Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 41

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 41
Guðmundur Oddsson og Andrew Paul Hill 41 .. og hlutverkaálagið (e. role strain) sem má rekja, að hluta, til misræmis milli væntinga viðkomandi til lögreglustarfsins og raunveruleika dreifbýlislögreglumannsins. Misræmið felst m.a. í því að dreif- býlislögreglumenn þurfa oft að leysa verkefni sem snúa ekki beint að því að framfylgja lögunum. Þá langar oft frekar, líkt og flesta lögreglumenn, til þess að sinna hefðbundnari löggæsluverkefnum. Þetta hlutverkaálag getur leitt til gremju (Huey og Ricciardelli, 2015). Það sem er sérstaklega krefjandi við að vera einn á vakt, sögðu viðmælendur, er að fara í erfið útköll, jafnvel hættuleg, þegar langt er í aðstoð. Þetta er einn helsti streituvaldur lögreglustarfsins (Ricciardelli, 2018). Það er sérstaklega við erfið útköll sem þessi að lögreglumenn þurfa að lesa í aðstæður og bregðast við á viðeigandi hátt: „Ég segi alltaf að það er betra að stíga varlega til jarðar en skrefinu of langt. Því ef maður stígur skrefinu of langt, er ekki víst að þú getir tekið skrefið til baka“ (Birgir). Dreifbýlislögreglumenn þurfa að ígrunda vel hvernig á að nálgast erfiðar aðstæður og oftast er skynsamlegast að fara varlega, lægja öldurnar með samræðum og bíða eftir aðstoð. Biðin er hins vegar hvorki auðveld né oft valkostur þegar mikið liggur við. Því þurfa dreifbýlislögreglumenn stundum að bíta á jaxlinn og takast einir á við mótaðila við ótryggar aðstæður. Það er á stundum sem þessum sem viðmælendurnir sögðust helst óttast um öryggi sitt og annarra. Þeir sögðust vissulega oftast fá aðstoð annarra lögreglumanna við alvarlegar aðstæður en oft væri langt í aðstoð. „[S]íðan þegar að vaktinni lýkur, þá fer ég á bakvakt. Þá er maður í rauninni ennþá á vakt, maður er ekkert að slaka á, því maður er alltaf að bíða eftir kallinu“ (Ásmundur). Hér lýsir Ásmundur upp- lifun margra viðmælenda sem finnst þeir í raun aldrei vera á „frívakt“, sem er einnig algengt við- kvæði dreifbýlislögreglumanna erlendis (t.d. Fenwick, 2015). Auk þess að vinna oftast vaktavinnu og mikla yfirvinnu og vera „alltaf“ á bakvakt sögðust margir viðmælendur oft vera með samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni vitandi hversu krefjandi hún er. Vegna þessa koma dreifbýlislög- reglumenn á frívakt oft við á lögreglustöðinni og reyna að vera í kallfæri, s.s. með því að fara ekki langt frá stöðinni í fríum. Þetta fyrirkomulag er hins vegar lýjandi, eins og Pétur lýsir: Þegar ég starfaði [í ónefndu lögregluumdæmi] þá var þetta bara bilun. Þegar við vorum á bakvakt þá var það skýrt þannig að við værum bara á bakvakt, sko en ekki í vinnunni. Þannig að við værum tæknilega séð í fríi, en það var eiginlega aldrei. Í dag þá er þetta að breytast en samt bara í stærri samfélögum. Þeir geta tekið hvíldartímann en kannski ekki þeir sem starfa í minni samfélögum. Menn poppuðu bara og margir fóru illa út úr þessu og margir bara brunnu út . . . Þetta er bara ofurálag . . . (Pétur). Einn streituvaldurinn við að vera „alltaf á vakt“ er óskýr mörk vinnu og einkalífs, þ.e. stöðug eftir- spurn og sýnileiki dreifbýlislögreglumanna (Oliver og Meier, 2004). Viðmælendur töluðu, sem dæmi, um að nærsamfélagið sæi þá fyrst og síðast sem lögreglumenn. Þeir segjast fá símtöl í einka- síma og skilaboð á samfélagsmiðlum um vinnutengd málefni þegar þeir eru ekki í vinnu eða jafnvel í sumarfríi. Þá kemur fólk reglulega að máli við þá um lögreglumál í kjörbúðinni og sundlauginni og kemur jafnvel heim til þeirra. Sumir viðmælendur gerðu breytingar á lífsstíl sínum til að minnka áreitið. Og ég var bara lögreglumaður allan sólarhringinn, maður datt mjög fljótt í þann gírinn að maður var bara lögreglumaður alltaf. Og ef að þú fórst í veislu eða bara eitthvað, þá kom bara fólk til manns og fór beint að ræða hluti við þig bara eins og þú værir í búningi. Þetta krafðist ákveðinna hluta af manni – maður auðvitað þurfti alltaf að vera ákveðin fyrirmynd. Og ég fann mjög mikinn mun á þessu þegar ég [vann] í Reykjavík, að bara um leið og þú stimplaðir þig út að þá varstu bara almennur borgari (Orri). Orri lýsir hvernig dreifbýlislögreglumenn eru ávallt undir smásjá nærsamfélagsins og þurfa að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.