Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 53

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 53
Ómar Hjalti Sölvason, Þorlákur Axel Jónsson og Markus Hermann Meckl 53 .. Þá eru settar fram tvær rannsóknarspurningar og þrjár rannsóknartilgátur. Að því búnu er gerð grein fyrir þátttakendum í könnuninni og mælingum sem gerðar voru. Niðurstöður eru settar fram í texta, í töflum og með myndum. Að lokum eru niðurstöðurnar ræddar í fræðilegu samhengi og ályktanir dregnar af því sem rannsóknin hefur leitt í ljós. Menningarleg aðlögun Öll fjölþjóðleg samfélög verða á einhverjum tímapunkti að takast á við þá spurningu hvernig aðlögunarstefna er samfélaginu þóknanleg (Berry, 1997; 2005). Þessi hugmynd Berry (1997; 2005) úr hinni þvermenningarlegu sálfræði (e. cross-cultural psychology) um að í hverju samfélagi sé í gildi stefna, hvort sem hún er yfirlýst, skráð og orðuð í samfélagsumræðunni eða ekki, um aðlögun innflytjenda að ríkjandi menningu (e. acculturation) myndar kenningarlegan ramma þessarar rann- sóknar. Flestar rannsóknir á sviði aðlögunar innflytjenda byggja á hugmyndum um menningarlega aðlögun (Callens o.fl., 2015). Klassísk skilgreining á hugtakinu er að menningarleg aðlögun sé ferli sem á sér stað þegar tveir ólíkir menningarhópar mætast (Redfield o.fl., 1936). Það getur leitt af sér ný menningaráhrif sem snerta annan hópinn eða jafnvel þá báða (Berry, 2005). Nýrri skilgreiningar sem byggja á þessum hugmyndum eru víðtækari. Til dæmis skilgreina Brown og Zagefka (2011) menningarlega aðlögun sem „ferli þar sem fólk af ólíkri menningu aðlagast hvert öðru“. Fræðimenn hafa lagt áherslu á að fylgst sé með viðhorfum móttökusamfélaga í garð innflytjenda, það sé besta leiðin til þess að fá upp á yfirborðið þær samfélagslegu áskoranir sem menningarleg aðlögun hefur í för með sér (Berry, 1997). Þá hafa rannsóknir á aðlögunarferli innflytjenda beinst að samspilinu á milli ríkjandi viðhorfa móttökusamfélagsins í garð innflytjenda og viðhorfa þeirra sjálfra, enda hafa þau viðhorf oft áhrif á upplifun og aðlögun innflytjenda (Berry, 1997; Ozer, 2017). Má því líta á menningarlega aðlögun sem samspil á milli móttökusamfélagsins og innflytjenda, þar sem hvort um sig hefur áhrif á hitt (Van de Vijver og Phalet, 2004). Til að auðkenna þetta sam- spil á milli móttökusamfélagsins og innflytjenda hafa rannsakendur greint samfélög eftir þeim við- horfum sem þar eru ríkjandi (Berry, 2005; Bourhis o.fl.,1997). Berry (1997) segir að skilgreina megi samruna fólks við nýja menningu á fjóra vegu; sem samþættingu (e. integration), samlögun (e. assimilation), aðskilnað (e. separation/segregation) og jaðarsetningu (e. marginalization). Í þessari rannsókn beinum við athygli okkar að samþættingarstefnu og samlögunarstefnu sem mismunandi hugmyndum um menningarlega aðlögun að ríkjandi íslenskri menningu. Samlögunarstefna, samþættingarstefna og átök Þegar talað er um samlögunarstefnu (e. assimilation) er áherslan á einsleitni samfélagsins og að hvert samfélag rúmi einungis eina ríkjandi menningu (Verkuyten, 2011). Innflytjendur sem og aðrir utanaðkomandi verða því að leggja sínum sérmenningarlegu einkennum og taka upp ríkjandi menn- ingu móttökusamfélagsins til þess að verða fullgildir meðlimir þess (Callens o.fl., 2015). Í samþættingarstefnu (e. integration) er aftur á móti meira umburðarlyndi gagnvart menningar- legum fjölbreytileika innan samfélagsins (Callens o.fl., 2015). Þá er litið á menningarlegan fjöl- breytileika sem auðlind sem styrkir samfélagið til lengri tíma (Berry, 1997). Hugmyndin um sam- þættingu felur í sér gagnkvæma aðlögun fyrir bæði móttökusamfélagið og innflytjendur (de Haas o.fl., 2020). Þá er átt við framlag bæði innflytjenda og samfélagsins í heild þar sem uppruni og fjöl- breytileiki fólks er viðurkenndur með það að markmiði að samþætta hagsmuni og réttindi allra íbúa samfélagsins (de Haas o.fl., 2020; Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafsdóttir, 2010). Með öðrum orðum, samfélagið verður opnara fyrir því að viðurkenna rétt hvers og eins til að lifa innan veggja þess sem „menningarlega öðruvísi“ (de Haas o.fl., 2020). Báðar eru þessar stefnur umdeildar. Í tilfelli samlögunarstefnu finnst innflytjendum oft á sig hallað, enda getur verið erfitt að kasta frá sér menningarlegum einkennum og taka upp menningu, tungumál og siði móttökulandsins (Cook, 2016; Pilvisto og Valk, 2019). Afleiðingar þess geta orðið þær að innflytjendum finnist þeir ekki tilheyra samfélaginu og aðgreini sig jafnvel frá því (Simon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.