Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 47
Guðmundur Oddsson og Andrew Paul Hill
47 ..
Durlauf og Nagin (2011) staðhæfa að afbrotafræðingar ættu að horfa til velmegandi (síð)nú-
tímaþjóðfélaga sem hafa náð að halda afbrotum niðri og fangelsunartíðni lágri þrátt fyrir örar þjóð-
félagsbreytingar með því að beita m.a. markvissri löggæslu. Þeir spyrja: „Að hve miklu leyti reynir
lögreglan að virkja óformlegt félagslegt taumhald samfélagsins til að stemma stigu við afbrotum?“
(bls. 41). Baumer (2011) segir jafnframt að við þurfum að leita út fyrir réttarvörslukerfið í löndum
með lága glæpatíðni til að greina hvernig þjóðfélagsskipanin dregur úr afbrotum. Ísland hefur lága
glæpatíðni og mjúk löggæsla dreifbýlislögreglumanna á sinn þátt í árangrinum. Lögreglumenn víða
gætu lært sitthvað af mjúkri nálgun íslenskra dreifbýlislögreglumanna. Hætta er þó á að aukin mið-
stýring „geri mjúka löggæslu erfiðari viðfangs með því að breyta hlutverki dreifbýlislögreglumanns-
ins í eitthvað sem er meira í ætt við viðbragðsaðila í þéttbýli“ (Wooff, 2017:129).
Þrátt fyrir áskoranirnar sögðu viðmælendur að þeim líkaði sjálfræðið sem fylgir starfi dreif-
býlislögreglumannsins og að geta séð árangur erfiðis síns. Þeir voru einnig meðvitaðir um að mikil
nálægð og þekking á nærsamfélaginu greiði fyrir þeim árangursríku samskiptum sem starf þeirra
grundvallast á. Erlendar rannsóknir sýna einmitt að dreifbýlislögreglumenn eru jafnan ánægðir, eru
stoltir af starfi sínu og finnst þeir hafa áhrif (t.d. Fenwick o.fl., 2012). Íslenskar rannsóknir sýna
að lögreglumenn í landsbyggðunum eru, að meðaltali, ánægðari en lögreglumenn á höfuðborgar-
svæðinu. Þeir eru auk þess minna kvíðnir og þjást síður af þunglyndi og stressi, þrátt fyrir minni
félagslegan stuðning (Ólafur Örn Bragason og Ólafur Kári Júlíusson, 2008; Tinna Jóhönnudóttir og
Ólafur Örn Bragason, 2011).
Ýmislegt bendir til þess að þær áskoranir dreifbýlislögreglumanna sem stafa af mikilli nálægð
við nærsamfélagið (t.d. Buttle o.fl., 2010) séu ýktari í íslensku örsamfélagi en víðast annars staðar.
Aukinheldur eru margir dreifbýlislögreglumenn uppaldir þar sem þeir vinna. Þessi atriði gætu skýrt,
að hluta, af hverju það hefur löngum verið erfiðara að manna stöður í dreifbýli með menntuðum lög-
reglumönnum. Þá er þess ekki krafist að íslenskir lögreglumenn starfi í ákveðinn tíma á mismunandi
svæðum, eins og t.d. var gert í Skotlandi (Souhami, 2020). Þetta eykur hins vegar líkurnar á því að
ekki takist að manna stöður í dreifbýli með menntuðum lögreglumönnum: Að of mikið mæði á af-
leysinga- og héraðslögreglumönnum, að dreifbýlislöggæsla einkennist af mikilli starfsmannaveltu
eða að dreifbýlislögreglumenn verði þaulsetnir. Vonast er til að færsla grunnnáms lögreglumanna
á háskólastig og sambland fjar- og staðarnáms hjálpi til að þessu leyti (Guðmundur Oddsson o.fl.,
2020). Rannsókn sýnir að um þrír af fjórum fjarnemum í háskólum hérlendis búa áfram í heima-
byggð að lokinni útskrift (Þóroddur Bjarnason og Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2017).
Loks töluðu ýmsir viðmælendur um að hafa verið „hent út í djúpu laugina“ snemma á starfsferl-
inum sem dreifbýlislögreglumenn og að þeir hafi lært mest af reyndari lögreglumönnum. Þrátt fyrir
bratta lærdómskúrfu segjast þeir hafa lært mikið og að það myndi gera öllum lögreglumönnum gott
að vinna sem dreifbýlislögreglumenn, þar sem slíkt geri viðkomandi fjölhæfari og hæfari í mann-
legum samskiptum. Hversu vel eru þó verðandi lögreglumenn búnir undir dreifbýlislöggæslu í ljósi
viðvarandi manneklu og aukinnar miðstýringar? Vissulega þarf að fræða verðandi lögreglumenn um
sérstakar áskoranir dreifbýlislöggæslu í námi þeirra en – miðað við hversu samofin dreifbýlislög-
gæsla er umhverfinu – „er nokkurn tíma hægt að bjóða upp á árangursríka þjálfun utan vinnuum-
hverfisins og samhengis þess?“ (Slade, 2012:123). Þetta er mikilvægt úrlausnarefni hérlendis því
lögreglumönnum sem staðsettir eru í fámennari byggðarlögum hefur fækkað. Mögulegar lausnir
felast í því að verðandi lögreglumenn fái starfsþjálfun í bæði dreifbýli og þéttbýli, leggja enn meiri
rækt við mjúka löggæslu, fara varlega í frekari miðstýringu og fjölga lögreglumönnum í dreifbýli.
Þakkir
Rannsókn þessi var styrkt af Byggðarannsóknasjóði Byggðastofnunar og Vísindasjóði Háskólans
á Akureyri. Höfundar vilja þakka Rebekku Rún Sævarsdóttur og Sif Þórisdóttur fyrir hjálp við
gagnaöflun og Oddi Ævari Guðmundssyni, Ólafi Erni Bragasyni, Rannveigu Þórisdóttur og Þóroddi