Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 55

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 55
Ómar Hjalti Sölvason, Þorlákur Axel Jónsson og Markus Hermann Meckl 55 .. má útskýra viðhorf heimamanna með kenningunni um hópógn; að þeir líti á innflytjendur sem mögu- lega ógn við menningu og siði móttökulandsins (Breugelmans og van de Vijver, 2004; Hatton, 2016). Þá verður að líta til efnahagslegrar stöðu móttökulandsins og hvort þessi viðhorf séu hugsanlega sprottin upp frá því að heimamenn líti á innflytjendur sem samkeppni um störf á vinnumarkaði (Tip o.fl., 2012). Rannsókn Hjerm (2009) á meðal Svía sem ekki áttu sér innflytjendabakgrunn en voru búsettir í mismunandi sveitarfélögum sýndi að hlutfallsleg fjölgun innflytjenda tengdist ekki því hvort viðhorf fólks voru andsnúin innflytjendum eða ekki. Hópógnarkenningin virtist aðeins eiga við væru innflytjendur „sýnilegir“ í samfélaginu og því efast Hjerm (2009) um skýringargildi kenningarinnar. Rannsóknarspurningar og tilgátur Fjölgun innflytjenda á Íslandi hefur leitt til aukinnar umræðu um Ísland sem fjölmenningarlegt samfélag. Í þessari rannsókn berum við saman tvo hópa, annars vegar Íslendinga og hins vegar innflytjendur. Unnið er með gögn sem fengin eru úr tveimur könnunum þar sem beitt var ólíkum úrtaksaðferðum. Niðurstöður hafa því ekki alhæfingargildi en gefa vísbendingar um stöðu mála. Í ljósi umfjöllunarinnar í köflunum hér að framan eru settar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hverjar eru væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi? Að hvaða marki verður þeim lýst sem samlögunarstefnu? Hvernig tengjast þessar hugmyndir félagslegum bakgrunni fólks og fjölgun innflytjenda? Á grunni þessara spurninga setjum við fram eftirfarandi rannsóknartilgátur: 1. Tengsl eru á milli þjóðfélagsstöðu fólks (menntun, tekjur, aldur) og væntinga til samlögunar og eða samþættingar. 2. Innflytjendur eru meira samþættingarlega sinnaðir en Íslendingar. 3. Íslendingar hafa ríkari væntingar um samlögun eftir því sem innflytjendum hefur fjölgað meira á búsetusvæði þeirra. Aðferðir og gögn Rannsókn þessi byggir á megindlegum gögnum úr rannsóknarverkefninu „Samfélög án aðgreining- ar?“. Gögnum var safnað haustið 2018 af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA). Um er að ræða tvær kannanir sem gerðar voru samhliða, annars vegar meðal Íslendinga og hins vegar meðal innflytjenda. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og var áhersla lögð á þætti er varða tungumál, atvinnu, menntun, menningu og hamingju. Jafnhliða því var einnig gerð könnun á viðhorfum Íslendinga til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Tólf sveitarfélög og svæði voru skoðuð sérstaklega þar sem þau uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar um fjölda búsettra innflytjenda á svæðinu (Ómar Hjalti Sölvason og Markus Meckl, 2019). Í rannsóknarverkefninu var notast við tvískipta úrtaksaðferð í könnuninni sem fór fram á meðal Íslendinga. Annars vegar fór val á könnunarsvæðum fram með markmiðsúrtaki þar sem þátttöku- svæði voru valin. Sett voru viðmið/skilyrði um að á hverju þátttökusvæði yrðu að vera sveitarfélög með að lágmarki 300 búsetta innflytjendur. Valin voru tólf svæði og þátttakendur á hverju svæði fyrir sig valdir með kerfisbundnu slembiúrtaki. Svæðin sem um var að ræða voru tvö hverfi í Reykjavík, eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu og níu sveitarfélög á landsbyggðinni. Gagna var aflað með því að hringja í þátttakendur og leggja fyrir þá spurningalista. Þátttakendur voru íslenskir ríkis- borgarar á aldrinum 18 til 80 ára og fékk 8101 boð um að taka þátt í könnuninni. Alls svöruðu 3630 manns eða rúmlega 300 manns af hverju völdu svæði og var svarhlutfall því 45%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.