Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 40

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 40
Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli 40 .. margbreytileg og nær að ræða um „landsbyggðir“ heldur en (einsleita) „landsbyggð“. Þessi marg- breytileiki mótar veruleika lögreglumanna. Starf dreifbýlislögreglumanna mótast t.d. af því hvort þeir starfa skammt frá höfuðborgarsvæðinu, í stærri landshlutamiðstöð eða á strjálbýlu svæði fjarri þéttbýli. Þrír rannsakendur framkvæmdu viðtölin, þ.e.a.s. fyrrum lögreglumaður (Andrew Paul Hill) og tveir núverandi lögreglumenn. Spyrlarnir hafa reynslu af dreifbýlislöggæslu. Tilgangur viðtalanna var sá að fá fram upplifun viðmælenda af dreifbýlislöggæslu. Viðmælendur voru beðnir um að lýsa því hvernig viðkomandi gerðist lögreglumaður, væntingum til lögreglustarfsins, reynslu af dreif- býlislöggæslu og hvað gerði hana frábrugðna þéttbýlislöggæslu. Þá voru viðmælendur spurðir út í helstu áskoranir þeirra sem dreifbýlislögreglumenn og hvaða bjargráð nýttust til að mæta þessum áskorunum. Jafnframt voru viðmælendur beðnir um að koma með lýsandi dæmi um dagsdaglegt amstur dreifbýlislögreglumanna. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð. Persónurekjanleg atriði voru fjarlægð og viðmælendur fengu gervinöfn. Þá voru viðtalsgögnin þemagreind út frá viðmiðum grundaðrar kenningar (Corbin og Strauss, 1998). Flest viðtölin voru tekin á ensku og voru beinar tilvitnanir þýddar. Höfundar fullyrða ekki að niðurstöðurnar eigi við um alla dreifbýlislögreglumenn, enda ekki tilgangur eigindlegra rannsóknaraðferða að alhæfa, heldur að öðlast dýpri skilning á viðfangsefninu (Silverman, 2013). Sérhver viðmælandi hafði einstaka reynslu og viðhorf en fljótlega kom þó fram mettun (e. satura- tion) er varðar upplifun þeirra af helstu áskorunum og bjargráðum dreifbýlislögreglumanna. Mettun þýðir að hvert nýtt viðtal bætti litlu við heildarmyndina og því ekki þörf á fleiri viðtölum (Baker og Edwards, 2012). Niðurstöður Fjögur meginþemu komu fram í viðtölunum. Lykilþemað (og undirrót hinna þriggja) er mannekla og ofurálag. Annað þemað er að mannekla og undirfjármögnun krefjast þess að dreifbýlislögreglumenn séu fjölhæfir og hugvitssamir við að virkja félagsauð nærsamfélagsins. Þriðja þemað hverfist um þá áskorun að finna jafnvægi milli árangursríkrar löggæslu og þess að lifa í góðri sátt við samfélagið. Lokaþemað er að árangursrík dreifbýlislöggæsla ræðst af hæfileikanum að geta átt góð samskipti, sem grundvallast á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu. Mannekla og ofurálag: Engan til að hringja í nema sjálfan þig Mín reynsla er sú, að það er erfiðara að starfa sem lögreglumaður á landsbyggð- inni, klárlega. Það er samt líka skemmtilegt. Landsbyggðin er fjölbreyttari; það er kannski allt rólegt og svo verður allt brjálað. Þú hefur t.d. engan til að hringja í nema sjálfan þig og þarft að treysta mikið á sjálfan þig (Pétur). Ummæli Péturs undirstrika rauðan þráð viðtalanna, en að mati viðmælenda þýðir dreifbýlislöggæsla að vera „einn á vakt“ og „alltaf í vinnunni“. Meðal þeirra sem höfðu orð á því var misjafnt hvort við- komandi fannst dreifbýlis- eða þéttbýlislöggæsla meira krefjandi en greinilegt var að viðmælendur upplifðu grundvallarmun á þessu tvennu. Skortur á aðstoð er að þeirra mati mesti munurinn. Þetta er sérstaklega staðan í fámennari og afskekktari byggðarlögum þar sem einn eða tveir lögreglumenn vakta víðfeðm og strjálbýl svæði og langt er í aðstoð. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir (t.d. Fenwick, 2015). Mannekla krefst öðruvísi samskipta við almenning og annarrar nálgunar á lögreglustarfið. „Úti á landi þá þarftu að tækla fólk á allt annan hátt heldur en á stærri svæðunum. Þú veist að þú ert einn með allt og ef þú klúðrar því þá ertu bara í vondum málum“ (Hannes). Að vera einn á vakt fylgir mikil ábyrgð, sem getur verið yfirþyrmandi. Ýmsir láta ekki bjóða sér löngu vinnudagana, óvissuna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.