Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 43

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 43
Guðmundur Oddsson og Andrew Paul Hill 43 .. fyrir manneklu með því að hugsa út fyrir „lögreglukassann“ og nota hugvitssemi til að virkja félags- auð nærsamfélagsins og snúa óhagstæðum aðstæðum sér í hag. Í ljósi manneklu og skorts á aðstoð töluðu viðmælendur um að fá hjálp almennings við verkefni sem aðrir lögreglumenn myndu sinna í þéttbýli. Dæmi um þetta er að fá viðstadda til að stjórna umferð á vettvangi umferðarslysa; fá aðstoð nærstaddra við að ná stjórn á óstýrilátum gestum á skemmtistöðum; fá hjálp frá öðrum fagaðilum og byggja upp traust samskipti innan stofnana sem skarast við réttarvörslukerfið, s.s. við björgunarsveitarfólk og hjúkrunarfræðinga. Mikilvægast er þó, að mati viðmælenda, að byggja upp góð samskipti við nærsamfélagið svo fólk treysti viðkomandi lögreglumanni og vilji hjálpa. Það getur t.a.m. tekið aðkomumenn langan tíma að ávinna sér traust og öðlast viðurkenningu í fámennum og samheldnum samfélögum (Þóroddur Bjarnason, 2018). Það er þó til mikils að vinna og dreifbýlislögreglumenn læra fljótt að meta félagsauð nærsamfélagsins og notfæra sér hann. Það felst nefnilega heilmikið óformlegt félagslegt taumhald í félagsauðnum, sem dreifbýlislögreglumenn nota til að þurfa síður að beita formlegri inngripum (Souhami, 2020). Fólk í sterkum og samheldnum samfélögum lætur t.a.m. félagsleg vandamál sig frekar varða (Sampson o.fl., 1997) og hefur jafnan sterkari tilhneigingu til fylgispektar. Orðrómur (t.d. um frávik og áherslur lögreglu) berst hratt í slíku umhverfi, sem dreifbýlislögreglumenn nýta sér við upplýsingaöflun og -miðlun (Black, 1984). Loks töluðu viðmælendur um að snúa áskorunum dreifbýlisins sér í hag. Gott dæmi er hvernig dreifbýlislögreglumenn nota löngu vegalengdirnar til þess að halda yfirvegun og leggja á ráðin um bestu nálgunina. Óskýr mörk vinnu og einkalífs: Þar sem allir þekkja alla Í dreifbýlinu þekkja allir lögreglumanninn og starfið verður ráðandi staða viðkomandi (e. master status), þ.e. staðan sem yfirskyggir annað við einstaklinginn (Becker, 1963). „Allir þekkja alla í dreifbýlinu. Allir þekkja þig. Allir vita að þú ert lögreglumaðurinn, hvert sem þú ferð“ (Birgir). Við- mælendur báru þetta saman við það að vinna í fjölmennu þéttbýli. „Það er gríðarlegur munur. Á litlu stöðunum þarftu að díla við borgara sem þú hittir síðan í pottinum eftir vakt eða í búðinni og þú þarft að geta boðið góðan daginn“ (Hannes). Það sem flækir enn frekar tilveru dreifbýlislögreglumanna hvað þetta varðar er að ýmsir sem þeir hafa afskipti af eru tengdir þeim. Í eldri rannsókn á heiðar- leika lögreglumanna, sem dæmi, vakti Ólafur Örn Bragason (2005) athygli á því að lögreglumenn eiga frekar á hættu að lenda í siðferðisklemmum í smærri umdæmum. Í sömu rannsókn kemur engu að síður fram að siðferðiskennd lögreglumanna mældist sterkust í minnstu umdæmunum og að ís- lenskir lögreglumenn mælast almennt mjög heiðarlegir í alþjóðlegum samanburði. Nálægð almennings og lögreglu er að mörgu leyti ákjósanleg og er t.a.m. hryggjarstykkið í svo- kallaðri samfélagslöggæslu (e. community policing), sem leggur áherslu á nána samvinnu við al- menning, m.a. varðandi forvarnir (Skogan, 2008). Mikill brúandi félagsauður í dreifbýli (Besser, 2009) ýtir undir samvinnu almennings og lögreglu, sem er lykilatriði við að halda uppi lögum og reglu. Óformleg samskipti geta m.a. miðlað gagnlegum upplýsingum og þannig stutt við árang- ursríka löggæslu. Þá gætu dreifbýlislögreglumenn ekki sinnt starfi sínu ef viðkomandi hefðu ekki samvinnufúsan almenning á sínu bandi. Eftirfarandi ummæli sýna t.d. hvernig almenningur hjálpar dreifbýlislögreglumönnum: Og ef við erum að spá í eins og varðandi ölvaða menn, þá vorum við oft einir eða yfirleitt tveir að fara í svoleiðis en þá höfðum við svo mikinn styrk í samfélaginu. Til dæmis dyraverðir aðstoðuðu okkur alveg gríðarlega mikið og það voru yfir- leitt einhverjir björgunarsveitamenn þarna og það var oft bara stutt í aðstoðina. Maður einhvern veginn þekkti alla og gast þá kallað til og beðið um aðstoð. En síðan gat þetta líka virkað öfugt með þessi tengsl, af því þetta er svo lítið sam- félag (Orri).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.