Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 46

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 46
Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli 46 .. Ummæli Sigursteins lýsa útgangspunktum mjúkrar löggæslu, sem er í grunninn sú nálgun sem við- mælendur okkar sögðust beita sem dreifbýlislögreglumenn. Þó að mjúk löggæsla og dreifbýlis- löggæsla séu ekki einn og sami hluturinn er mjúk löggæsla haldgóð lýsing á dreifbýlislöggæslu í samfélögum þar sem aðstæður fyrir slíka nálgun eru fyrir hendi, s.s. á Íslandi (Wooff, 2017). Langflestir Íslendingar treysta t.a.m. lögreglunni og telja hana lögmætt yfirvald (e. police legiti- macy), aðgengilega og sýnilega (Margrét Valdimarsdóttir, 2019). Þá er fólk tilbúið að vinna með lögreglunni, sem leyfir henni frekar að beita mjúkum aðferðum. Í dreifbýli ríkir aukinheldur jafnan traust milli fólks, fólk samsamar sig frekar nærsamfélaginu og lætur sig málefni þess varða (Besser, 2009). Fólk í dreifbýli óttast jafnframt síður að verða fyrir afbroti, m.ö.o. treystir það því að aðrir í nærsamfélaginu brjóti ekki af sér (Helgi Gunnlaugsson, 2018). Í gagnkvæmu trausti felst heilmikið óformlegt félagslegt taumhald, sem gefur dreifbýlislögreglunni enn frekari tækifæri til þess að beita mjúkum aðferðum í stað formlegri og harðari inngripa (Black, 1984). Hið óformlega félagslega taumhald samheldinna samfélaga heldur einnig afbrotatíðninni lægri í dreifbýli en t.a.m. á höfuð- borgarsvæðinu (Ríkislögreglustjóri, 2019), sem hvetur til mjúkrar löggæslu. Samantekt og lokaorð Ísland er með einna fæsta lögreglumenn í Evrópu miðað við höfðatölu og hvergi hefur lögreglu- mönnum fækkað jafn mikið hlutfallslega sl. áratug og hérlendis (Eurostat, 2020b). Samkvæmt Greiningardeild ríkislögreglustjóra (2015, 2019) hafa fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna komið niður á löggæslu, ekki síst í dreifbýli. Niðurstöður viðtala leiddu í ljós að dreifbýlislögreglumenn upplifa manneklu, ofurálag, margþætt verkefni, litla aðstoð og óskýr mörk vinnu og einkalífs sem sínar helstu áskoranir. Helstu bjargráð dreifbýlislögreglumanna eru að þróa með sér fjölþætta kunnáttu og hugvitssemi við að virkja félagsauð nærsamfélagsins. Mikilvægust er góð samskiptahæfni sem grundvallast á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu til að viðhalda trausti almennings og samstöðu. Mikil áhersla hérlendra dreifbýlislögreglumanna á mjúka löggæslu flækir „hörkutóls-ímyndina“ sem dregin er upp af lögreglumönnum í rannsóknum á lögreglumenningu (t.d. Cockcroft, 2017). Ekki má þó leggja dreifbýlislöggæslu að jöfnu við mjúka löggæslu eða ýta undir tvíhyggjuna að dreifbýli sé friðsælt og þéttbýli hættulegt. Hins vegar ættum við að „viðurkenna að margbreytilegt dreifbýli býður, þrátt fyrir aðfangaskort lögreglu, upp á mikil tækifæri til að taka þátt í samfélag- inu“ (Wooff, 2017:130), sem hvetja til mjúkrar löggæslu. Á Íslandi eru jafnframt kjöraðstæður fyrir mjúka löggæslu, sérstaklega í dreifbýli. Ísland er t.d. á meðal þeirra landa þar sem mest traust ríkir í garð lögreglu (Kääriäinen, 2016; Tómas Bjarnason, 2014). Í annan stað beita norræn lögreglulið mannúðlegri aðferðum en víðast annars staðar (Ugelvik, 2016). Ísland og Noregur eru t.a.m. í hópi þeirra fimm Vesturlanda þar sem lögreglumenn ganga ekki með skotvopn við skyldustörf (Noack, 2016). Ólíkt norskum kollegum sínum hafa íslenskir lögreglumenn þó aldrei verið búnir rafbyssum (Þingskjal nr. 607/2010–2011). Rannsóknir benda jafnframt til þess að lágmarks valdbeiting íslensku lögreglunnar – jafnvel þegar á róstusömum fjöldamótmælum stendur – auki traust til lögreglunnar (Ingólfur V. Gíslason, 2014; Tómas Bjarnason, 2014). Í þriðja lagi er afbrota- og fangelsunartíðni hérlendis lág og dómar hóflegir í alþjóðlegum samanburði. Afbrotatíðnin er sérstaklega lág í dreif- býli (Helgi Gunnlaugsson, 2018). Í fjórða lagi hefur lág afbrotatíðni hérlendis m.a. verið rakin til öflugs óformlegs taumhalds, sem grundvallast á fólksfæð, mikilla innbyrðis tengsla, sterkrar sam- sömunar og þess að Íslendingar eru eyþjóð þar sem fólk þarf að reiða sig hvert á annað (Baumer o.fl., 2002). Óformlegt félagslegt taumhald styður við mjúka löggæslu og þykir sérlega sterkt í samheldnum dreifbýlissamfélögum (Besser, 2009). Í fimmta lagi er Ísland friðsælt og herlaust (Insti- tute for Economics & Peace, 2020). Loks hvetja einsleitni, jafnaðarandi og öflugt velferðarkerfi, í alþjóðlegum samanburði, til mannúðlegrar löggæslu, sem endurspeglar og eykur traust til lögreglu, samvinnu og óformlegt félagslegt taumhald (Baumer o.fl., 2002).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.