evrópu
(Eurostat, 2020a).
Samkvæmt Greiningardeild ríkislögreglustjóra (2019) hafa fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og
fækkun lögreglumanna komið niður á almennri löggæslu, forvörnum og frumkvæðisvinnu og aukið
álag á lögreglumenn. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að mannekla kemur
niður á viðbrögðum og viðbragðstíma lögreglu sem og öryggi lögreglumanna og almennings. Því
er ekki að undra að mannekla er ein helsta uppspretta álags og streitu fyrir lögreglumenn (Duxbury
og Higgins, 2012; Ricciardelli, 2018). Þá sýna rannsóknir fram á neikvæða fylgni milli fjölda lög-
reglumanna og afbrotatíðni (Lim o.fl., 2010; Lindström, 2015). Fækkun lögreglumanna þýðir að